Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 31
ERLENT
Júgóslavneski sljórnarandstöðuleiðtoginn Vojislav Kostunica
Þjóðernissinni með
hreinan skjöld
Vojislav Kostunica er ekki orðlagður fyrir
persónutöfra eða mælsku, en hann hefur
þann ótvíræða kost að hafa hvorki verið
viðriðinn spillingarmál né lagst á jötuna hjá
Slobodan Milosevic, ólíkt mörgum öðrum
leiðtofflim stjórnarandstöðunnar.
Reuters
Vojislav Kostunica veifar til stuðningsmanna sinna á útifundi í miðborg
Belgrad á miðvikudagskvöld.
í svokölluðum Kremna-spádómi frá
19. öld, sem öll serbnesk skólabörn
læra um, segir frá því að Serbía verði
leidd til frelsis þann dag sem þjóðar-
leiðtoginn beri sama nafn og fæðing-
arbær hans. Stjómarandstaðan í
Júgóslavíu bindur nú vonir við að
spádómurinn sé að rætast, en Vojis-
lav Kostunica, sem flest bendir til að
hafí borið sigurorð af Slobodan Mil-
eftir Fan Gang
© Project Syndicate
í KÍNA er að grípa um sig sæluvíma
vegna Nýja hagkerfisins. Farsímar
virðast vera jafnalgeng sjón í Sjang-
hæ og í Helsinki og netfyrirtæki jafn-
sjálfsögð og í San Franciseo. Þótt
orðalagið „óskynsamlegur fögnuður"
sem Alan Greenspan, yfirmaður
bandaríska seðlabankans, notaði einu
sinni um bandaríska verðbréfamark-
aðinn, eigi ekki við hér, hefur hin
mikla ásókn í íjárfestingar í Nýja
hagkerfinu, og jafnvel möguleikanum
á kínverskum NASDAQ-markaði,
blásið nýju lífi í efnahagslífið í Kína.
En um leið og Kína tekur nýjungun-
um tveim höndum eykst stórlega
þrýstingurinn á gamalgróinn iðnað í
landinu.
Fögnuðurinn í Kína verður ein-
ungis fáum árum eftir fjármálaóreið-
una í Asíu og kemur á óvart. Stjóm-
völd virðast taka Nýja hagkerfinu
fagnandi sem leið til að forða Kína frá
kreppu í framtíðinni. Þetta er ósk-
hyggja. Það má enginn halda að ein
kreppa geti upprætt allt efnahagsill-
gresi landsins eða að Nýja hagkerfið
sé töfralausn sem leiðh- af sér
áhættulausan vöxt.
Undanfarnar tvær aldh' hafa kom-
ið góðæriskaflar og öldudalir í þróuðu
löndunum á leið þeima til hagsældar.
Þessar kreppur losuðu hagkerfi og
samfélög landanna við óhagkvæmni
og áttu þátt í að styrkja grundvallar-
stofnanir þeirra. Kraftaverkið í Aust-
ur-Asíu (þ.á m. Kína) undanfarna
þrjá til fjóra áratugi var ekki aðeins
fólgið í miklum vexti heldur því, að
kraftmikill langtímavöxtur varð án
þess að það ylli meiri háttar kreppu.
Fjármálaóreiðan í Asíu 1997-1999 var
sú fyrsta sinnar tegundar í þessum
heimshluta - og einmitt þess vegna
kom hún öllum á óvart - en hún verð-
ur ekki sú síðasta. Þrátt fyrir allt
skmmið getur Nýja hagkerfið ekki
gert landið ónæmt fyrir óróa.
En eiga metnaður Kínverja á
tæknisviðinu og núverandi vaxtar-
hraði framtíðina fyrir sér eftir að
fögnuðinum yfir Nýja hagkerfinu
linnir? Líkt og í nokkrum öðrum hag-
kerfum í Asíu var mikill vöxtur í Kína
á fyrri hluta 2000. Verg innanlan-
dsframleiðsla óx um 8,2% sem er
0,8% meira en vöxturinn var á sama
tímabili í fyira. Það sem meira er,
þriggja ára tímabili verðlækkana -
sem hófst í fjárhagskreppunni 1997 -
kann að vera að ljúka. En líkt og í
byrjun uppgangsins í Bandaríkjun-
osevic í forsetakosningunum á
sunnudag, er einmitt fæddur í bæn-
um Kostunici.
Kostunica er 56 ára gamall. Hann
lauk doktorsprófi í lögfræði frá Há-
skólanum í Belgrad og var ráðinn
kennari við lagadeild háskólans árið
1970, en var vikið úr starfi fjórum ár-
um síðar, eftir að hann hafði gagn-
rýnt stefnu Títós, þáverandi leiðtoga
Það hafa verid gerðar
það margar tilraunir í
Kína undanfarna háifa
öld að allir ættu að
vita að ef reynt er að
taka risaskref fram á
við endar það með
ósköpum.
um er lykilatriðið áframhaldandi fjár-
festing og aukin framleiðni.
Fjárfestingar í Kína hafa stöðugt
aukist síðan í byijun þessa árs. Það
sem er jafnvel enn betra er að fjár-
festingar einkaaðila eru aftur famar
að aukast eftir að hafa dregist saman
í fyrra og er raunvöxtur nú 6,7%.
Þessi vöxtur er fyrstu framfaramerk-
in í fjárfestingarumhverfinu í þrjú ár.
Þótt því sé stundum haldið fram að
þessar framfarir séu Nýja hagkerf-
inu að þakka eru hinar eiginlegu or-
sakir flóknari og þess vegna er hægt
að viðhalda þeim skrið sem kominn
er á. Undanfarin fjögur ár hafa orðið
breytingar á grundvallarþáttum.
Sextán milljónum ríkisstarfsmanna
og 11 milljónum annarra var sagt upp
störfum í iðnfyrirtækjum í borgum
og í dreifbýli. Mörgum fyrirtækjum
var lokað, ekki aðeins litlum ríkisfyr-
irtækjum heldur einnig fjölda einka-
rekinna og hálfeinkarekinna fyrir-
tækja sem voru jafnvel enn
viðkvæmari en lítil ríkisfyrirtæki fyr-
ir efnahagssamdrætti. Dregið hefur
verið úr framleiðni í sumum fyrir-
tækjum til þess að skapa færi á frek-
ari fjárfestingu. Haldi einkafjárfest-
ing áfram að aukast með núverandi
hraða getur verið að stjórnvöld geti
lagt á hilluna fyrirætlanir sínar um að
hvetja til fjárfestinga með því að
greiða upp skuldir í stórum stíl sem
mun hjálpa til við að ýta undir vöxt til
lengri tíma litið.
Aukin innanlandsneysla hefur
einnig aukið ganginn í kínversku
efnahagslífi. Þrátt fyrir að smásölu-
verðsviðmiðið sé enn neikvætt hefur
smásala aukist um 13,8% á öðrum
ársfjórðungnum. Ber þar mest á auk-
inni eftirspurn eftir húsnæði. Um-
bætur á húsnæðislögum, opnun fast-
eignamarkaðar og einkum stóraukin
notkun veðlána eru helstu orsakir
þessa vaxtar. Þessi þróun mun að öll-
um líkindum halda áfram að gegna
Júgóslavíu. Kostunica var svarinn
andstæðingur kommúnistastjómar-
innar og er reyndar eini leiðtogi
stjórnarandstöðunnar af sinni kyn-
slóð sem var aldrei meðlimur í
Kommúnistaflokknum. Eftir að
stjórn kommúnista féll árið 1989 átti
hann þátt í stofnun Lýðræðisflokks-
ins með Zoran Djindjic. Hluti félaga
í Lýðræðisflokknum myndaði nýjan
flokk árið 1992, Lýðræðisflokk Serb-
íu (DSS), og Kostunica hefur verið
formaður hans frá stofnun.
Orðlagður fyrir heiðarleika
Kostunica hefur alla tíð verið mót-
fallinn Slobodan Milosevic. Forset-
inn hefur óspart beitt þeirri aðferð
að deila og drottna, og þannig valdið
sundrungu meðal stjómarandstöð-
unnar, en Kostunica lét aldrei freist-
ast til samstarfs við hann. Ólíkt
mörgum öðmm stjómarandstöðu-
stóm hlutverki á næsta áratug þegar
200 milljóna manna millistétt í Kína
fer að koma sér upp fasteignum.
Auk húsnæðismálanna hefur mikill
vöxtur orðið í útflutningi og innflutn-
ingi, 38,3% og 36,2% það sem af er ár-
inu og er það að þakka þenslu í efna-
hagslífinu í heiminum og
afturbatanum í Asíu. Þó skyldi fara
varlega í að ætla þessum þáttum
stóran hlut því að útflutningur nam
einungis 0,3% af vexti vergrar innan-
landsframleiðslu. Innganga Kína í
WTO (Heimsviðskiptastofnunina)
kann að auka útflutning tímabundið
en afnám viðskiptahafta í landinu
sjálfu mun fljótlega leiða til aukins
innflutnings. Þetta þýðir að innanlan-
dsmarkaðurinn í Kína hlýtur að
verða brennidepOl stefnumótunar er
miðar að hagvexti.
Kína er þróunarland þar sem þjóð-
arframleiðsla á mann nemur 800
Bandaríkjadollumm og er um margt
svipað og önnur hagkerfi í Austur-
Asíu en er (um leið!) „umskiptahag-
kerfi“ undir oki miðstýrðs áætlunar-
búskapar. Því er við margvíslegan
vanda að etja á innanlandsmarkaði;
efnahagslegan, stofnanabundinn,
skipulagslegan og pólitískan. Þar eð
Kína stendur í ströngu bæði vegna
umskipta og sem þróunai’land er enn
mikilvægara að finna lausn á þessum
vandamálum þar í landi en í öðmm
þjóðfélögum sem em einvörðungu á
umskiptastigi eða þróunarlönd. Þetta
er enn ein ástæða þess að kínverskir
ráðamenn mega ekki grípa á lofti
Nýja hagkerfið til þess að reyna að
losna líkt og fyrir kraftaverk úr þeim
vanda sem við er að etja og komast
inn í einhverja draumaframtíð. Það
hafa verið gerðar nógu margar til-
raunir í Kína undanfama hálfa öld til
þess að allir vita að ef maður reynir
að taka risaskref fram á við endar
það með ósköpum.
Það er hægt að viðhalda núverandi
vaxtarhraða í Kína ef haldið verður
áfram að opna efnahagslífið fyrir
samkeppni við heiminn og um leið
miskunnai-laust mtt úr vegi arfleifð
sósíalískrar iðnvæðingar. Verði slíkri
stefnu haldið kann hagvöxtur að
verða áfram á bilinu 7,5-8% og verð-
bólga lág um ókomna tíð. Einungis ef
fylgst er vandlega með hinu óspenn-
andi gamla hagkerfi getur orðið vit í
metnaðinum fyrir Nýja hagkerfinu í
Kína.
Fan Gang er framkvæmdastjóri
Kínversku hagvísindastofnun-
arinnar og Kínversku
umbótastofnunarinnar í Peking.
leiðtogum hefur hann heldur aldrei
verið viðriðin spillingarmál eða önn-
ur pólitísk hneykslismál. Kostunica
hefur því aldrei tapað tmverðugleika
sínum . Hann berst ekki á og er orð-
lagður fyrir heiðarleika.
Aður en kosningabaráttan hófst
hafði Kostunica raunar aldrei verið
sérstaklega vinsæll stjórnmálamað-
ur, þótt hann hafi notið virðingar fyr-
ir störf sín. Ræður hans þykja held-
ur þungar og tormeltar og hann er
ekki annálaður fyrir persónutöfra.
Blaðamaður The Daily Telegraph
komst svo að orði að hann liti út fyrir
að vilja frekar „vera heima og skrifa
bækur“ en að berjast í pólitík.
Hófsamur þjóðernissinni
Þrátt fyrir að vestræn ríki hafi
þrýst á Milosevic að segja af sér og
viðurkenna sigur stjórnarandstöðu-
leiðtogans er fráleitt að ætla að
Kostunica sé handbendi Vestur-
landa, eins og stjórn Milosevic full-
yrti í kosningabaráttunni. Hann
gagnrýndi þvert á móti loftárásir
NATO á Júgóslavíu í fyrra og viður-
kennir ekki lögmæti stríðsglæpa-
dómstóls Sameinuðu þjóðanna.
Hann hefur jafnvel lýst því yfir að
hann muni ekki framselja Milosevic í
hendur dómstólsins, komist hann til
valda. Kostunica hefur varast að láta
bendla sig við vestræna stjórnmála-
menn, enda vill hann ekki falla í
sömu gryfju og Vuk Draskovic, leið-
togi stjórnarandstöðuflokksins SPO,
sem uppskar mikla gagnrýni meðal
landa sinna fyrir að kyssa Madeleine
Albright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kurteislega á höndina.
Kostunica er sennilega best lýst
sem hófsömum þjóðernissinna, en
hann er hlynntur hugmyndinni um
Stór-Serbíu, sem nái til Kosovo-hér-
aðs, Svartfjallalands og þeÚTa hluta
Bosníu þar sem Serbar eru í meiri-
hluta.
Þjóðernishyggja er afar rík meðal
Serba og hefur farið vaxandi eftir af-
skipti NATO af Kosovo-deilunni. Því
er ekki að undra að stjómarandstað-
an hafi einmitt komið sér saman um
Kostunica sem frambjóðanda, vegna
þess að hann, sem óumdeilanlegur
þjóðernissinni, ætti mesta mögu-
leika á að sigra Milosevic.
Ber virðingu fyrir lýðræðinu
En þrátt fyrir að Kostunica að-
hyllist þjóðernishyggju er hann
sannfærður um nauðsyn þess að eiga
góð samskipti við Vesturlönd, ólíkt
Milosevic. Hann hefur lýst því yfir að
ef hann komist til valda muni hann
leggja allt kapp á að Júgóslavía fái á
ný fulla aðild að Sameinuðu þjóðun-
um og alþjóðlegum fjármálastofnun-
um, og hann hefur gefið í skyn að
Serbía muni hugsanlega sækjast eft-
ir aðild að Evrópusambandinu.
Það leikur heldur ekki vafi á að
Kostunica ber virðingu fyrir lýðræð-
inu, ólíkt Milosevic. Hann hefur ekki
lofað kjósendum sínum öðru en að
tryggja þeim möguleika á að lifa
„eðlilegu lífi“ og segir að íbúar Serb-
íu þurfi ekki á fleiri „sterkum leið-
togum“ að halda.
Flísa-
tílboð
ólfflís Genova
kr. 1.695 m;
stærð 33,3x33,3
m-: '
1 “ s
HÚSASMIÐJAN
Sími 525-3000 • www.husa.is
N etkommú nista-
hagkerfið í Kína