Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 54
o4 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, og amma,
ÁSTA HANNESDÓTTIR
kennari,
Hjallabrekku 13,
Kópavogi,
sem lést á líknardeild Landspítalans þriðju-
daginn 26. september, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju mánudaginn 2. október
kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð líknardeildar
Landspítalans.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Salvör Kristjana Gissurardóttir, Magnús Gíslason,
Kristinn Dagur Gissurarson,
Guðrún Stella Gissurardóttir, Jóhann Hannibalsson,
Ásta Lilja, Ásta Björg, Kristín Helga,
Magnea Gná og Þorsteina Þöll.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ODDUR DAGBJARTUR HANNESSON,
Vesturgötu 19,
Akranesi,
er látinn.
Jarðarförin hefur farið fram I kyrrþey að ósk
hins látna.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð. vináttu og hlýhug.
Ragna Halldórsdóttir,
Hannes Oddsson,
Aðalheiður Oddsdóttir, Vilhjálmur Hendriksson,
Lára Dóra Oddsdóttir, Sigmar Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er
sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
JÓNS SIGURGEIRSSONAR
frá Helluvaði.
Ragnhildur Jónsdóttir,
Jón Gauti Jónsson, Helga Pálína Brynjólfsdóttir,
Geirfinnur Jónsson, Hlíf Sigurjónsdóttir,
Sólveig Anna Jónsdóttir, Edward Frederiksen,
Herdís Jónsdóttir, Steef van Oosterhout
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og systur,
INGIBJARGAR HJARTARDÓTTUR,
Blesugróf 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Grensásdeildar og B7 á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi fyrir hlýlegt viðmót og góða umönnun.
Bjöm Jóhannsson,
Anna Hjördís, Kyle Kledis,
Ingunn Hafdís, Kári H. Einarsson,
Bima Dís, Steingrímur Ó. Einarsson,
Ingi Björn, Ari Bragi og Einar Húnfjörð,
Unnur Hjartardóttir, Steindór Hjörleifsson,
Hjörtur Örn Hjartarson, Hrefna Hrólfsdóttir.
-V
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri iandsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
'fialdur
Sverrir feeieriksen
Olsen Bjfjk ^Mútfararstjóri,
útfararstjóri. j^tfsími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
SIGRÚN
ARNARDÓTTIR
+ Sigrún Arnar-
dóttir fæddist í
Reykjavik 13. apríl
1958. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans 21.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar eru Björg Guðna-
dóttir, f. 7. júlí 1940
og Skúli Guðmunds-
son, f. 26. apríl 1941.
Systkini Sigrúnar:
1) Álfheiður Arnar-
dóttir, f. 5. júní
1960, hennar maki
er Stefón Þór
Bjarnason. 2) Guðni Þór Skúla-
son, f. 13. janúar 1965, hans maki
er Sigurbjörg Ámundadóttir. 3)
Ragnheiður Linda Skúladóttir.
Sigrún giftist hinn 28. mai
1976 Sigurjóni Haraldssyni, f.
16. janúar 1956, þau skildu.
Vaktu minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr.Pét.)
Elsku besta mamman mín, ég
trúi þessu varla ennþá, trúi ekki að
þú sért farin, trúi ekki að ég geti
ekki hringt í þig eða kíkt í kaffi,
þetta er svo óraunverulegt og sárt
og erfitt að sætta sig við. Ég reyni
að hugga mig við að þú sért laus við
allar þjáningarnar sem þú fannst
fyrir í lífinu.
Ég á óendanlegan brunn af fal-
legum minningum um þig sem ég
geymi í hjarta mínu, ég veit líka að
þú ferð ekki frá mér þótt ég sjái þig
ekki.
Elsku mamma, ég trúi að þú haf-
ir fundið friðinn og hamingjuna
sem þú leitaðir alltaf að. Viltu
passa Alexöndru litlu fyrir mig?
Bless í bili, mamma mín, og
gleymdu aldrei að þú varst besta
mamman sem nokkur gat hugsað
sér.
Þegar þú ert sorgmæddur
skoðaðu þá aftur hug þinn
og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Takk fyrir að hafa gefið mér
heiminn.
Ég elska þig.
Þín
Lilja.
Elsku mamma mín, núna veit ég
að þér líður vel og að þú ert komin
til guðs og englanna.
Takk fyrir allt sem þú gafst mér,
elsku mamma mín.
Vertu yfir og allt í kring,
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín
Alexandra Mist.
Elsku mamma, nú þegar þú ert
dáin er allt svo breytt. I hvert
skipti sem síminn hringir býst ég
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Börn Sigp-únar: 1)
Óskírður sonur,
fæddur og dáinn 19.
ágúst 1976. 2) Lilja
Björg Sigurjóns-
dóttir, f. 2 október
1977, hennar dóttir
er Sigríður Alex-
andra, f. andvana
22. ágúst 1998. 3)
Elvar Skúli Sigur-
jónsson, f. 18. des-
ember 1979. 4) Ingi-
björg Karen Sigur-
jónsdóttir, f. 1.
desember 1984. 5)
Daníel Aron Sigur-
jónsson, f. 17. október 1990. 6)
Gabríela Mist, f. 17. nóvember
1995. 7) Alexandra Mist, f. 26.
september 1998.
Utför Sigrúnar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
við að það sért þú, en það er alltaf
einhver annar.
Það var alltaf gott að tala við þig,
þú hlustaðir alltaf og ráðlagðir mér
þegar ég þurfti á því að halda. Nú
er þjáningum þínum loksins lokið
og vonandi ertu búin að finna frið-
inn og hamingjuna sem þú leitaðir
svo mikið að meðan þú lifðir, en
fannst aldrei.
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Ég veit ekki um neina aðra
mömmu sem er eins frábær og þú
varst. Enginn getur komið í þinn
stað.
Þín dóttir,
Ingibjörg Karen.
Þegar ég skrifa þessi kveðjuorð,
elsku Sigrún mín, er mér efst í
huga þakklæti til þín, þakklæti fyr-
ir að hafa svo oft verið til fyrir mig,
fyrir að fá að vera faðir barnanna
okkar sem ég er svo stoltur af, fyrir
fyrrverandi tengdaforeldra mína
sem ég elska og dái, fyrir þá gagn-
kvæmu kurteisi og virðingu sem
einkenndu samskipti okkar síðustu
æviárin þín, fyrir þann þroska sem
þú hefur gefið mér, fyrir allt og allt.
Ég veit að nú ert þú hjá algóðum
guði, að þjáningum þínum er lokið
og þú búin að finna ljósið og þann
frið sem þú varst búin að leita að og
þrá svo lengi. Eftir stendur minn-
ingin um konu sem var svo mikil
barnagæla og var svo góð öllum
sem voru „öðruvísi" og áttu bágt.
Mig langar að kveðja þig með bæn-
inni sem þú kynntir mér á sínum
tíma.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta
því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Sigurjón Haraldsson.
Elsku besta stóra systir. Nú hef-
ur vindurinn hægt um sig og öldun-
um hefur lægt. Kyrrð og ró. Friður.
Þegar ég kom til þín niður á spítala
fann ég þig koma til mín svo rólega,
umvafða birtu og hlýju til þess að
segja mér að nú væri allt í lagi, þú
hefðir fundið frið. Loksins. Þó lá
líkami þinn meðvitundarlaus að
berjast fyrir lífinu. En sál þín hafði
valið leið og var lögð af stað í ferð.
Mín leiðin löng er síðan
églagðiuppáferð,
ég er ei efnismikið
og ekki lengi verð.
Vertu fljótur vinur,
ég veitt get svör við því
sem viltu fá að vita
um veðurofsans gný.
Vertu ei spara að spyrja
og spjara vel þinn hug,
flýt þér áður feykja
mér farvindar á bug.
Ég man vel eftir góðu og hlýju
systur minni, alltaf tilbúin að
hjálpa og gefa. Alltaf umburðar-
lynd, skilningsrík og barnelsk um-
fram allt. Þú tókst mig upp ný-
fædda og vildir svo víst ekki sleppa
mér eftir það. Við vorum því oft
saman systurnar og ansi margar
minningarnar. Svo margar ljúfsár-
ar minningar. Glerhúsið fyrir ofan
rúmið þitt þar sem ég fékk svo oft
að kúra. Bláu gallabuxurnar og
rauðu klossarnir sem þú keyptir
handa mér fyrir fyrstu launin þín.
Allt spjallið sem við áttum um
heima og geima. Allt. Ég man eftir
öllum stöðunum þar sem þú bjóst
en best man ég þó eftir okkur
heima í Blesugróf. Ég man glaðar
stundir og sárar stundir. Reyndar
man ég svo vel eftir þér, elsku stóra
systir, að ég man varla eftir sjálfri
mér. En veistu, ég er sú sem ég er
þín vegna, enginn hefur kennt mér
eins mikið um lífið og tilveruna eins
og þú. Þú varst einstök - en var ég
nokkurn tíma búin að segja þér
það? Sagði ég það ekki nógu oft eða
ekki nógu hátt? Alveg sama hvað
ég reyndi, gat ég ekki hjálpað þér
til að sjá þig eins og ég sá þig. Sí-
fellt meiri þoka og móða, öldu-
gangur og rok. Það eru nokkur ár
síðan ég varð að horfast í augu við
vanmátt minn og ég grét lengi þeg-
ar mér varð ljóst að alveg sama
hvað ég reyndi og vildi þá gat ég
ekki hjálpað þér eða breytt, heldur
aðeins þú sjálf. Eftir ótrúlega erf-
iða göngu hefur þú tekið þína
ákvörðun og ert lögð af stað. Ég
færði þér gömlu fenningarbiblíuna
mína á spítalann. Ég opnaði hana
þar sem stóð að þú yrðir að fara
heim í musteri Guðs og ég veit það,
systir mín, að nú ert þú engill Guðs
og skín skært eins og þú ein getur.
Ég veit líka að nú umvefur þú örm-
um þínum litla drenginn þinn sem
þú misstir og litluna hennar Lilju,
þú ert mamma og amma eins og þú
áttir að vera og vildir í raun sjálf!
Mikið er sárt að missa þig, systir
mín, og ég hef verið svo lengi að
missa þig. Ef þú bara vissir hvað ég
vildi taka það sem á miður fór á
milli okkar til baka. Ég elska þig og
sakna þín svo sárt. Ég veit samt að
þú ert ennþá hjá okkur öllum en
mest þó auðvitað hjá börnunum
þínum öllum. Já, þú skildir eftir
bestu og verðmætustu djásnin þín
hjá okkur að annast og elska; Lilju
Björgu, Elvar Skúla, Ingibjörgu
Karen, Daniel Aron, Gabríelu Mist
og Alexöndru Mist. Ég veit hvað þú
elskaðir þau öll jafnt og ofurheitt.
En sorgir þínar voru dýpri og
þyngri en svo að þú gætir borið
þær. Ég bið himneska krafta að
leiðbeina þeim, hjálpa og varðveita.
Ég kveð þig nú í bili, elsku systir
mín, það er erfitt og sárt. Ég veit
að þú ert farin í þína ferð og hefur
öðlast langþráðan frið í hjarta þínu.
Ég segi því eins og þú sagðir stund-
um við mig, „góða nótt, elsku syst-
ir“.
Þín litla systir,
Ragnheiður Linda.
Hinsta kveðja
í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Eg reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Votta foreldrum, börnum, systk-
inum og fjölskyldum þeirra mína
dýpstu samúð.
Megi Guð vaka og styrkja þau á
þessari erfiðu stundu.
Álfheiður E. Jónsdóttir
og fjölskylda.