Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ólympíumót fatlaðra í Sydney í Ástraliu Morgunblaðið/Jim Smart Bjarki Birgisson, Kristín Rós Hákonardóttir og Pálmar Guðmundsson við æfíngar í Kópavogi í vikunni. / Islensku keppendurnir farnir utan ÍSLENSKU keppendumir á Ólymp- íumóti fatlaðra héldu til Ástralíu í gær þar sem þeir munu dvelja í æf- ingabúðum fram að mótinu sem hefst þann 18. október nk. Að þessu sinni verða íslenskir keppendur á mótinu sex, Kristín Rós Hákonar- dóttir, Pálmar Guðmundsson, Bjarki Birgisson og Gunnar Örn Ól- afsson keppa öll í sundi en Geir Sverrisson og Einar Trausti Sveins- son keppa í frjálsum íþróttum. Ólaf- ur Magnússon, framkvæmdastjóri Iþróttasambands fatlaðra, sagði mikinn í hug í keppendum og góðan anda ríkja í hópnum sem fór áleiðis til Ástralíu í gær. Ólympíumót fatlaðra var haldið í fyrsta skipti árið 1960 og hefur stöðugt vaxið að umfangi síðan. Á Ólympíumótið í Sydney er búist við 4000 keppendum frá 125 löndum en keppt verður í 18 íþróttagreinum. fslenskir keppendur hafa jafnan staðið sig vel og er skemmst að minnast glæsilegs árangurs á Ól- ympíumótinu í Atlanta árið 1996. Samherji hf. áformar sjókvíaeldi Sex þúsund tonna eldisstöð á Reyðarfirði SAMHERJI hf. á Akureyri áfonnar að hefja sjókvíaeldi á laxi í Reyðar- firði, eftir því sem fram kemur í hér- aðsfréttablaðinu Austurlandi. Ætl- unin er að framleiða um 6.000 tonn af eldisfiski á ári og nýta íslenskan stofn af norskum uppruna við eldið. Fyrú-hugað er að eldiskvíum verði komið fyrir í norðanverðum Reyðar- firði eða á svæðinu utanvert frá Stóru-Breiðuvík inn að Hvammi. Gert er ráð fyrir að kvíarnar verði staðsettar 100-300 metra frá landi þar sem sjávardýpi er um 50 metrar. Aðstæður á Reyðarfirði eru taldar heppilegar til eldis. Fjörðurinn er djúpur, skjólsæll og lítil ölduhæð auk þess sem engar miklar laxveiðiár eru við Reyðarfjörð eða Eskifjörð og reyndar engar slíkar ár í næstu fjörðum. Smálaxar komi frá innlendri laxeldisstöð Gert er ráð fyrir að smálaxar sem notaðir verða í eldið komi frá inn- lendri laxeldisstöð, íslandslaxi hf. í Grindavík eða Silfurstjörnunni hf. í Öxarfirði. Áformað er að slátrun á eldisfiskinum muni fara fram í fisk- vinnsluhúsnæði Samherja á Eski- firði en einnig kemur til álita að slátrun fari fram í fiskvinnsluhús- næði á Reyðarfirði. Fiskurinn mun verða fluttur lifandi frá eldiskvíun- um til sláturaðstöðunnar. Hæstiréttur úrskurðar í máli oddvita Vestur-Landeyjahrepps Dómur í héraði ómerktur því játning lá ekki fyrir Fundað vegna útboðs á rekstri Herjólfs Annar fundur á mánudag VEGAMALASTJÓRI fundaði í gær með fulltrúum stjómar Herjólfs hf., bæjarstjórnar Vestmannaeyja og Árna Johnsen þingmanni vegna ósk- ar stjómar Herjólfs hf. um aðgang að gögnum Vegagerðarinnar sem stuðst var við í útreikningi kostnað- aráætlunar í útboði á ferjusiglingum. Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Herjólfs hf., sagði í gær að vegagerðin hefði lagt fram hluta af þeim gögnum sem um var beðið en það væri mat fulltrúanna frá Eyjum að þau væru ekki nægilega greinar- góð. Var ákveðið að funda aftur vegna þessa máls á mánudaginn. HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt héraðsdóm í máli Eggerts Haukdals, fyrrverandi oddvita Vestur-Land- eyjahrepps, og vísað málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Hæstiréttur segir að framburður Eggerts fyrir dómi hafi ekki verið með þeim hætti, að héraðsdómari hafi með réttu mátt líta svo á, að fyr- ir lægi skýlaus játning á sakargift- um í skilningi laga um meðferð opin- berra mála. Því hafi ekki verið lagaskilyrði til þess að taka málið til dóms sem játningarmál án frekari gagnaöflunar. Héraðsdómur dæmdi Eggert í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í mars sl., en hann hafði greitt hreppnum fjárhæðir sem ákært var fyrir áður en lögreglu- rannsókn hófst. Eggerti voru gefin að sök umboðs- svik fyrir að gefa út rúmlega einnar milljónar króna skuldabréf í nafni hreppsins með sjálfskuldarábyrgð sinni og tveggja annarra hrepps- nefndarmanna og eignfæra þá fjár- hæð á viðskiptareikning á nafni jarð- arinnar Eystra-Fíflholts. Lánsfénu hafi hann varið að meginhluta til greiðslu á skuldabréfi, sem verið hafi rekstri hreppsins óviðkomandi. I síðari lið ákæru var hann ákærð- ur fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér af fjármunum hreppsins samtals tæpar 1,2 milljónir, annars vegar með því að millifæra upphæðir á rekstur hreppsins sem útgjöld vegna ábyrgðar, heimildarlaust og án vitundar hreppsnefndar, og hins vegar látið færa fé til inneignar á viðskiptareikning sinn sem hafði verið gjaldfært hjá sveitarsjóði sem kostnaður vegna vegagerðar í hreppnum, án reikninga að baki þeirri færslu. Neitaði flestu fyrir dómi í dómi Hæstaréttar kemur fram að fyrir héraðsdómi kannaðist Egg- ert við að hafa gefið út skuldabréfið, sem hann hefði greitt upp. Hann hafnaði hins vegar orðinu umboðs- svik og ákæru vegna þessa. Hann hafnaði einnig fyrri hluta ákærunnar um fjárdrátt og sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um þann færslu- máta sem þar er tilgreindur fyrr en rannsókn málsins fór fram. Hann játaði síðari hluta ákærunnar um fjárdrátt. Hæstiréttur segir að skýringar Eggerts fyrir dómi og ummæli hans um tilteknar athafnir hans gefi ekki tilefni til að ætla, að hann hafi játað að þær hafi verið saknæmar og gerð- ar í auðgunarskyni. Af hálfu Eggerts voru fyrir STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra telur heppilegt að færa starfsemi Rannsóknarnefndar sjó- slysa að verulegu eða öllu leyti út á land. Hann segir verkefni nefndar- innar af þeim toga að henta ætti vel starfsemi utan höfuðborgarsvæðis- ins. „Það hafa tekið gildi ný lög um rannsóknir sjóslysa og með þeim hefur í raun verið tekin upp ný að- ferðafræði, lík þeirri sem beitt er við rannsóknir flugslysa," sagði Sturla við Morgunblaðið. Hann segir að gert sé ráð fyrir að Hæstarétti bornar brigður á hæfi héraðsdómara til að fara með málið, þar sem eiginkona dómarans hafí verið framkvæmdastjóri KPMG Lögmanna ehf. Allt hlutaféð í því fé- lagi var í eigu KPMG Endurskoð- unar hf., sem l'ét hreppsnefnd Vest- ur-Landeyjahrepps í té þá endurskoðunarskýrslu, er lögreglu- rannsókn og dómsmeðferð málsins byggðist á. Hæstiréttur segir rétt að héraðsdómari taki afstöðu til þessa áður en leyst verður efnislega úr málinu að nýju. umfang Rannsóknarnefndarinnar muni aukast, hún hafi haft einn fast- an starfsmann til þessa í Reykjavík en Ijóst sé að fleiri verði ráðnir til hennar á næstunni. „Þessi mál eru í vinnslu núna og engin ákvörðun hefur verið tekin um staðsetningu," bætir ráðherrann við, en nefnir að ákvörðun þurfi að liggja íyrir innan skamms tíma. Haraldur Blöndal hrl. hefur verið formaður Rannsóknarnefndarinnar um árabil, en nýr formaður nefndar- innar er Ingi Tryggvason, lögfræð- ingur í Borgarnesi. Auðlesið efni í MORGUNBLAÐINU í dag hefur göngu sína nýr þáttur sem heitir Auðlesið efni. Þama munu birtast fréttir líðandi stundar í sérstökum búningi og eru ætlaðar öllum þeim sem eiga erfitt með lest- ur. Þátturinn verður í Dag- legu lífi á fóstudögum. Fyrsti þátturinn birtist á baksíðu Daglegs lífs (8D) og er það von Morgunblaðsins að þess- ari tilraun verði vel tekið. a«yHajaaa Vala Ro&adðttlr 6 wrðlaunapalll é ólympluletkunum Kom, sá ogsigraði Forseta- kosnlngarí Júgóslavíu Dansarl í myrkrlnu frumsýnd Velslugestur gómaðl þjóf Norrænar stöðvar á brelð- bandlð Rannsóknarnefnd sjóslysa Heppilegl að færa starfsemina út á land Sérblöð í dag BIOBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM #«##•••••••••••••••••••••••••••••••••••• Sigurður Örn valinn í landsliðs- hópinn i knattspyrnu/Bl •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Nýliðarnir lögðu meistarana í körfuboltanum/B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.