Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 21 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar eiga að vera komin í gagnið eftir rúmt ár og munu þau greiða mjög fyrir um- ferð eftir Reykjanesbrautinni. Morgunblaðið/Þorkell Um Reykjanesbraut norðan Arnamesvegar fara um 21 þúsund bflar á sólarhring og verður jafnan talsverð töf á mótum Nýbýlavegar og við Breiðholtsbraut. Mjög aukin umferð vegna Smáralindar VEGNA mikillar uppbyggingar í Kópavogi sem verið hefur og verður á næstu misserum, bæði í íbúðabygg- ingum og atvinnuhúsnæði, er fyrir- sjáanleg stóraukin umferð umþessi nýju svæði. Mest umsvif eru í Smár- anum sem dregur til sín umferð úr öllum áttum; umferð sem kemur væntanlega um Reykjanesbraut, Amamesveg frá H afnai'fj arðarvegi og síðan Fífuhvammsveg. Þórarinn Hjaltason, bæjarverk- fræðingur í Kópavogi, segir að eins og staðan sé í dag sé útlit fyrir að uppbygging þjóðvega í nágrenni Smárans nái ekki að haldast nógu mikið í hendur við þá umferð sem trú- lega muni leita í Smáralind þegar opnað verður þar næsta haust. Sam- kvæmt vegaáætlun verður nauðsyn- legustu umbótum í nágrenninu ekki lokið fyrr en árið 2004 þannig að verði þeim ekki flýtt er hætt við að umferð- arhnútar geti myndast á þessu svæði. 12-18 þúsund bílar vegna Smáralindar Við Smáralind verða 3.000 bíla- stæði og segir Mrarinn að reiknað sé með að 0,7 til 1 bíll komi á slík stæði á klukkutíma. Þetta geti þýtt 6-9 þús- und bflar á þremur klukkustundum síðdegis sem yrði hrein viðbót við þá umferð sem fyrir er. Þessir bflar þurfa einnig að komast burt þannig að í raun er verið að tala um 12-18 þúsund bfla umferð vegna Smára- lindar. Flöskuhálsinn í umferðinni í aust- urhluta Kópavogs segir Þórarinn að sé á Reykjanesbrautinni við Nýbýla- veg og Breiðholtsbraut. Tafir þar muni lagast þegar mislægu gatna- mótin verða komin í gagnið þar eftir rúmt ár. Þórarinn segir brýnt í fram- haldi af því að ráðast í ýmsar fleiri endurbætur á Reykjanesbraut og bendir m.a. á gerð mislægra gatna- móta við Arnamesveg og breikkun brautarinnai’. Hann segir að sú aukna umferð sem leiti í Smáralind komi að einhveiju leyti frá Reykjavík um Hafnarfjarðarveg og Arnames- veg og því þurfi að auka afköstin á Amameshæðinni, helst með breikk- un götunnar allt að Reykjanesbraut og þar með brúarinnar yfir Hafnar- fjarðarveg. Önnur verkefni sem ráð- ast þarf í segir Þórarinn vera gerð slaufu fyrir hægri beygju af Hafnar- fjarðarvegi inn á Nýbýlaveg. Það kallar á að gatnamótunm við Skelja- brekku og Dalbrekku verði breytt og gerð ný gatnamót austar á Nýbýla- vegi og er þetta því talsvert mikil framkvæmd. Hún er á vegáætlun á næsta ári. Þá segir bæjarverkfræð- ingurinn einnig nauðsynlegt að gera einhverjar ráðstafanir á Nýbýlaveg- inum sjálfum í því skyni að auka um- ferðaröryggi þar. Um götuna fara nú um 20 þúsund bflar á dag og segir hann að ef til vill komi til álita að setja beygjuljós á sum gatnamótanna þar, helst við Þverbrekku, en Þórarinn segir að það sé allt óráðið ennþá. CAOUih Lyftarar Stefna hátt liprir í I snúningum i UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN AUÐBREKKU 1 200 KÓPAVOGI SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 I www.straumur.is I BJá[WeUa hárlagningar vökvinn er kominn aftur Hlíðarfótur og Kópavogsgöng HLÍÐARFÓTUR og göng undir Kópavog er stórframkvæmd sem talin er þörf á að ráðast verði í á næstu ámm og er þá verið að horfa um áratug fram í tímann. Era hug- myndir um þetta einkum frá ráð- gjöfum um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins. Þetta yrði framtíðartenging milli suðurhluta höfuðborgarsvæðisins og miðborg- arinnar og myndi létta mjög á Kringlumýrarbrautinni en vegna aukningar sem spáð er næstu einn til tvo áratugina er þessi leið talin óhjákvæmileg. Kópavogsgöngin myndu liggja frá Reykjanesbraut nokkru vestan Nýbýlavegar og gangamunninn í vestri yrði í Fossvogsdalnum rétt við Birkigrand. Þar yrði vegurinn ofanjarðar en færi að öllum líkind- um aftur í göng rétt vestan við Kringlumýrarbraut sem lægju und- ir kirkjugarðinum og opnuðust við Hlíðarfót sem mætir Flugvallarvegi nokkra norðar. Kostnaður við bæði göngin með tengingum og gatnamótum í endum og með tengingum við Kringlumýr- arbraut í Fossvogsdal era talin geta kostað 8 til 9 milljarða króna. Alls yrðu göngin kringum 3,5 km löng. Fossvogur Morgunblaðið/Kristinn Mikil umferð er að háskólasvæðinu og gengur umferð þá rólega um Hringbrautina um tíma á hverjum morgni. Fólks- og bílafjölgun kallar á framkvæmdir GERT er ráð fyrir að fólksfjölgun á höfúðborgarsvæðinu verði á næstu 20 árum kringum 36%, sem þýðir að íbúar verði hátt í 200 þúsund, og að bflaeign aukist úr 500 bflum á hveija þúsund íbúa í 600 bfla á sama tíma. Því er einnig spáð að umferð aukist um 40-50% en á síðasta ári jókst hún almennt um 3-4% og um 10-12% á jaðarsvæðum. Þetta kemur fram í gögnum um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæð- inu en á vegum þess hefur verið unn- ið að ýmsum athugunum varðandi umferðarmál í framtíðinni. Forsvarsmenn sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkur, Bessastaðahrepps, Garðabæjar, Ilafnarfjarðar, Mosfellsbæjar, Kópa- vogs og Seltjarnarness beindu á iiðn- um vetri ákveðnum tillögum til sam- gönguyfirvalda um framkvæmdir við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu árin 2000-2004. Er þar talin þörf á framkvæmdum fyrir rúma 10,2 milljarða króna. Aætlað er að fjár- festing í þjóðvegum á öllu skipulags- t imabilinu, eða á næstu 20 árum, þurfi að vera kringum 40 milljarðar króna. Til samanburðar benda for- ráðamenn sveitarfélaganna á að áætlað sé að bygging skóla og leik- skóla muni kosta sveitarfélögin um 30 milljarða króna og gatna- og hol- ræsakerfi nýrra hverfa um 25 millj- arða. Af þeim sökum þyki þeim eðli- legt að setja fram tillögur um svo mikil framlög. Ástæðumar eru með- al annars taldar þær að þörfin hafi safnast upp undanfarin ár og að aukning umferðar er meiri en áætl- að var. Þannig er bent á að hún hafi verið 3-4% í heild en á jaðarsvæðum 10-12% eins og áður er nefnt og er þar m.a. átt við umferð um Vestur- landsveg f Ártúnsbrekku, að og frá Grafarvogi, á Vesturlandsvegi að Mosfellsbæ og á Reykjanesbraut frá Breiðholtsbraut að Vífilsstaðavegi. Því er spáð að árið 2020 muni um 60 þúsund bflar fara um Reykja- nesbraut milli Arnamesvegar og Fífuhvammsvegar, 30 þúsund bflar um Kópavogsgöng, 34 þúsund um Hlíðarfót og 73 þúsund um Kringlu- mýrarbraut. Um vestari hluta Miklubrautar er gert ráð fyrir að fari um 41 þúsund bflar og 55 þús- und á kaflanum frá Kringlumýrar- braut að Sæbraut. Fæst í apótekum og stórmörkuðum WELLA - fyrir þig - Súrefiiisvörur Karin Herzog Silhouette
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.