Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 70
/70 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ORKUMJOLK
EINböNGU NÁTTÖRULE6
NCRINGAR- 06 BITIEFNt ^
Uppistaöan í Orkumjólk er léttmjólk.
Hún inniheldur ríflega dagskammt
af B12-vítamtni, þriðjung af ráðlögðum
dagskammti af B2- og D-vítamíni
og helming af ráðlögðum
dagskammti af kalki.
www.ms.is
FOLKIFRETTUM
MYNDBOND
Póstkort
frá paradís
Ströndin
(The Beach)
NETVERSLUN Á
mbl.is
Veður og færð á Netinu
(gjmbl.is
D r a m a
★
Leikstjóri: Danny Boyle. Handrit:
John Hodge. Aðalhlutverk:
Leonardo DiCaprio, Virginie
Ledoyen, Guillaume Canet, Tilda
Swinton. (119 mín.) Bandaríkin.
Skífan, 2000. Myndin er bönnuð
börnum innan 16 ára.
Með blaðinu
a morgun
Með blaðinu á
morgun fylgir 20
síðna blaðauki
um Tölvur og tækni
Tölvur
03 t&kni
STRÖNDIN er byggð á metsölu-
bók Alex Garlands sem lýsir ágæt-
lega þránni að komast út úr hinu
hraða samfélagi
dagsins í dag og
finna ósnortna para-
dís. Richard (Leon-
ardo DiCaprio) er
ungur Bandaríkja-
maður á bakpoka-
ferðalagi um Taíland
sem hittir vægast
sagt undarlegan
mann einn daginn sem kallar sig
Dafíy Duck (góður Robert Carlyle).
Daffy segir honum frá stað, rétt fyrir
utan Taíland, þar sem aðeins fáeinar
valinkunnar manneskjur búa í friði og
ró með ógrynni af vímuefnum til ynd-
isauka. Stuttu eftir finnst Dafíy látinn
á hótelherbergi sínu en Richard fær
kort þar sem paradísin er merkt inn.
Hann og franskt par ákveða að leita
að staðnum og finna hann loks. í upp-
hafi virðist allt vera eins og í draumi
en Adam var ekki lengi einn í paradís.
Eftir tvær frábærar myndir (Shallow
Grave og Trainspottin) gerðu þeir
John Hodge og Danny Boyle Living
Less Ordinaiy sem var frekar mis-
heppnuð vegamynd en það gerist oft
hjá bestu mönnum að myndir þeirra
hitta ekki alveg í mark. Þessi mynd
vekur hins vegar upp þá spurningu
hvort að þeir séu algjörlega brunnir
út. Það er engin persónusköpun í
henni og Boyle er svo upptekin af
glæsilegri náttúru landsins að hann
gleymir alveg að gæða söguna lífi
með einhverri dramatík. DiCaprio er
lélegur í hlutverki Richards og letju-
leg 1. persónu frásögn hans hræði-
lega illa unnin. Bók Garlands átti
miklu betra skilið en þetta skrípi.
Öttó Geir Borg
NYR
ÍÞRÓTTASALUR
Laugardaginn 30. september kl. 14:00 mun Hafnarfjarðarbær
afhenda Knattspyrnufélaginu Haukum nýjan og glæsilegan íþróttasal í
íþróttahúsinu áÁsvöilum.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilar
Bæjarstjórnin keppir við fulltrúa yngri kynslóðarinnar í knattspyrnu
Séra Einar Eyjólfsson blessar íþróttahúsið
íþróttaálfurinn mætir á svæðið
Hafnarfjarðarbær og Haukar bjóða til dagskrárinnar í opnu húsi áÁsvöllum.
ImW
Boðið er upp á hressingu tfUih' oelkðMtoifo!
Ristir ekki
djúpt
Stúlka, trufluð
(Girl, Interrupted)
Drama
★%
Leikstjóri: James Mangold. Hand-
rit: Mangold, Lisa Loomer og Anna
Hamilton Phelan. Byggt á bók
Susönnu Kaysen. Aðalhlutverk:
Winona Ryder, Angeiina Jolie,
Whoopi Goldberg og Vanessa
Redgrave. (127 mín) Bandaríkin,
1999. Skffan. Bönnuð innan 16 ára.
YFIRBORÐSKENND hinnar
stöðluðu Hollywood-framleiðslu sést
hvergi betur en í myndum á borð við
wmmmmmmmmmmmm þá sem hél' um
ræðir. Hún er
byggð á sjálfsævi-
sögulegri bók eftir
Susanne Kaysen,
sem lýsir dvöl sinni
á geðsjúkrahúsi
sem ung kona á
sjöunda áratugi
aldarinnar. Kvik-
myndahandritið
sem smíðað er upp úr bókinni virðist
hins vegar grunsamlega langt frá því
að lýsa einhverri reynslusögu úr
veruleikanum. Vistmennirnir sem
Susanne kynnist á geðsjúkrahúsinu
eru kunnuglegar staðaltýpur og at-
burðarásin er vandlega uppbyggð
samkvæmt lögmálum kvikmynda-
handrita. Þá virðast engin eiginleg
geðræn vandamál hrjá vistmenn,
þeir virðast alltaf kunna réttu svörin
og skilja allt best, eins og kemur
fram í dramatískri uppgjörssenu
undir lok myndarinnar. Sálræn
vandamál aðalpersónunnar komast
mjög illa til skila, og einu merki geð-
truflunar sem hún sýnir koma fram í
atriði þar sem hún rakar á sér
fótleggina án þess að nokkurt ein-
asta hár sé þar fyrir. Umbyltinga-
tímar sjöunda áratugarins eiga að
virka eins og leiðarstef í myndinni og
vísa til samfélags sem reynir að bæla
frumlegt og gagnrýnið fólk með því
að loka það inni á stofnunum. Þessi
þáttur sögunnar hefði getað orðið
áhugaverður, en er unnin með of
miklu hálfkáki til að virka almenni-
lega. Winona Ryder sýnir mjög
þroskaðan leik í hlutverki aðalpers-
ónunnar en frammistaða Angelinu
Jolie er hins vegar ljóslega ofmetin.
Þessi kvikmynd er fyrst og fremst
áferðarfalleg og vel unnin tæknilega
en ristir grunnt.
Heiða Jóhannsdóttir
SUSHI
á föstudögum
Tilbúnir bakkar
með blönduðum fisk
og hrísgrjónarúllum
ÉK
náttúrulega!
Æilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi