Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 29 ERLENT Dauðsfall af völd- um fuglaveirunnar í Bandaríkjunum Hælir Verka- manna- flokknum NELSON Mandela, fyrrver- andi forseti Suður-Afríku, kom fulltrúum á flokksþingi brezka Verkamanna- flokksins í Brighton í gott skap í gær, er hann hældi stefnu flokksins í ávarpi á flokksþing- inu. Mandela, sem nú er 82 ára, var fagnað með gríðarlegu lófataki jafnvel áður en hann sagði orð, og hróp og blístur að- dáenda hans meðal flokksþings- gesta héldu áfram löngu eftir að hann yfirgaf sviðið, hönd í hönd með Tony Blair forsætisráð- herra. Hældi Mandela Verka- mannaflokknum fyrir staðfestu í stefnu sinni gegn aðskilnaðar- stefnu hvíta minnihlutans í heimalandi hans, og fyrir að vera sjálfum sér samkvæmur í að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. Síamství- buradómi ekki áfrýjað FORELDRAR sjö vikna gam- alla síamstvíburasystra í Bret- landi hafa ákveðið að áfrýja ekki dómi sem felldur var í síðustu viku um að læknum væri heimilt að aðskilja tvíburana, þótt for- eldramir væru því mótfallnir. Systurnar munu báðar deyja verði aðgerðin ekki gerð, en að- eins önnur á möguleika á að lifa aðskilnaðinn af. Lögmaður for- eldranna, sem eru mjög trúaðir kaþólikkar frá Möltu, greindi frá því í gær, að þeir myndu ekki áfrýja dómi héraðsdóms í Brighton til æðsta dómstóls Bretlands, lávarðadeildarinnar. Staða Stoltenbergs skánar BÆÐI Jens Stoltenberg, for- sætisráðherra minnihluta- stjómar Verkamannaflokksins í Noregi, og Carl I. Hagen, leið- togi Framfaraflokksins og aðal- mótherji forsætisráðherrans í stjómmálunum um þessar mundir, geta glaðzt yfir niður- stöðum nýjustu skoðanakönn- unarinnar, sem gerð var fyrir norska blaðið Nationen. Fylgi við Verkamannaflokkinn mæl- ist nú með 26,5%, sem er 4,4% meira en í síðustu sambærilegu könnun, en Framfaraflokkurinn bætir einnig heilu 7,1 pósent- ustigi við fylgi sitt og er nú með 31,9%- Allir aðrir flokkar tapa fylgi, samkvæmt könnuninni. Bótakröfur samþykktar NEFND Sameinuðu þjóðanna, sem hefur umsjón með stríðs- skaðabótagreiðslum íraks vegna Flóabardaga, samþykkti í gær 15,9 milljarða dollara kröfu Kúveitstjórnar á hendur írökum í skaðabætur fyrir olíu úr olíulindum Kúveits, sem tap- aðist í stríðinu. New York, Hackensack. AP, AFP. NYR veirufaraldur sem kenndur er við Vestur-Níl, afbrigði fugla- veirunnar sem á síðasta ári olli dauða sjö New York-búa, veldur bandarískum yfirvöldum nú um- talsverðum áhyggjum. Nú á dög- unum dró veiran fyrsta fórnarlamb sitt í Bandaríkjunum á þessu ári til dauða, New Jersey-búann Anthony Opalka. Auk hans hafa síðan tólf manns sýkst í New York og fjórir í New Jersey. „Fólk ætti ekki að láta hræðsl- una ná tökum á sér,“ sagði Christ- ie Whitman ríkisstjóri New Jersey er hún greindi frá dánarorsök Op- alka. Hvatti hún fólk þó til að bera skordýrafælur og klæðast lang- erma fatnaði en fuglar og moskít- óflugur eru helsta smitleiðin. Ólíkleg’t að fleiri tilfelli greinist í ár Á síðasta ári létust sjö manns úr fuglaveirunni í Bandaríkjunum og 55 til viðbótar sýktust en veirunn- ar, sem ollið hefur dauða 14 ísr- aelsmanna í ár, varð þá í fyrsta skipti vart á vesturhveli jarðar. I ár hefur veiran síðan fundist víða í fuglum og moskítóflugum í norðausturhluta Bandaríkjanna og hafa heilbrigðisyfirvöld lýst yfir undrun sinni á að veiran hafi ekki greinst víðar í mönnum. Að mati Tom Skinner, talsmanns sjúk- dómavarna ríkisins (CDC), er þó ólíklegt að fleiri tilfelli greinist í ár þar sem moskítóflugum fækkar með kólnandi veðurfari. í fyrra var hins vegar gripið til þess ráðs að úða skordýraeitri úr flugvél yfir New York-borg. Nílarvírusinn hefur ýmist í för með sér einkenni er líkjast flensu, eða er einkennalaus með öllu, og getur hann reynst hættulegur ungum börnum, eldra fólki og fólki með lélegt ónæmiskerfi. Kynniseintak meö Grand Prix 3 tölvuleiknum fylgir með í hvert skipti sem þú kaupir Shell Formula eldsneyti. Þú keppir á tölvunni þinni og skráir árangurinn á www.shell.is Verðlaun 1. Ferð fyrir tvo, gisting og boðsmiðar á Formúlu 1 í Silverstone á Englandi í maí 2001. 2. Compaq Presario ferðatölva frá BT tölvum. 3.-7. Tölvustýri frá BT tölvum. 8.-48. Ferraribolir Grand Prix 3 tölvuleikirnir eru til sölu á flestum Shellstöðvum meðan á keppninni stendur. COMPACl ORANORBSLa Mandela
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.