Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 29
ERLENT
Dauðsfall af völd-
um fuglaveirunnar
í Bandaríkjunum
Hælir
Verka-
manna-
flokknum
NELSON Mandela, fyrrver-
andi forseti Suður-Afríku, kom
fulltrúum á flokksþingi brezka
Verkamanna-
flokksins í
Brighton í
gott skap í
gær, er hann
hældi stefnu
flokksins í
ávarpi á
flokksþing-
inu. Mandela,
sem nú er 82
ára, var fagnað með gríðarlegu
lófataki jafnvel áður en hann
sagði orð, og hróp og blístur að-
dáenda hans meðal flokksþings-
gesta héldu áfram löngu eftir að
hann yfirgaf sviðið, hönd í hönd
með Tony Blair forsætisráð-
herra. Hældi Mandela Verka-
mannaflokknum fyrir staðfestu
í stefnu sinni gegn aðskilnaðar-
stefnu hvíta minnihlutans í
heimalandi hans, og fyrir að
vera sjálfum sér samkvæmur í
að berjast gegn fátækt og
hungri í heiminum.
Síamství-
buradómi
ekki áfrýjað
FORELDRAR sjö vikna gam-
alla síamstvíburasystra í Bret-
landi hafa ákveðið að áfrýja ekki
dómi sem felldur var í síðustu
viku um að læknum væri heimilt
að aðskilja tvíburana, þótt for-
eldramir væru því mótfallnir.
Systurnar munu báðar deyja
verði aðgerðin ekki gerð, en að-
eins önnur á möguleika á að lifa
aðskilnaðinn af. Lögmaður for-
eldranna, sem eru mjög trúaðir
kaþólikkar frá Möltu, greindi
frá því í gær, að þeir myndu
ekki áfrýja dómi héraðsdóms í
Brighton til æðsta dómstóls
Bretlands, lávarðadeildarinnar.
Staða
Stoltenbergs
skánar
BÆÐI Jens Stoltenberg, for-
sætisráðherra minnihluta-
stjómar Verkamannaflokksins í
Noregi, og Carl I. Hagen, leið-
togi Framfaraflokksins og aðal-
mótherji forsætisráðherrans í
stjómmálunum um þessar
mundir, geta glaðzt yfir niður-
stöðum nýjustu skoðanakönn-
unarinnar, sem gerð var fyrir
norska blaðið Nationen. Fylgi
við Verkamannaflokkinn mæl-
ist nú með 26,5%, sem er 4,4%
meira en í síðustu sambærilegu
könnun, en Framfaraflokkurinn
bætir einnig heilu 7,1 pósent-
ustigi við fylgi sitt og er nú með
31,9%- Allir aðrir flokkar tapa
fylgi, samkvæmt könnuninni.
Bótakröfur
samþykktar
NEFND Sameinuðu þjóðanna,
sem hefur umsjón með stríðs-
skaðabótagreiðslum íraks
vegna Flóabardaga, samþykkti
í gær 15,9 milljarða dollara
kröfu Kúveitstjórnar á hendur
írökum í skaðabætur fyrir olíu
úr olíulindum Kúveits, sem tap-
aðist í stríðinu.
New York, Hackensack. AP, AFP.
NYR veirufaraldur sem kenndur
er við Vestur-Níl, afbrigði fugla-
veirunnar sem á síðasta ári olli
dauða sjö New York-búa, veldur
bandarískum yfirvöldum nú um-
talsverðum áhyggjum. Nú á dög-
unum dró veiran fyrsta fórnarlamb
sitt í Bandaríkjunum á þessu ári
til dauða, New Jersey-búann
Anthony Opalka. Auk hans hafa
síðan tólf manns sýkst í New York
og fjórir í New Jersey.
„Fólk ætti ekki að láta hræðsl-
una ná tökum á sér,“ sagði Christ-
ie Whitman ríkisstjóri New Jersey
er hún greindi frá dánarorsök Op-
alka. Hvatti hún fólk þó til að bera
skordýrafælur og klæðast lang-
erma fatnaði en fuglar og moskít-
óflugur eru helsta smitleiðin.
Ólíkleg’t að fleiri
tilfelli greinist í ár
Á síðasta ári létust sjö manns úr
fuglaveirunni í Bandaríkjunum og
55 til viðbótar sýktust en veirunn-
ar, sem ollið hefur dauða 14 ísr-
aelsmanna í ár, varð þá í fyrsta
skipti vart á vesturhveli jarðar.
I ár hefur veiran síðan fundist
víða í fuglum og moskítóflugum í
norðausturhluta Bandaríkjanna og
hafa heilbrigðisyfirvöld lýst yfir
undrun sinni á að veiran hafi ekki
greinst víðar í mönnum. Að mati
Tom Skinner, talsmanns sjúk-
dómavarna ríkisins (CDC), er þó
ólíklegt að fleiri tilfelli greinist í ár
þar sem moskítóflugum fækkar
með kólnandi veðurfari. í fyrra
var hins vegar gripið til þess ráðs
að úða skordýraeitri úr flugvél yfir
New York-borg.
Nílarvírusinn hefur ýmist í för
með sér einkenni er líkjast flensu,
eða er einkennalaus með öllu, og
getur hann reynst hættulegur
ungum börnum, eldra fólki og fólki
með lélegt ónæmiskerfi.
Kynniseintak meö Grand Prix 3
tölvuleiknum fylgir með
í hvert skipti sem þú kaupir
Shell Formula eldsneyti.
Þú keppir á tölvunni þinni
og skráir árangurinn á
www.shell.is
Verðlaun
1. Ferð fyrir tvo, gisting og boðsmiðar á Formúlu 1
í Silverstone á Englandi í maí 2001.
2. Compaq Presario ferðatölva frá BT tölvum.
3.-7. Tölvustýri frá BT tölvum.
8.-48. Ferraribolir
Grand Prix 3 tölvuleikirnir eru til sölu á flestum Shellstöðvum
meðan á keppninni stendur.
COMPACl
ORANORBSLa
Mandela