Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 37 Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Eitt af verkum Þórðar Hall á einkasýningu hans í Listasafni Kópavogs. Austurlensk kyrrð MYNDLIST Listasafn Kópavogs MÁLVERK ÞÓRÐUR HALL Til 8. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. ÞÓRÐUR Hall heldur nú einkasýningu í Listasafni Kópa- vogs. Til skamms tíma hefur gætt í verkum hans sterkra geo- metrískra áhrifa sem orsakað hafa vissa deyfð í verkum hans líkast því að þau væru gerð eftir skapalónum. Nú er allt í einu sem þessari sterku hólfun sé skákað með lýrísku pensilfari og litrænni tilfinningu svo nú eru þessi stærð- fræðilegu gildi á hröðu undan- haldi fyrir einhverju sem kalla mætti austurlenska íhugun. Eftir þvi sem Þórður segir sjálfur eru þessi dulúðugu lands- lagsverk hans huglæg minni en ekki raunveruleg sjónræn upplif- un frammi fyrir ákveðnu um- hverfi. Þetta gerir aðferðir hans enn austurlenskari en tæknin sjálf gefur til kynna. Kínverskir málarar og japanskir eftirmenn þeirra tömdu sér smám saman tækni sem byggðist á því að horfa á náttúruna og kanna hana í þaula en mála ekki fýrr en upplifunin var orðin minning. Það er enginn vafi á að þessi sýning er sú lang- besta sem Þórður hefur haldið. Svo virðist sem hann hafi tekið mið af því besta sem fram hefur komið í íslenskri landslagslist síð- ustu áratuga og byggt á þeim at- hugunum sinn eigin impressjón- íska náttúruheim. Allt er sem í móðu, eyjar og haf, en á ákveðn- um stöðum á fletinum þéttast lit- irnir og kalla fram eitthvað sem minnir á túnblett, gras, hamar eða klettaveggi. Þessi þétting er auðvitað býsna skyld því sem gerðist á striganum hjá Turner gamla, þegar meistar- inn enski var að fást við gufuskip og eimreiðir í regnstormi og þoku- súld. Það breytir þvi þó ekki að Þórður ljær myndum sínum nægi- lega sterkan persónulegan svip til að gera þessar endurspeglanir upplifunarinnar að sínum mynd- heimi. Þannig er tækni hans orðin að lifandi miðlun áhrifa um leið og mýktin læðist inn. Það er engu lík- ara en Þórði hafi allt í einu skilist að miðilinn þarf ekki að neyða til neins. Með því að stýra honum til góðra verka sæi pensillinn og lit- imir um flest af því sem nægði tit að hafa erindi sem erfiði. Það er gaman að verða vitni að slíkum já- kvæðum breytingum. Halldór Björn Runólfsson www.naten.is Þúsundir íslendinga nota fædubótarefnin frá lUaten af ólíkum ástædum. NATEN' Hvað gæti Naten gert fyrir þig ? J Fæst í apótekum og sérverslunum um land allt. /Hnrnðourmil Perlunni agb The Evergreens Songs oflretand Okkarverð 299 Ýmsir flytjendur The Best Ever Ctassics Okkar verð 299 jussi Björling Best Recordíngs 1 Okkarverð 699 The Dubliners Seven Drunken Nights Okkarverð 499 Coldplay Paracnutes Almenntverð 2199 Okkarverð 1699 BARin Vk Hiii ■ j ; Barry White The Uttimate Cottection Atmenntverð 2199 Okkar verð 1699 Macy Gray On how tife fs Atmenntverð 2199 Okkarverð 1699 Britney Spears Oopst... I did ít again Almenntverð 2199 Okkarverð 1699 Cat Stevens The Uttimate Cottection Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 Abba Gotd Atmenntverð 2199 Okkarverð 1699 The Doors Greatest Hits Almenntverð 2199 Okkarverð 1699 Aretha Franklin Amazing Grace 2 CD verð 1699 Forvarnir skipta sköpum • Naten - órofin heild!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.