Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Rannsóknarhús Háskólans á Akureyri Rætt um að flytja Náttúrugripa- safnið í húsið BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur tekið vel í þá hugmynd að Náttúrugripasafnið á Akureyri verði sett upp í væntanlegu rann- sóknarhúsi Háskólans á Akureyri. Munum safnsins var pakkað niður í lok sumars og þeir settir í geymslu. Að sögn Ingólfs Ármann- ssonar menningarfulltrúa Akur- eyrarbæjar eru aðalástæður þess þær að óvissa ríkti um framtíðar- staðsetningu þess, en safnið hefur verið í húnsæði sem tilheyrir Tón- listarskólanum á Akureyri og var nú í haust brýn þörf fyrir það rými sem safnið tók vegna starfsemi tónlistarskólans. Safnið yrði í sameiginlegn miðrými Hugmyndin um að koma safninu fyrir í rannsóknarhúsi háskólans kemur frá Jóni Þórðarsyni for- stöðumanni sjávarútvegsdeildar háskólans en hann á sæti í undir- búningshópi vegna byggingar rannsóknarhússins. Hugmynd Jóns er sú að verulegur hluti safnsins yrði í sameiginlegu miðrými hússins og yrði það vænt- anlega öllum opið virka daga frá morgni fram á kvöld líkt og há- skólinn almennt. Að hluta til þyrfti safnið væntanlega afmarkað eigið rými, auk aðgengis að kennslu- og rannsóknarrými. Að öllum líkindum mun Náttúru- fræðisetrið á Akureyri flytja starf- semi sína í rannsóknarhús háskól- ans og að mati forsvarsmanna þess þykir æskilegt að safnið fylgi setr- inu svo sem verið hefur. Bæjarráð samþykkti að þeir Ingólfur og Karl Guðmundsson sviðsstjóri myndu vinna áfram að þessu máli og sagði Ingólfur að fyrir lægi að ræða við fulltrúa í umhverfisráðuneytinu um hug- myndina. Hann sagði að vinna þyrfti hratt að málinu, þvi skriður væri kominn á undirbúning við rannsóknarhúsið. Ljóst yrði að vera strax á hönnunarstigi hvort safnið yrði í húsinu. Bæjarráð samþykkir að sækja um viðbótarlán vegna leiguibúða Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Sigutjón Arason, yfirverkfræðingur á Rannsóknastofnun fískiðnaðarins, kynnir í fyrirlestri sínum leiðir til að auka gæði og verðmæti aflans. Sjómenn fræddir um bætta meðferð afla Flateyri - Sjómenn og fiskverkend- ur á Flateyri fjölmenntu á fyrirlest- ur um bætta meðferð afla sem sjáv- arútvegsráðuneytið stóð fyrir í þremur bæjarfélögum á Vestfjörð- um á dögunum. Fyrirlesarar voru þeir Sigurjón Arason, yfirverkfræð- ingur á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, og Garðar Sverrisson, deildarstjóri gæðaeftirlits Fiski- stofu. Fræðsluherferð sjávarútvegs- ráðuneytisins um bætta meðferð afla er tilkomin í lgölfar könnunar á löndun dagróðrabáta sem gerð var í landinu á tímabilinu frá september 1998 fram í október 1999. Þá kom í ljós að um 45% aflans sem landað var á tímabilinu kom óísaður á land. En rannsóknir hafa leitt í ljós að sé fiskur geymdur einn dag óísaður er búið að rýra geymsluþol hans um 7 daga og slík rýrnun gæða er óviðun- andi í markaðssetningu matvæla. Fiskkaupendur erlendis verða að geta treyst því að fiskurinn sem þeir fá sendan frá Islandi sé alltaf fyrsta flokks og ekki á síðasta snúningi. Könnun á ástandi afla við upp- skipun var endurtekin núna í sumar og kom þá í ljós að mikil bragarbót hafði orðið á kælingu því hlutfall afla sem kom á land ísaður eða í krapa var komið upp í 85%. Enn koma þó um 15% afla dagróðrarbáta í landinu ókæld með öllu á land og markmið sjávarútvegsráðuneytisins að sjá svo til að hver einasti fiskur verði í framtíðinni ísaður um borð í bátunum. Aðeins með því móti er hægt að tryggja fyrsta flokks afurð- ir. En það mun einnig vera vilji sjó- manna og fiskverkenda á Flateyri eins og mæting á fyrirlesturinn gaf til kynna. Um 60 manns á biðlista BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær að sótt verði um lánsheimildir til viðbótar- lána að fjárhæð 300 milljónir króna og vegna leiguíbúða að fjár- hæð 50 milljónir króna. Húsnæðisnefnd Akureyrar sam- þykkti á fundi í síðustu viku að sækja um lán til kaupa á leiguí- búðum að upphæð 50 milljónir króna og kemur fram í minnisblaði Guðríðar Friðriksdóttur, starfs- manns húsnæðisdeildar, að sú upp- hæð dugi til kaupa á sjö til átta íbúðum á næsta ári. Leiguíbúðum Akureyrarbæjar .........."" ' Dragtir KS. SELECTION hefur fjölgað um tólf á tímabilinu frá síðustu áramótum og til loka septembermánaðar. Fyrirhugað er að kaupa fimm til sex íbúðir í við- bót á þessu ári. Þá komu inn til leigu sjö íbúðir sem leigðar voru Félagsstofnun stúdenta á síðasta ári, þannig að á árinu 2000 koma því alls inn 25 nýjar íbúðir til út- hlutunar sem leiguíbúðir Akureyr- arbæjar. Alls 210 íbúðir í útleigu Alls voru 210 íbúðir í útleigu á vegum Akureyrarbæjar 1. septem- ber síðastliðinn. Nú eru um 60 um- sækjendur á biðlista eftir íbúðum, flestir eða helmingur þeirra bíða eftir tveggja herbergja íbúð, 20 eru á biðlista eftir þriggja her- bergja íbúð og 10 bíða eftir fjög- urra herbergja íbúð eða stærri. Búið er að úthluta íbúðum til 50 umsækjenda á þessu ári. Fjöldi umsækjenda á biðlista hefur hald- ist nokkuð stöðugur frá áramótum, þrátt fyrir að þeim íbúðum sem til ráðstöfunar eru hafi fjölgað. Neðst á Skólavörðustíg fiorp-skc/ Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Ljósmynd/Guðmundur Karl Ulfar Guðniundsson prófastur flutti húsblessun, Páll Pétursson félags- málaráðherra tók húsið formlega í notkun og Sigurlín Sigurgeirsdóttir, elsti íbúi Sólheima, afhjúpaði skjöld með upplýsingum um bygginguna. Bláskúgar í Sól- heimum í notkun PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra tók fyrir viku formlega í notkun nýtt heimili að Sólheimum. Líkt og önnur íbúðarhús í byggðahverfinu fékk húsið nafngift úr verkum nóbels- verðlaunaskáldsins Halldórs Laxness ogvar nefnt Bláskógar. I Bláskógum búa 6 manns í fjórum einstaklingsíbúðum og einni paríbúð. Þá er í húsinu starfsstöð og góð að- staða íyrir starfsfólk. Bláskógar er „heldrimannahús“ og sérhannað fyrir þarfir einstaklinga sem þurfa sértæka þjónustu vegna öldrunar og búa við skerta hreyfi- og starfsgetu af heilsufarsástæðum. I húsinu er aðstaða fyrir íbúa, sem ekki geta stundað fulla vinnu, til afþrey- ingar og léttra sérverkefna. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tók fyrstu skóflustungu að Bláskógum í desem- ber 1998. Páll Pétursson tók húsið formlega í notkun og sr. Úlfar Guð- mundsson, prófastur Ámesinga, flutti húsblessun. Bláskógar er sau- tjánda húsið að Sólheimum sem Árni Friðriksson, arkitekt hjá Arkitektum Skógarhlíð ehf., teiknar. Húsið er byggt af Styrktarsjóði Sólheima og fjármagnað með láni frá íbúðarlánasjóði og framlagi úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra. Byggingar- kostnaður er um 50 milljónir króna. Atburður þessi var lokaþátturinn í viðamikilli dagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Sólheima. Nýtt íbúðarhverfí á ísafírði Fratn- kvæmdir geta hafist strax í vor ísafirði - Hægt verður að hefja framkvæmdir á nýju byggingarsvæði inni í firði á Isafírði í vor. Þeir sem áhuga hafa á því að reisa einbýlishús eða raðhús á þessum stað geta sótt um lóðir hjá Isa- fjarðarbæ. Ekki hafa verið neinar íbúðarhúsabyggingar á nýju svæði á ísafirði í mörg ár eða frá því að hús voru byggð í Seljalandshverfi. Hér er um að ræða svæðið innan við verslunarmiðstöðina Ljónið. Elísabet Gunnarsdótt- ir arkitekt hefur gert skipu- lagsuppdrætti af hinu nýja hverfi. Einungis er eftir að fá staðfestingu embættis skipu- lagsstjóra en ekki er kunnugt um neina meinbugi á því. „Núna getum við sagt að við höfum nóg af byggingar- lóðum“, segir Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri. „Við höf- um fengið nokkuð af fyrirspurnum en nú viljum við safna saman umsóknum enda er það nauðsynlegt áður en bærinn fer í miklar fram- kvæmdir á svæðinu.“ REYKIAVÍK-VESTMANNAEYIAR-REYKIAVIK Fjórum sinnui Bókaðu í síma 570 3030 og 4813300 V6ÍÍ Ííí 8*53® ^T.meSflujvallanköttnn FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is • www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.