Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 18

Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Rannsóknarhús Háskólans á Akureyri Rætt um að flytja Náttúrugripa- safnið í húsið BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur tekið vel í þá hugmynd að Náttúrugripasafnið á Akureyri verði sett upp í væntanlegu rann- sóknarhúsi Háskólans á Akureyri. Munum safnsins var pakkað niður í lok sumars og þeir settir í geymslu. Að sögn Ingólfs Ármann- ssonar menningarfulltrúa Akur- eyrarbæjar eru aðalástæður þess þær að óvissa ríkti um framtíðar- staðsetningu þess, en safnið hefur verið í húnsæði sem tilheyrir Tón- listarskólanum á Akureyri og var nú í haust brýn þörf fyrir það rými sem safnið tók vegna starfsemi tónlistarskólans. Safnið yrði í sameiginlegn miðrými Hugmyndin um að koma safninu fyrir í rannsóknarhúsi háskólans kemur frá Jóni Þórðarsyni for- stöðumanni sjávarútvegsdeildar háskólans en hann á sæti í undir- búningshópi vegna byggingar rannsóknarhússins. Hugmynd Jóns er sú að verulegur hluti safnsins yrði í sameiginlegu miðrými hússins og yrði það vænt- anlega öllum opið virka daga frá morgni fram á kvöld líkt og há- skólinn almennt. Að hluta til þyrfti safnið væntanlega afmarkað eigið rými, auk aðgengis að kennslu- og rannsóknarrými. Að öllum líkindum mun Náttúru- fræðisetrið á Akureyri flytja starf- semi sína í rannsóknarhús háskól- ans og að mati forsvarsmanna þess þykir æskilegt að safnið fylgi setr- inu svo sem verið hefur. Bæjarráð samþykkti að þeir Ingólfur og Karl Guðmundsson sviðsstjóri myndu vinna áfram að þessu máli og sagði Ingólfur að fyrir lægi að ræða við fulltrúa í umhverfisráðuneytinu um hug- myndina. Hann sagði að vinna þyrfti hratt að málinu, þvi skriður væri kominn á undirbúning við rannsóknarhúsið. Ljóst yrði að vera strax á hönnunarstigi hvort safnið yrði í húsinu. Bæjarráð samþykkir að sækja um viðbótarlán vegna leiguibúða Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Sigutjón Arason, yfirverkfræðingur á Rannsóknastofnun fískiðnaðarins, kynnir í fyrirlestri sínum leiðir til að auka gæði og verðmæti aflans. Sjómenn fræddir um bætta meðferð afla Flateyri - Sjómenn og fiskverkend- ur á Flateyri fjölmenntu á fyrirlest- ur um bætta meðferð afla sem sjáv- arútvegsráðuneytið stóð fyrir í þremur bæjarfélögum á Vestfjörð- um á dögunum. Fyrirlesarar voru þeir Sigurjón Arason, yfirverkfræð- ingur á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, og Garðar Sverrisson, deildarstjóri gæðaeftirlits Fiski- stofu. Fræðsluherferð sjávarútvegs- ráðuneytisins um bætta meðferð afla er tilkomin í lgölfar könnunar á löndun dagróðrabáta sem gerð var í landinu á tímabilinu frá september 1998 fram í október 1999. Þá kom í ljós að um 45% aflans sem landað var á tímabilinu kom óísaður á land. En rannsóknir hafa leitt í ljós að sé fiskur geymdur einn dag óísaður er búið að rýra geymsluþol hans um 7 daga og slík rýrnun gæða er óviðun- andi í markaðssetningu matvæla. Fiskkaupendur erlendis verða að geta treyst því að fiskurinn sem þeir fá sendan frá Islandi sé alltaf fyrsta flokks og ekki á síðasta snúningi. Könnun á ástandi afla við upp- skipun var endurtekin núna í sumar og kom þá í ljós að mikil bragarbót hafði orðið á kælingu því hlutfall afla sem kom á land ísaður eða í krapa var komið upp í 85%. Enn koma þó um 15% afla dagróðrarbáta í landinu ókæld með öllu á land og markmið sjávarútvegsráðuneytisins að sjá svo til að hver einasti fiskur verði í framtíðinni ísaður um borð í bátunum. Aðeins með því móti er hægt að tryggja fyrsta flokks afurð- ir. En það mun einnig vera vilji sjó- manna og fiskverkenda á Flateyri eins og mæting á fyrirlesturinn gaf til kynna. Um 60 manns á biðlista BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær að sótt verði um lánsheimildir til viðbótar- lána að fjárhæð 300 milljónir króna og vegna leiguíbúða að fjár- hæð 50 milljónir króna. Húsnæðisnefnd Akureyrar sam- þykkti á fundi í síðustu viku að sækja um lán til kaupa á leiguí- búðum að upphæð 50 milljónir króna og kemur fram í minnisblaði Guðríðar Friðriksdóttur, starfs- manns húsnæðisdeildar, að sú upp- hæð dugi til kaupa á sjö til átta íbúðum á næsta ári. Leiguíbúðum Akureyrarbæjar .........."" ' Dragtir KS. SELECTION hefur fjölgað um tólf á tímabilinu frá síðustu áramótum og til loka septembermánaðar. Fyrirhugað er að kaupa fimm til sex íbúðir í við- bót á þessu ári. Þá komu inn til leigu sjö íbúðir sem leigðar voru Félagsstofnun stúdenta á síðasta ári, þannig að á árinu 2000 koma því alls inn 25 nýjar íbúðir til út- hlutunar sem leiguíbúðir Akureyr- arbæjar. Alls 210 íbúðir í útleigu Alls voru 210 íbúðir í útleigu á vegum Akureyrarbæjar 1. septem- ber síðastliðinn. Nú eru um 60 um- sækjendur á biðlista eftir íbúðum, flestir eða helmingur þeirra bíða eftir tveggja herbergja íbúð, 20 eru á biðlista eftir þriggja her- bergja íbúð og 10 bíða eftir fjög- urra herbergja íbúð eða stærri. Búið er að úthluta íbúðum til 50 umsækjenda á þessu ári. Fjöldi umsækjenda á biðlista hefur hald- ist nokkuð stöðugur frá áramótum, þrátt fyrir að þeim íbúðum sem til ráðstöfunar eru hafi fjölgað. Neðst á Skólavörðustíg fiorp-skc/ Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Ljósmynd/Guðmundur Karl Ulfar Guðniundsson prófastur flutti húsblessun, Páll Pétursson félags- málaráðherra tók húsið formlega í notkun og Sigurlín Sigurgeirsdóttir, elsti íbúi Sólheima, afhjúpaði skjöld með upplýsingum um bygginguna. Bláskúgar í Sól- heimum í notkun PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra tók fyrir viku formlega í notkun nýtt heimili að Sólheimum. Líkt og önnur íbúðarhús í byggðahverfinu fékk húsið nafngift úr verkum nóbels- verðlaunaskáldsins Halldórs Laxness ogvar nefnt Bláskógar. I Bláskógum búa 6 manns í fjórum einstaklingsíbúðum og einni paríbúð. Þá er í húsinu starfsstöð og góð að- staða íyrir starfsfólk. Bláskógar er „heldrimannahús“ og sérhannað fyrir þarfir einstaklinga sem þurfa sértæka þjónustu vegna öldrunar og búa við skerta hreyfi- og starfsgetu af heilsufarsástæðum. I húsinu er aðstaða fyrir íbúa, sem ekki geta stundað fulla vinnu, til afþrey- ingar og léttra sérverkefna. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tók fyrstu skóflustungu að Bláskógum í desem- ber 1998. Páll Pétursson tók húsið formlega í notkun og sr. Úlfar Guð- mundsson, prófastur Ámesinga, flutti húsblessun. Bláskógar er sau- tjánda húsið að Sólheimum sem Árni Friðriksson, arkitekt hjá Arkitektum Skógarhlíð ehf., teiknar. Húsið er byggt af Styrktarsjóði Sólheima og fjármagnað með láni frá íbúðarlánasjóði og framlagi úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra. Byggingar- kostnaður er um 50 milljónir króna. Atburður þessi var lokaþátturinn í viðamikilli dagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Sólheima. Nýtt íbúðarhverfí á ísafírði Fratn- kvæmdir geta hafist strax í vor ísafirði - Hægt verður að hefja framkvæmdir á nýju byggingarsvæði inni í firði á Isafírði í vor. Þeir sem áhuga hafa á því að reisa einbýlishús eða raðhús á þessum stað geta sótt um lóðir hjá Isa- fjarðarbæ. Ekki hafa verið neinar íbúðarhúsabyggingar á nýju svæði á ísafirði í mörg ár eða frá því að hús voru byggð í Seljalandshverfi. Hér er um að ræða svæðið innan við verslunarmiðstöðina Ljónið. Elísabet Gunnarsdótt- ir arkitekt hefur gert skipu- lagsuppdrætti af hinu nýja hverfi. Einungis er eftir að fá staðfestingu embættis skipu- lagsstjóra en ekki er kunnugt um neina meinbugi á því. „Núna getum við sagt að við höfum nóg af byggingar- lóðum“, segir Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri. „Við höf- um fengið nokkuð af fyrirspurnum en nú viljum við safna saman umsóknum enda er það nauðsynlegt áður en bærinn fer í miklar fram- kvæmdir á svæðinu.“ REYKIAVÍK-VESTMANNAEYIAR-REYKIAVIK Fjórum sinnui Bókaðu í síma 570 3030 og 4813300 V6ÍÍ Ííí 8*53® ^T.meSflujvallanköttnn FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is • www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.