Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 57,
MINNINGAR
+ Sigurjóna Krist-
insdóttir __ var
fædd á Gili í Öxnadal
28. október 1905.
Hún lést í Landakots-
spítala 22. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Kristinn Magnús-
son, f. 25.12. 1856, d.
10.6. 1916, og María
Sigurðardóttir, f.
26.2. 1868, d. 16.4.
1915. Hún átti sex
systkini. Þau hétu Jó-
hannes, Sigurður,
Sigríður, Jóhanna,
Margrét og Sigurrós, sem er á lífi
og býr á Akureyri.
Eignmaður Sigurjónu var
Gunnar F. Guðmundsson, f. 12.6.
Hún amma er dáin. Jóna amma
okkar, eins og hún var kölluð,
hefði orðið 95 ára í næsta mánuði,
hefði hún lifað og það er sko eng-
inn smáaldur. Enda var þraut-
seigja hennar mikil og dugnaður
og fyrir það minnumst við hennar.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu á Skúlagötuna, þar sem hún
bjó lengi ásamt Gumma syni sín-
um. Þangað voru allir velkomnir,
stórir sem smáir og tók hún sér-
staklega vel á móti barnabörnum
sínum, hvenær sem þau birtust við
dyr hennar. Og þegar við vorum
farin að geta farið sjálf í bæinn,
var það mest spennandi að heim-
sækja ömmu áður en haldið var
heim aftur. Hún talaði við okkur
með þeirri virðingu og eftirtekt
sem ekki var algengt að viðhöfð
1912, d. 28.5. 1987,
þau skildu. Þau eign-
uðust fimm börn.
Þau eru: 1) Björgvin
Rósant, f. 3.2. 1936,
d. 1.2. 1937. 2) Krist-
inn Marinó, f. 23.8.
1934, d. 15.7. 1979.
3) Erla, f. 5.5. 1938.
4) Björgvin Rósant,
f. 26.5. 1941, d.
10.12. 1972. 5) Guð-
mundur Magni, f.
4.11. 1942. Auk þess
lætur hún eftir sig
myndarlegan hóp
ömmubarna og lang-
ömmubarna.
Utför Sigurjónu fer fram í Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
væri gagnvart börnum á þeim tím-
um. Alltaf lagði hún sig fram um
að allir fengju eitthvað í gogginn
og enginn mátti fara svangur frá
henni. Hún hringsnerist í kringum
mann og var áfram um að allir
borðuðu sem mest. Oftar en ekki
stóðum við á blístri. Amma var
mjög myndarleg húsmóðir. Hún
bakaði mikið og voru smákökurnar
hennar alveg sérstaklega góðar.
Enda var það snilld líkast að horfa
á hana handleika deigið sem alltaf
var jafn sprungulaust og fínt. í
augum barnsins var það töfrum
líkast og bragðið ógleymanlegt.
Amma var Norðlendingur í húð
og hár og bar hún það vel með sér
í talanda og háttum. Nú þegar hún
hefur skilið við erum við þess
fullviss að hún er komin á æskus-
lóðir sínar. Við kveðjum hana
elsku ömmu okkar með hjartahlýj-
um minningum með þessum orðum
skáldsins:
Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla,
lék í ljósi sólar,
lærði hörpu að stilla
hann, sem kveða kunni
kvæðin ljúfu, þýðu,
skáld í muna og munni,
mögur sveita-blíðu.
(Hannes Hafstein.)
María H. og Jón Gunnar
Kristinsbörn.
Við viljum með nokkrum orðum
kveðja hana Jónu ömmu og þakka
henni fyrir þær samverustundir
sem við áttum. Þó það hafi verið
langt að fara til hennar og Gumma
frænda fórum við mjög oft, þar
sem hún bjó á Skúlagötunni og við
í Hafnarfirði. Margs er að minnast
og margs er að sakna. Frá því við
munum eftir okkur var alltaf eitt-
hvað til hjá henni, lummur eða
annað góðgæti.
Okkur hefur verið sagt að á sín-
um yngri árum hafi amma orðið að
vinna mikið og ekki talið það eftir
sér og verið eftirsóttur starfs-
kraftur, vegna þess hversu dugleg
og samviskusöm hún var.
Amma var ævinlega hress og
kát, sá alltaf björtu hliðarnar á
öllu, enda þótt lífið léki ekki alltaf
við hana.
Þú varst alveg einstök. Við
kveðjum þig svo, elsku amma.
Þökkum fyrir allar ljúfu stundirn-
ar og alla þá ást og umhyggju sem
þú gafst okkur.
Blessuð sé minning þín.
Júlíana (Úlla) og Hafdís
(Dísa).
SIGURJÓNA
KRIS TINSDÓTTIR
Judit Polgar og Bologan
sigruðu á minningarmót-
inu um Najdorf
SKAK
Ruenos Aires
MINNINGARMÓT UM
MIGUEL NAJDORF
18.-27. sept. 2000
JUDIT Polgar og Victor Bolog-
an sigruðu á minningarmótinu um
Miguel Najdorf sem lauk í Argen-
tínu á miðvikudag. Lokaumferðin
leit út fyrir að geta orðið spennandi
þar sem þau Judit Polgar og Bol-
ogan voru efst og jöfn og mættust í
síðustu umferð. Þau sömdu þó um
jafntefli eftir 24 leiki og tryggðu
sér með því efsta sætið. Þar með
átti Anatoly Karpov (2.699) kost á
að ná þeim að vinningum með sigri
gegn einum stigalægsta kepp-
andanum, Pablo Ricardi (2.488).
Fyrirfram var talið að sigurinn
mundi reynast Karpov auðveldur,
en hann hafði hvítt í skákinni. Eftir
39. leik Karpovs, Khl, kom þessi
staða upp:
Eins og sjá má er Karpov peði
yfir. Það var hins vegar klukkan
sem setti strik í reikninginn því
Karpov var fallinn á tíma og tapaði
þar með skákinni. Þetta var eina
tapskák Karpovs á mótinu og í stað
þessa að deila efsta sætinu með
Bologan og Polgar varð hann að
sætta sig við fjórða sætið, þar sem
Nigel Short náði að skjótast upp
fyrir hann með sigri á Diego Flores
í síðustu umferðinni. Lokaúrslitin
á mótinu urðu þessi:
1. Judit Polgar 6‘/2 v.
2. Viktor Bologan 6V2 v.
3. Nigel D. Short 6 v.
4. Anatoly Karpov SVá v.
5. Pablo Ricardi 4V4 v.
6. Vadim Milov 4 v.
7. Rafael Leitao 4 v.
8. Facundo Pierrot 3'/2 v.
9. Gilberto Milos 3 v.
10. Diego Flores IV2 v.
Skemmtikvöld
Skemmtikvöld skákáhuga-
manna verður haldið í kvöld, föstu-
daginn 29. september kl. 20 í Hell-
isheimilinu, Þönglabakka 1.
Að þessu sinni verður
stórmeistarinn Hannes Hlífar
Stefánsson aðalgestur kvöldsins,
en Hannes hefur náð frábærum
árangri að undanförnu.
Aðgangseyrir er kr. 500, en hann
rennur óskiptur til styrktar skák-
mótahaldi hér á landi. Skákáhuga-
menn eru hvattir til að mæta og
taka með sér gesti.
Haustmót, TR
Haustmót Taflfélags Reykjavík-
ur 2000 hefst sunnudaginn 1. októ-
ber nk. kl. 14 og lýkur með hrað;
skákmóti 29. október. í
aðalkeppninni verða tefldar ellefu
umferðir og verður keppendum
raðað í flokka með hliðsjón af Eló;
skákstigum og tefla allir við alla. í
opna flokknum verður teflt eftir
Monrad-kerfi. Lokaskráning verð-
ur laugardaginn 30. september kl.
14-20. Umferðatafla:
1. sunnud. 1.10. kl. 14-18:30
2. miðv.d. 4.10. kl. 19:30-24
3. sunnud. 8.10. kl. 14-18:30
4. miðv.d. 11.10. kl. 19:30-24
5. föstud. 13.10. kl. 19:30-24
6. sunnud. 15.10. kl. 14-18:30
7. miðv.d. 18.10. kl. 19:30-24
8. föstud. 20.10. kl. 19:30-24
9. sunnud. 22.10. kl. 14-18:30
10. mánud. 23.10. kl. 19:30-24
11. miðv.d. 25.10. kl. 19.30-24.00
Tímamörk: P/2 klst. á 30 leiki +
45 mín. til að Ijúka skákinni.
Verðlaun í A-flokki: 1. verðlaun
60.000 kr., 2. verðlaun 30.000 kr., 3.
verðlaun 20.000 kr. Mótsgjald er
4.000 kr. fyrir 18 ára og eldri (3.000
kr. fyrir félagsmenn TR), 3.000 kr.
fyrir 15-17 ára (2.000 kr. fyrir fé-
lagsmenn TR) og 2.000 kr. fyrir 14
ára og yngri (1.500 kr. fyrir félags-
menn TR).
Tekið er við skráningum í mótið í
síma TR 588 4113 og 896 3969 eða
með tölvupósti (rz@itn.is).
Hraðskákmót TR fer fram 29.
október kl. 14:00. Verðlaunagripir
fyrir efstu þrjú sætin.
Haustmót TR - unglingaflokk-
ur: Keppni fer fram laugardagana
7. og 14. október. Tefldar verða sjö
umferðir eftir Monrad-kerfi með
30 mín. umhugsunartíma.
Verðlaunagripir og verðlauna-
peningar fyrir fimm efstu sætin
auk bókaverðlauna.
Skákmót á næstunni
29.9. Hellir. Skemmtikvöld
29.9. SA Skylduleikjamót
29.9. SÍ. Norðurl.mót
grunnsk.sv.
1.10. SA. 15 mínútna mót
1.10. TR. Haustmót
7.10. TR. Haustmót, unglfl.
9.10. Hellir. Atkvöld
Daði Örn Jónsson
+
Faðir okkar,
MATTHÍAS JOCHUMSSON,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Seljahlíð
þriðjudaginn 26. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudag-
inn 29. september kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hins látna, er bent á Blindrafélagið.
Erla Schoellkopf, Þórunn Matthíasdóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BÖÐVAR ARI EGGERTSSON,
Selvogsgrunni 13,
Reykjavík,
sem andaðist þriðjudaginn 19. septemþer
verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn
2. október kl. 15.
Guðjón Böðvarsson, Guðríður Sveinsdóttir,
Sigrún Böðvarsdóttir, Lúðvík Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
JÓHANNS KRISTJÁNSSONAR,
Holtastíg 8,
Bolungarvík.
Evlalia Sigurgeirsdóttir,
Halldóra Jóhannsdóttir, Jóhann Magnússon,
Margrét Jóhannsdóttir, Bjarni L. Benediktsson,
Sigurgeir G. Jóhannsson, Guðlaug Elíasdóttir,
Oddný H. Jóhannsdóttir, Kristján L. Möller,
Bjarni K. Jóhannsson, Anna S. Jörundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BERTHU KARLSDÓTTUR,
Suðurhólum 18,
Reykjavík.
Markús Örn Antonsson, Steinunn Ármannsdóttir,
Karl Magnússon, Vigdís A. Guðmundsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir, Óskar Sigurðsson,
Erla Kristfn Magnúsdóttir, Halldór Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hiýhug vegna andláts
og við útför elskulegs eiginmanns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
BÁRÐAR GUNNARSSONAR,
Lyngholti 6,
Akureyri.
Halldóra Guðmundsdóttir,
Guðmundur Bárðarson, Steingerður Steinarsdóttir,
Jóhanna Bárðardóttir, Guðni Þóroddsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna
fráfalls eiginmanns míns,
HALLGRÍMS VIGFÚSSONAR,
Borgarfirði eystra.
Emilía L orange
og fjölskylda.