Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 29. SBPTEMBER 2000 55
GUNNAR
SVEINSSON
+ Gunnar Sveins-
son fæddist á
Ilalldórsstöðurn í
Ljósavatnshreppi, S-
Þing. 22. mars 1926.
Hann lést 14. sept-
ember síðastliðinn
og fór útfor hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 26. septem-
ber.
Sumarið 1947 voru
72 stúdentar útskrif-
aðir úr Menntaskólan-
um í Reykjavík. Þetta
var í sólríkum júní-
mánuði og það var ljúf stund, þeg-
ar við settum upp stúdentshúfur
og stungum skírteini í vasa eða
tösku. Og öll horfðum við björtum
augum fram á veginn. Síðan eru
liðin 53 ár og hefur nýstúdentun-
um þá vegnað á ýmsa vegu eins og
gengur. Þeir völdu sér nýjan vett-
vang til þess að starfa á og dreifð-
ust út og suður. Á þessum langa
tíma hafa verið höggvin skörð í
okkar raðir og í hvert sinn hverfur
hugurinn ósjálfrátt til gömlu
menntaskólaáranna.
í dag kveðjum við einn skólafé-
laga okkar og samstúdent, Gunnar
Sveinsson skjalavörð, sem lést 21.
september, 74 ára að aldri. Hann
ólst upp hjá foreldrum sínum, séra
Sveini Víkingi, þjóðþekktum fræði-
manni, og konu hans Sigurlaugu
Gunnarsdóttur, en
þau voru bæði ættuð
úr Norður-Þingeyjar-
sýslu. Gunnar bar
þess merki í orði og
æði að hann hafði alist
upp á miklu menning-
arheimili.
Gunnar var meðal-
maður á hæð, grann-
vaxinn, mjóleitur,
dökkhærður og setti
undir sig höfuðið.
Hann var hlédrægur
og óáleitinn, en fæld-
ist ekki félagsskap og
sótti jafnan árlegar
samkomur okkar skólafélaganna.
Best naut hann sín á fárra manna
tali, þá hafði hann uppi sögur,
margar kímnar. Gunnar var tón-
elskur og spilaði vel á hljóðfæri, en
vildi samt ekki að hátt færi, og
hann var farsæll námsmaður.
Eftir stúdentspróf skráði Gunn-
ar sig í íslensk fræði í Háskóla ís-
lands, sóttist honum námið vel og
lauk veru sinni þar með magist-
ersgráðu. Hann varð síðan skjala-
vörður í Þjóðskjalasafni Islands og
var hann þar á réttri hillu sökum
lærdóms síns, vandvirkni og glögg-
skyggni. Jafnframt vinnu sinni á
safninu vann hann við ýmiss konar
fræðistörf. Sérstaklega ber að
minnast vandaðrar útgáfu hans á
mörgum bindum Alþingisbóka Is-
lands á vegum Sögufélags, en í það
KRISTJÁN
BJÖRNSSON
+ Kristján Björns-
son fæddist í
Reykjavík 5. maí
1972. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi 10. september
siðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 21.
september.
Kær vinur er dáinn.
Okkur langaði til að
kveðja þig með nokkr-
um orðum.
Við kynntumst
Krissa í Breiðholtsskóla og vorum
við saman alla skólagönguna.
Eftir skóla var alltaf farið í leiki í
götunni okkar, Skriðustekknum,
langt fram á kvöld. Það var svo gam-
an, skemmtilegast fannst þér að fara
í feluleikinn Einakrónu.
Þú varst aðalkvennagullið í skól-
anum, allar stelpurnar skotnar í þér,
enda varstu algjör gullmoli, alltaf
svo rólegur og þægilegur. Eftir
skólagönguna fórum við hvert í sína
áttina en við fengum alltaf fréttir af
þér, hvað þér gengi vel í lífinu. Það
voru forréttindi að fá að kynnast þér.
Guð veri með þér og ástvinum þín-
um.
Þínarvinkonur,
Lilja og Sólveig.
Okkur langar til að minnast og
kveðja æskufélaga okkar, Kristján,
sem svo skyndilega var tekinn frá
okkur í blóma lífsins. Við félagarnir
vorum svo lánsamir að kynnast
Kristjáni snemma á lífsleiðinni og
myndaðist þá strax vinskapur sem
hefur haldist alla tíð síðan. Kristján
var gæddur þeim einstaka hæfileika
að sjá alltaf björtu hliðarnar á tilver-
unni. Hann tók öllum eins og þeir
voru og átti auðvelt með að koma
fólki í gott skap með skemmtilegum
frásögnum sínum. Það var þessi eig-
inleiki ásamt heiðarleika og góðvild í
garð annarra sem gerði það að verk-
um að fólk sótti í vinskap hans enda
var hann vinamargur. Við félagarnir
eigum ótal góðar minningar af sam-
verustundum okkar með Kristjáni í
gegnum tíðina og í gegnum þessar
minningar mun Kristján alltaf verða
hluti af okkar félags-
skap.
Félagi okkar var
kvaddur alltof fljótt úr
þessum heimi og hefð-
um við viljað hafa sam-
verustundimar mun
fleiri en nú getum við
einungis sameinast í
sorginni og geymt í
hjarta okkar góðar
minningar um góðan
dreng.
Maður bara trúir
ekki að þú sért farinn,
að við eigum ekki eftir
að upplifa fleiri góðar
stundir saman, hefur ómað í hugum
okkar undanfarna daga. Við fráfall
þitt hefur verið höggvið skarð í vina-
hópinn sem aldrei verður fyllt.
Við vottum unnustu Kristjáns og
fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð
í sorg þeirra.
Eg miimist þín í vorsins bláa veldi,
er vonir okkar stefndu að sama marki,
þær týndust ei í heimsins glaum og harki,
og hugann glöddu á björtu sumarkveldi.
Þín sál var öll hjá fógrum lit og h'num,
og ljóðsins töfraglæsta dularheimi.
Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi,
í ljóssins dýrð, á hugar-vængjum þínum.
Eg sakna þín, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægur-glys.
Á horfna tímans horíi ég endurskin,
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr.)
Minning þín er perla sem ávallt
mun fylgja okkur.
Þínir vinir að eilífu.
Ari, Eiríkur, Hjalti
og Sigurgeir.
Ég segja vil með orðum það sem býr í
brjósti mér,
en þögnin er svo skerandi þú ert ei lengur
hér,
brunnur minn er tómur í honum ekkert er,
ég segja vil með orðum það sem býr í bijósti
mér.
(Hjalti.)
Elsku Kristján.
verk fór stór hluti ævitíma hans.
Á þessari stundu kveðjum við
Gunnar Sveinsson og þökkum góð-
um dreng fyrir samfylgdina.
Fyrir hönd samstúdenta,
Árni Guðjónsson,
Stefanía Pétursdóttir,
Jón Guðnason.
Fyrir röskum mánuði hitti ég
Gunnar Sveinsson í síðasta sinn.
Hann bar þá líkamleg merki sjúk-
dómsins sem varð honum að ald-
urtila, en andinn var samur og
jafn.
Að vera samvistum við Gunnar
Sveinsson gat verið eins og að
horfa á lokaðan blómknapp og bíða
eftir að hann spryngi út.
Og það kom fyrir að Gunnar,
þessi hlédrægi og hógværi maður,
sprakk út.
Fróðleikur aldanna svall honum
á tungu, galdur íslenskrar ljóðlist-
ar fór á kostum, annað veifið frum-
saminn og þá alltaf dýrt kveðinn,
glettinn og stundum grár.
Það var hátíð þegar Gunnar eldi
seiði sína.
Til hins síðasta, meðan kraftar
leyfðu og vel það, sat hann nær
daglega í Þjóðarbókhlöðu og iðkaði
fræði sín.
Verk Gunnars líkjast manninum.
Þau láta lítið yfir sér við fyrstu
sýn, en hafa gull að geyma þegar
dýpra er skyggnst. Það eru for-
réttindi að hafa þekkt Gunnar
Sveinsson, og minningin um hann
er fjársjóður.
Við sem erfum þennan fjársjóð,
þökkum fyrir samveruna.
Helgi Haraldsson, Ósló.
Við erum svo þakklát fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Þjóðhátíðarnar í Eyjum, kaffi-súp-
amir eins og við kölluðum það þegar
við hittumst og ræddum heimsmálin
á okkar einstæða máta. Síðasta
stundin sem við áttum öll saman
þegar við fórum út að borða með þér,
Helgu og Eiríki er sem gull í minn-
ingu okkar. Takk fyrir allt.
Kveðja til vinar míns:
Hve sárt ég hef þín saknað
síðan þú kvaddir mig.
Með sorg og brostið hjarta
ég bið Guð að blessa þig.
Það svo erfitt er að skiija
og lífsins tilganginn að sjá,
svo ungur þú kvaddir að Guðs vilja
úr þessum heimi, okkur frá.
Hvað sem yfir dynur,
ég gat alltaf treyst á þig.
Þú varst sannur góður vinur,
ogoftþústyrktirmig.
Ó hve góður var sá tími
sem við áttum hér með þér.
Þó hann komi ekki aftur
þá býr minning í huga mér.
Nú verð ég víst að kveðja vinur,
en hvað er hægt að segja.
I eyrum mínum óma
þeir sem Guðimir elska, ungir deyja.
(Hjalti.)
Helga, Sigrún og fjölskylda, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð,
Guð veri með ykkur.
Þínir vinir að eilífu.
Hjalti og Björk.
FANNEY
HER VARSDÓTTIR
+ Fanney Hervar-
sdóttir fæddist í
Súðavík í Álftafírði
17. júní 1931. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 17. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Akranes-
kirkju 26. septem-
ber.
Kæra vinkona.
„Ég leit eina lilju í holti
hún lifði hjá steinum á
mel“.
Alltaf þegar við heyrum þennan
söng dettur okkur vinkonum og
söngsystrum í litla sönghópnum
okkar hún Fanney Hervars í hug.
Við höfum komið saman í nokkur
ár og rifjað upp gömul og róman-
tísk lög, spilað á gítar og sungið
okkur til ánægju og alltaf varst þú
með nýjan og góðan texta á vörun-
um. Það var sama hvar við bárum
niður; þú kunnir alltaf eitthvað sem
við hinar hjálpuðumst svo að við að
rifja upp. Sjálf áttir þú einkar gott
með að setja saman texta og lög en
hélst því þó sem mest fyrir þig og
fjölskylduna, fannst ekki að það
ætti að fara lengra. Nú er söngur-
inn þinn hljóðnaður elsku vinkona
og gítarinn þinn þagnaður en við
geymum okkar dýr-
mætu minningar um
þig sem munu fylgja
okkur um ókomin ár.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraft-
ur
mín veri vöm í nótt.
Æ virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég rofi
rótt.
(Þýð. Sv. E.)
Við sendum innileg-
ar samúðarkveðjur til
aldraðrar móður, son-
anna og fjölskyldna þeirra, systk-
ina og annarra vandamanna.
Kær vinkona er nú gengin, hjart-
ans þakkir fyrir allt og allt, elsku
Fanney, góður Guð geymi þig.
Söngsystur.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðlr okkar,
tengdafaðir og afi,
ALBERT STEFÁNSSON
skipstjóri,
Miðgarði,
Fáskrúðsfirði,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 25. sept-
ember.
Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 2. október kl. 15.00.
Guðrún Einarsdóttir,
Stefán Albertsson, Snjólaug Valdimarsdóttir,
Þórhildur Albertsdóttir, Elfas Ólafsson,
Margrét Albertsdóttir, Guðmundur K. Erlingsson,
Kristín Björg Albertsdóttir
og afabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HERMANNS ST. BJÖRGVINSSONAR,
Gullsmára 9.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkr-
unarfólki á deild 14e á Háskólasjúkrahúsi
Landspítala við Hringbraut.
Kristín Fjóla Þorbergsdóttir,
Björgvin Hermannsson, Sigríður Jóhannsdóttir,
Ardís Erlendsdóttir,
Katrín Hermannsdóttir,
Unnur Hermannsdóttir, Jón Aspar,
Stella Hermansson,
Sigurrós Hermannsdóttir, Olgeir S. Sverrisson.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sfmi 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
■Ci
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
5^^, með þjónustu allan
sólarhringinn.
%
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.