Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 1
ATVINNURAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR15. OKTÓBER BLAÐ E ISAL Verkfræöingar - tæknifræðingar - sérfræðingar ISAL er stærsta iðnfyrirtæki landsins. Fyrirtækið vinnur eftir gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi og er stöðugt að leita betri leiða til þess að ná markmiðum sínum. Til þess þarf ISAL vel menntað starfsfólk sem nýtur þess ao vinna í hópi og kann að sýna frumkvæði. Auk samkeppnishæfra launa býður fyrirtækið fjölbreytta möguleika til símenntunar og starfsþróunar. íslenska álfélagið óskar eftir að ráða einstakl- inga til eftirtalinna starfa: Framleiðsluskipulagning og sala Leitað er að einstaklingi til starfa innan hóps í steypuskála sem sér um áætlanagerð, framleiðslu- skipulagningu og sölumál. Starfssvið hópsins er • Samskipti við viðskiptavini • Áætlanagerð og framleiðsluröðun • Framlegðarútreikningar Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði verk-, tækni- eða rekstrarfræði Þekking á helstu aðferðum framleiðsluskipulagningar • Mjög góð almenn tölvukunnátta • Góð enskukunnátta nauðsynleg og þýsku- eða frönskukunnátta æskileg Framleiðslueftirlit - Umsjón efnagreininga Leitað er að einstaklingi til þess að hafa umsjón með nýlegum alsjálfvirkum búnaði til sýnameð- höndlunar og litrófsgreiningar steypusýna. Honum til stuðnings er mæla- og rafeindaverkstæði. Starfssvið • Ábyrgð og umsjón með rekstri efnagreininga í steypuskála • Tölfræðilegar samantektir á sviði framleiðslueftirlits • Rýning og miðlun upplýsinga Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði raunvísinda, verk- eða tæknifræði • F’ekking á helstu tölfræðiaðferðum • Mjög góð almenn tölvukunnátta og áhugi á tölvubúnaði • Góð enskukunnátta Marmafl rAðningar og rAdgjOf Ráöningarstofur Gallup og Ráðgarðs sameinast i Mannafli Furugerði 5*108 Reykjavík • Sími: 533 1800 • mannafl.is • mannafl@mannafl.is GALLUP RÁÐGARÐUR B| Verkefnastjórnun tölvumála steypuskála Leitað er að einstaklingi til starfa innan hóps sem sinnir tölvumálum steypuskála. Starfsmaðurinn mun vera staðgengill hópstjóra. Starfssvið hópsins er: • Stjómun verkefna á upplýsingatæknisviði • Þarfagreining á hug- og vélbúnaði • Framsetning og forgangsröðun verkefna • Samræming tölvumála við aðrar deildir fyrirtækisins Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði tækni- eða rekstrarfræði eða sambærileg menntun • Reynsla af verkefnastjórnun og gagnavinnslu • Þekking á framleiðsluferlum og iðntölvustýringum • Góð ensku- og tölvukunnátta ISAL leitar að framsæknum einstaklingum sem búa yfir frumkvæði og metnaði í starfi til þess að takast á við krefjandi störf í síbreytilegu umhverfi. Viðkomandi aðilar þurfa að hafa mikla hæfni til þess að starfa sjálfstætt sem og í hópi. Nánari upplýsingar: Ragnheiður S. Dagsdóttir (ragnheidur@mannafl.is) hjá Mannafli. Vinsamlega sendið umsóknir til Mannafls fyrir 20. október n.k. merkt: „ISAL“ og viðeigandi starfi. .vinna.is aTvinnunHfuun Kíktu á vinna.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.