Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ DÓTTURFÉLAC 'í**' SÍMANS Miðheimar hugbúnaðarveita kerfisþjónusta Markaðsstjóri Miðheima Miðheimar, hugbúnaðarveita, leita að framúrskarandi einstaklingi í stöðu markaðsstjóra. Miðheimar er nýstofnað fyrirtæki á sviði hugbúnaðarveitu og kerfisþjónustu í eigu Símans. Miðheimar hafa þegar skipað sér í hóp stærstu fyrirtækja á þessu sviði með yfir 50 framúr- skarandi starfsmenn innanborðs og sterka viðskiptavini. í framtíðinni mun það heyra sögunni til að hvert og eitt fyrirtæki reki eigin tölvudeild eða kaupi sjálft eigin hugbúnaðarleyfi. Miðheimar munu taka við þessu hlutverki og sérhæfa sig í að veita fyrirtækjum vél- og hugbúnaðarþjónustu gegn föstu gjaldi. (starfinu felst yfirumsjón með markaðs-, sölu- og kynningarmálum Miðheima. Starfinu fylgir virk þátttaka í stjórnendahópi fyrirtækisins. Starfið er einstakt tækifæri fyrir einstakling með brennandi áhuga á nýjustu tækni og frumkvæði til að takast á við ný verkefni þar sem markaður hugbúnaðarveitu og kerfisþjónustu er enn að taka á sig mynd og þroskast. Helstu verkefni markaðsstjóra eru: • Gerð markaðs- og söluáætlana • Þátttaka í vöruþróun og verðlagningu • Umsjón með kynningarmálum Miðheimar leita að öflugum einstaklingi sem býr yfir hæfni, frumkvæði, lipurð í mannlegum samskiptum og færni til að fylgja málum eftir til lykta. Menntun eða reynsla á sviði markaðs- og tæknimála er áskilin. Frekari upplýsingar veitir Ingibjörg Thors, ráðningarstjóri, í síma 550 6477. Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 25. október nk. og skal umsóknum skilað til Miðheima, Thorvaldsenstræti 4, 101 Reykjavík, merktum „Markaðsstjóri Miðheima". REYKJAVIKURBORG auglýsir eftir almennum styrk- umsóknum og ábendingum vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2001 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2001. Auglýst er eftir umsóknum og tillögum borgarbúa og hagsmunasamtaka (t.d. íbúa- samtaka) um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má í Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur og á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send ef óskað er. Umsóknir skulu sendar til eftirtalinna aðila eftir því sem efni þeirra gefa tilefni til. FÉLAGSMÁLARÁÐ auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði félags- og heilbrigðismála í Reykjavík. Umsóknir til Félagsmálaráðs skulu berast til Auðar Vilhelmsdóttur, Félagsþjónustunni, Síðumúla 39,108 Reykjavík. FRÆÐSLURÁÐ auglýsir eftir umsóknum um styrki til skóla- og fræðslumála, einkum vegna nemenda á grunnskólaaldri. Umsóknirtil Fræðsluráðs skulu berast til Sigurbjöms Knudsen, Fræðslumiðstöðinni, Fn1<irkju- vegi 1,101 Reykjavík. Auglýst verður sérstaklega eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði grunnskóla Reykjavikur í janúar árið 2001. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ auglýsir eftir umsóknum um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfa f Reykjavík og eftir styrkjum vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Umsóknir til íþrótta- og tómstundaráðs skulu berast til Helgu Björnsdóttur, íþrótta- og tómstundaráði, Fríkirkjuvegi 11, 101 Reykjavík. JAFNRÉTTISNEFND REYKJAVÍKURBORGAR auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna, til verkefna á sviði jafnréttisfræðslu í skólum og öðrum uppeldis- stofnunum og til annarra sérstakra þróunar- eða samstarfsverkefna. Umsóknirtil jafnréttisnefndarskulu berast til HildarJónsdóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík. LEIKSKÓLARÁÐ auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi fyrir leikskólabörn. Auk þess auglýsir Leikskólaráð eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í leikskólum borgarinnar og geta umsækjendur verið leikskólar, starfsmannahópar eða einstaka leikskólakennarar og fagmenn á sviði leikskólamála. Umsóknirtil Leikskólaráðs skulu berast til Jakobínu Sveinsdóttur, Leikskólum Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17,101 Reykjavík. MENNINGARMÁLANEFND REYKJAVÍKUR auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs í borginni. Umsóknir til menningamálanefndar skulu berast til Signýjar Pálsdóttur, Ráðhúsi Reykjavfkur, 101 Reykjavik. STYRKUMSÓKNIR til annarra verkefna, til byggingar og kaupa á fasteignum skulu sendar Borgarráði. Umsóknir skulu berast til Höllu Maríu Árnadóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík. Umsóknir skal senda til þess aðila sem sótt er um til í síðasta lagi 20. nóvember 2000. Umsóknir sem berast eftir þann tíma munu að jafnaði ekki hljóta afgreiðslu. Þeir aðilar sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár. Félagasamtök sem sækja um niðurfellingu eða lækkun fasteignaskatts sbr. 5. gr. laga nr. 4. /1995 um tekjustofna sveitarfélaga, skulu skila umsóknum sínum á fyrrnefndum eyðu- blöðum fyrir 21. nóvember 2000. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-2000 alla virka daga milli kl. 10 og12. Borgarstjórinn í Reykjavík 12. október 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.