Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ óttar rauðar, (3) langar hvítar, (4) hnöttóttar hvítar, gulleitar, (5) blá- leitar með þykku hýði og loks (6) ungverskar sem eru mánuði fyrr að þroskast. Hinn danski Jacob Kofoed Trojel nefnir 5 afbrigði í riti sínu frá 1772 Stutt ágrip um jarðeplana nyt- semd og ræktun; (1) hnöttóttar rauð- ar, (2) langar rauðar, (3) hnöttóttar gular eða hollenskar, (4) flatar gular eða enskar og (5) litlar gular sem „fólk heldur að sé írlendskar". Loks má getaj)ess að fyrsta tilvísun í af- brigði á Irlandi er frá 1730 og er þar getið um 5 afbrigði: (1) hvítar, flatar og nýrnalaga, (2) hvítar hnöttóttar, (3) gular, (4) rauðar hnöttóttar og (5) svarta kartaflan. Fyrstu kartöflurnar sem bárust til Evrópu voru ekki arfhrein afbrigði heldur blanda af mismunandi arf- uð vekur það athygli hversu snemma hún berst til Islands. Kartöflur voru þó nokkuð ræktaðar í Frakklandi og Þýskalandi fyrir 1700 en til Dan- merkur berast þær íyrst á fyrri hluta 18. aldar. Tveir atburðir eru þar einkum nefndir. Sá fyrri var 1719-20 þegar landflótta fjölskyldur franskra húgenotta settust að í Fredericia á Jótlandi og ræktuðu þar kartöflur til eigin nota. Hinn atburðurinn vai' 1759-62 þegar þýskar fjölskyldur frá Rínarlöndum (Pfalz, Darmstadt og Wúrttemberg) settust að á jósku heiðunum að frumkvæði Friðriks fimmta Danakonungs. Þessar fjöl- skyldur höfðu með sér kartöflur og spruttu þær ágætlega í hinum rýra jarðvegi heiðanna. I Danmörku gengu þessir Þjóðverjar undir nafn- inu „kartoffeltyskeme". A Sjálandi 3 kartöflur. Rauðar, Gular og Bláar íslenskar. Sænski aðalsmaðurinn Jonas Alströmer. fyrir að slíkt væri bannað. Kom hann upp vefnaðarvérksmiðju í Alingsás og fjárræktarbúi í tengslum við hana með enskum og spænskum hrútum. Hinir innfluttu verkamenn vom van- ir kartöflum til matar og lét hann þá sem hann fékk í Frakklandi hafa með sér kartöflur. Þær vora rauðar og voru komnar af þeim sem upphaflega komu til Spánar. Árið 1724 hóf hann kartöflutilraunir á býli sínu Nolhaga. Árið 1727 gaf Alströmer út rit um sauðfjárrækt ásamt viðauka um kartöílur. Friederich Hastfer var fæddur árið 1722 og er hann því að- eins 34 ára er hann kemur fyrst til Is- lands. Hann hafði þá þegar getið sér orð sem sérfræðingur í sauðfjárkyn- bótum og hefur án efa kynnst starfi Alströmers í Alingsás en Jonas Al- strömer deyr árið 1761. í það minnsta hefur hann vart komist hjá því að lesa um kartöflur í riti Al- strömers frá 1727. Sennilega hefur áhugi Hastfers einkum beinst að sauðfjárkynbótum og ekki minnist hann á kartöflur í skrifum sínum frá 1757 þar sem hann fjallar um ástand- ið á Islandi og um leiðir til úrbóta. (Upartiske Tanker om Iislands Ner- værende Tilstand Applicerede til dets Forbedring Forfattede udi Eet Fremmed, og nu Oversadte udi Det Danske Sprog Anno 1757). Þar veltir hann hins vegar fyrir sér korn- tegundunum, hveiti, byggi, rúgi og höfram og möguleikum þeirra hér á landi. Hugsanlega hefur hann ekki gert sér grein fyrir notagildi kartöfl- unnar á þeim tíma. í skrifum sínum er Hastfer gagnrýninn á einokunar- verslunina og hjá honum kemur fram einlægur vilji til að bæta hag lands- ins og samúð með landsmönnum vegna bágra kjara þeirra. Þegar saga kartöflunnar er skoð- vora kartöflur fyrst settar niður 1757 og 1770 vora kartöflur fyrst borðað- ar við dönsku hirðina. Þetta bendir til þess að kartaflan hafi nánast verið óþekkt í Kaupmannahöfn þegar Hastfer og Björn fá sínar íýrstu kartöflur. Hastfer hefur hugsanlega haft sína þekkingu á kartöflunni frá Al- ingsás í Svíþjóð og Björn frá S-Jót- landi. Það kemur fram hjá Þorkeli Jóhannessyni í Sögu íslendinga að fjái-maðurinn Bottschach hafi farið út haustið 1757 og hafi átt að kaupa hrúta og senda hingað sumarið 1758 hvað hann mun hafa gert. Þegar litið er til þess að Bottschach hafði starf- að hjá Aiströmer áður en hann kom hingað og kynnst kartöflum þar, og áhugi Hastfers á kartöflunni ekki meiri en það að hann nefnir hana ekki í skrifum sínum frá 1757, hlýtur maður að velta fyrir sér hvort Bott- schach eigi ekki einhvern þátt í að kartöflur vora settar niður á Bessa- stöðum 1758. Björn hefur hugsan- lega lesið rit sem presturinn Lúders í Glúcksborg í Slésvík gaf út 1756 en í riti Bjöms Korte beretninger om nogle forsög til Landvæsenets og især Havedyrkningens forbedring i Island kemur fram að honum var kunnugt um ræktun kartöflunnar í Slésvík, Holtsetalandi, Þýskalandi og annars staðai- í Evrópu. í grein sem Hannes Thorsteinson skrifaði árið 1924 í Ársrit hins íslenska Garð- yrkjufélags og nefnir Smábrot úr sögu kartöflunnar vekur hann einnig athygli á því hversu snemma Björn Halldórsson hafi haft vitneskju um kartöfluna og telur það merki um hve vel hann fylgdist með því sem gerðist erlendis, glöggskygni hans og áhuga á því sem hér gæti orðið til þjóðþrifa. Um mismunandi kartöfluafbrigði Hvernig voru fyrstu kartöflurnar sem bárast til Evrópu? Ef litið er á fyrstu lýsingar þeirra Clusiusar í Vín og Gerards í Englandi og einnig ann- arra má fá hugmynd um það. M.E. Roze hefur í grein sem birtist árið 1896 velt þessu fyrfr sér. Niðurstað- an var sú að þær kartöflur sem fýrst bárast um meginland Evrópu hafi verið rauðleitar og ílangar en þær sem komu fyrst til Englands hafi verið gulleitar og meira eða minna ílangar. í báðum tilvikum var holdið hvitt. I Svíþjóð var í upphafi talað um þrenns konar afbrigði af kartöflum; enskai- gular, hollenskar rauðar og franskar rauðar. I sænsku riti frá 1776 era nefnd 6 mismunandi af- brigði: (1) langar rauðar, (2) hnött- gerðum. Án efa hafa borist öðra hvora nýjar sendingar af kartöflum með spænsku og ensku skipunum frá Ameríku og þar með nýjar arfgerðir. Algengt var á þessum tíma að sá út aldinum sem mynduðust á grösunum eftir víxlfrjóvgun og þar með var myndað nýtt afbrigði. Um aldamótin 1800 er talið að í Evrópu hafi verið um 100 mismunandi afbrigði. Kart- öflur þær sem Bjöm fékk fyrst komu frá Kaupmannahöfn og vora rauðar og hnöttóttar eða eilítið flangar. Kartöflur þær sem Hastfer setti nið- ur gæti hann hafa fengið frá Kaup- mannahöfn þar sem hann dvaldi áður en hann kom til Islands eða frá Sví- þjóð þar sem hann átti hrúta og það- an sem hann fékk einnig fjármann frá búi Alströmers, en ekki hefur höfundur rekist á neina lýsingu á þessum kartöflum enn. I riti sínu Ávísan til Jarðepla- ræktanar fyrir Almúgamenn á ís- landi frá 1810 getur Hans Wilhelm Lever, kaupmaður á Akureyri, þess, að til séu mismunandi afbrigði af kartöflum (af-artfr) og flest þeirra nái ekki hér þeim þroska sem í út- löndum. Ekki lýsir hann þeim en get- ur þess þó að menn skulu vara sig á þeim rauðleitu aflöngu jarðeplum því þau séu einhver hin lökustu. Bjarni Arngrímsson, sóknarprestur í Mela- og Leirársókn í Borgarffrði gaf út garðyrkjukver árið 1816. Þar mælir hann með þeim hnöttóttu gulu jarð- eplum sem bera himinblá, þá fjólublá og loks hvít blómsturblöð. Hann nefnir einnig hin rauðu hnöttóttu og rauðu aflöngu sem beri hvít blóm. Norræni genbankinn Árið 1979 var Norræni genbank- inn stofnaður og höfuðstöðvum hans valinn staður á Skáni í Suður-Sví- þjóð. Öll Norðurlöndin stóðu að stofnun genbankans en hlutverk hans er m.a. að varðveita og skrá þau verðmæti er felast í erfðaefni nor- rænna plantna og sem nýst gætu í landbúnaði og garðyrkju í nútíð og framtíð. Starf þetta mátti ekki drag- ast öllu lengur því stöðugt voru að glatast afbrigði nytjaplantna, hugs- anlega með eiginleikum sem mikill fengui- gæti orðið af fyrir komandi kynslóðfr. Okkur ber skylda til að varðveita sem allra mest af því erfða- efni sem býr í plöntum og dýium jarðarinnar. Þegar á fyrsta ári genbankans hófst söfnun á gömlum kartöfluaf- brigðum á öllum Norðurlöndunum. Mjög dýrt er að varðveita kartöflur í genbankanum því ekki er hægt að geyma þær kældar í lofttæmdum glösum eins og fræ af öðrum nytja- plöntum, heldur verður reglulega að SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 E 27 sá þeim í jörð og endurnýja. Mikil vinna er því lögð í að velja úr afbrigði sem hafa raunveralegt varðveislu- gildi og forðast tvítekningar eða jafnvel margtekningar. Mjög sér- hæfða þekkingu þaif til að þekkja hin gömlu afbrigði og mátti það verk heldur ekki dragast miklu lengur af þeirri einföldu ástæðu að þeir menn sem búa yfir þeirri þekkingu era óð- um að hverfa af vettvangi. Hinn aldni sænski kartöflufræðingur, Harald Esbo, náði að hjálpa til við greiningu afbrigða áður en hann lést árið 1985 en síðustu ár hafa einkum Erik Jöns- son frá Svíþjóð, Lars Roer frá Nor- egi og Eero Varis frá Finnlandi lagt til þessa sérþekkingu, allir komnfr á eftirlaun. Alls hafa komið inn til Genbankans tæplega 400 afbrigði en af þeim hef- ur enn sem komið er verið ákveðið að varðveita aðeins 63. Af þessum 63 af- brigðum era 28 frá Svíþjóð, 10 frá Danmörku, 14 frá Noregi, 8 frá Finnlandi og 3 frá íslandi. Afbrigðin hafa verið ræktuð á sama stað, þau borin saman og ákvarðað hvaða af- brigði era í raun þau sömu en með mismunandi nöfnum. Oft var raf- drætti á prótínum þeirra beitt til staðfestingar. Skilgreindir hafaverið hinir ýmsu eiginleikar þeirra af- brigða sem varðveita skal til fram- búðar, m.a. mótstaða gegn ýmsum sjúkdómum, til þess að þau geti nýst betur í kynbótastarfi framtíðarinnar. íslensk afbrigði í genbankanum Þau aíbrigði sem varðveitt verða frá Islandi era: Bláar íslenskar, Gul- ar íslenskar og Rauðar íslenskar. Bláar íslenskar Ýmis blá kartöfluafbrigði hafa ver- ið ræktuð á Islandi og eru þrjú þeirra þekktust, Edsell Blue, Shetlands Blue og Bláar íslenskar. Edsell Blue fékk hér heitið Blálandsdrottning og Shetlands Blue heitið Blálands- keisari. I seinni tíð er algengt að kalla bláar kartöflur Blálandsdi'ottn- ingu þótt ekki sé um Edsell Blue að ræða. Þær bláu íslensku kartöflur sem nú era varðveittar í genbankan- um vora fengnar frá Ferjunesi í Vill- ingaholtshreppi. Til genbankans kom annað blátt afbrigði sem ekki er hægt að greina frá Bláum íslenskum en það er frá Valdres dalnum í Opp- land fylki í Noregi og heitir Svart Valdres. I seinni tíð era dökkar kart- öflur einkum ræktaðar til gamans vegna litarins en engir sérstakir eig- inleikai' tengjast litnum. Hins vegar var eitt af þeim 5 afbrigðum sem lýst var í Iriandi árið 1730 mjög dökkt, kallað Svai-ta kartaflan, „Black Pot- ato“. Var það eitt fyrsta kartöfluaf- brigðið sem þótti skara fram úr og var enn mælt með ræktun þess árið 1837. Kostir þess vora m.a. að það geymdist vel eða þar til ný uppskera fékkst og er auðvelt að skilja mikil- vægi þess fyrir tíma kælivéla og spír- uvarnarefna. Svai'ta kartaflan hvarf úr ræktun í írlandi árið 1846 eins og svo mörg önnur móttækileg afbrigði í myglufaraldrinum mikla. Gular íslenskar Gular íslenskar hafa verið hér lengi í ræktun og er upprani þeirra óþekktur. Vora þær þekktar undir heitinu Gular Akureyrar eða Akur- eyrarkartöflur en þær vora einnig ræktaðar á Vestfjörðum, síðast á Hvallátram. Líklegt er að svokallað- ar Akraneskartöflur hafi verið af þessu afbrigði. Einar Helgason, garðyrkjustjóri í Reykjavik, gat þess að hann hafi um 1900 fengið gular Akureyrarkartöflur frá Davíð Sig- urðssyni, kaupmanni á Akureyri, og hafi Davíð valið þær af gömlum inn- lendum stofni. Ekki bárast neinar kartöflur af þessu afbrigði frá hinum Norðurlöndunum. Rauðar íslenskar Snúum okkur nú að Rauðum ís- lenskum. Rauðar kartöflur hafa lengi verið ræktaðar á Islandi og gengið undfr ýmsum nöfnum, s.s. Bleikar ís- lenskar, Helguhvammskartöflur, Dunhagarauður o.fl. Ólafsrauður er heiti á stofni sem Ólafur Jónsson, til- raunastjóri á Akureyri, valdi úr Rauðum íslenskum á árunum 1936- 38 og er því ekki afbrigðaheiti. Við samanburð á þeim mismunandi af- brigðum sem bárust genbankanum kom í ljós að ekki var unnt að að- greina Rauðar íslenskar frá gömlu sænsku afbrigði, Gömlum sænskum rauðum eða „Gammel svensk röd“. I genbankanum era þessi tvö afbrigði talin vera sama afbrigðið. Einnig kom afbrigði frá Noregi, kallað „Sort fra Brekke“ og frá Finnlandi „Haal- ikas“ sem ekki var hægt að greina frá Rauðum íslenskum. ^ Gamlar sænskar rauðar haía gengið undir ýmsum nöfnum í Sví- þjóð, s.s. Rödpáror, Finnmarkspot- atis, Freker, Visingsö röd, Váster- bottens röd, Vámhus, Farbror Frans, Asklanda röd, Rökingepot- atis og Socker. Loks má nefna heitið „Nolor“ en það heiti fengu kartöflur er komu frá Nolhaga, búi Jonas AI- strömers sem áður hefur verið nefndur. Er því hugsanlegt að Rauð- ar íslenskar og Gammel svensk röd séu komnar af kartöflum sem Jonas Alströmer fékk til Svíþjóðar um 1720. Ef svo er þá er ekki útilokað að- Rauðar íslenskar, eða Islendingur- inn eins og Hornfirðingar kalla þetta afbrigði, eigi rætur að rekja til fyrstu kartaflna sem bárust til íslands. Eins og áður hefur komið fram vora rauðar hnöttóttar kartöflur ræktað- ar í Svíþjóð og Danmörku um það leyti sem fyrstu kartöflur bárust til Islands og þær kartöflur er Bjöm í Sauðlauksdal fékk fyrst vora rauðar og hnöttóttar. Lokaorð Mjög erfitt er að átta sig á með vissu hvaða kartöfluafbrigði voru ræktuð hér fýrr á tímum. Lýsingar á kartöflunum takmörkuðust við lit og lögun hnýðanna en lítið var minnst á aðra eiginleika sem notaðir era nú tif* að aðgreina afbrigði, s.s. lit og lögun spíra, lit blóma og fræfla, lögun blaða o.s.frv. Með stökkbreytingum og náttúrulegu úrvali hafa þessi af- brigði tekið breytingum er tímar liðu. Rauðar íslenskar eru enn tals- vert ræktaðar hér á landi og þykja ásamt Gullauga og hinu rauðleita af- brigði þess, Helgu, enn að jafnaði bragðbestu kartöflurnar. Gullauga kom hingað til lands iýrst árið 1931 frá N-Noregi og gerði Klemenz Kristjánsson fyrstu tilraunir meíte það á Sámsstöðurri í Fljótshlíð. Óhætt er að fullyrða að Gullauga sé enn vinsælasta matarkartaflan hér á landi. Talsvert bendir til þess að Rauðar íslenskar eigi rætur að rekja til þeirra kartaflna sem fyrst vora ræktaðai' hér á landi og kemst maður vart hjá þvi að iýllast aðdáun á þess- ari síungu jurt sem þraukað hefur hér í jafnvel yfir 200 ár. Heimildir Bjarni Arngímsson, 1816. Ilandhægl garð- yrlgu fræðikver ætlað miður æfðum kálbænd- um til glöggfvunar. Samið eftir eigin tilraun- um og reynslu. Bcitistöðum. 12+48 s. Björn Halidórsson, 1765. Korte beretninger om nogle forsog til landvæsenets og især havedyrkningens forbedring i Island (úr bók- ^ inni Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal. Gísli Kristjánsson og Björn Sigfússon bjuggu til prentunar. Búnaðarfólag íslands, 1983). Brondegaard, V.J., 1980. Folk og flora. Dansk Etnobotanik 4. Rosenkilde og Bagger: 9-26. Einar Helgason, 1907. Gróðrarstöðin í Reykjavík. Skýrsla um árið 1906. Búnaðarrit 21:125-141. Gunnar Arnborg, 1996. Folk och potatis. För- lag HG Arnborg. 304 s. Hannes Thorsteinson, 1924. Smábrot úr sögu kartöflunnar. Ársrit hins (slenska Garöyrlgu- félags: 3-17. Hastfer, F.W., 1757. Upartiske Tanker om Iis- lands Nerværende Tilstand Applicerede til dets Forbedring Forfattede udi Eet Frem- med, og nu Oversadte udi Det Danskc Sprog Anno 1757. Eftirrit Jóns Jónssonar Aðils eftir Thotts Saml. 962, fol. Lbs. 1449,4to. Jónas Benediktsson, 1856. Fáein orð um rækt- un jarðepla. Akureyri. Kyrre, H., 1938. Kartoffelens kronike. En kulturhistorisk studie. Kobcnhavn. 100 s. Lever, H.W., 1810. Ávísan til Jarðepla- ^ ræktanar fyrir Almúgamcnn á íslandi. Leir- árgörðum. 32 s. Magnús Gíslason, 1758. Bróf Magnúsar dags. 28. september 1758 til Rentukammersins. Isl. Journ. A, nr. 3007. Þjóðskjalasafnið. Roze, M.E., 1896. Les deux premióres variétós de la Pomme de terre. Jour. d. I. Soc. Nationa- le d’Hortic. de France XVIII: 146-153. Salaman, R.N., 1949. The history and social influence of the potato. Cambrigde University Press. 685 s. (endurskoðuð útgáfa 1985 rit- stýrð af J.G. Hawkes). Sigurður E. Hlíðar, 1927. Sauðfó og sauðQár- sjúkdómar á íslandi. Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri. Sturla Friðriksson, 1959. Úr 200 ára ræktun- arsögu kartöflunnar á íslandi. Garðyrlguritið: 15-22. y Trojel, J.K., 1772. Stutt ágrip um Jarðeplanna nytseind og ræktan. Kaupmannaliöfn. 29 s. Þorkell Jóhanncsson, 1943. Saga íslendinga. Sjötta bindi. Síðari hluti 1751-1770. Mennta- málaráð og Þjóðvinafélag. Höfundur er forstöðumaður Plön tueftirlits Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.