Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 E 25 FRÉTTIR Samgönguráðherra kynnir frumvarp að nýjum hafnalögum Samræmd gjaldskrá afnumin og samkeppni milli hafna FRUMVARP til nýrra hafnalaga var kynnt á ársfundi Hafnasamlags sveit- ai-félaga sem haldinn var á Akureyri. Stm-la Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði að lokið yrði við gerð frumvarpsins á næstunni en ljóst væri að umfangsmiklar breytingar yrðu á hafnalögum í kjölfar þess. Meðal nýmæla í frumvarpinu sagði ráðherra að samræmd gjaldskrá hafna landsins yrði afnumin, en það væri gert að kröfu samkeppnisyfir- valda. Gert er ráð fyrir í frumvarpinu að forræði í gjaldskrármálum verið flutt til hafnasjóðanna sjálfra og sam- keppni muni ríkja milli hafna lands- ins. Ákvæði er um að ráðherra gefi út viðmiðunargjaldskrá sem tryggi hafnasjóðum nægilegar tekjur til að standa undir sér sjálfir. Hafnasjóðum verður heimilt að hækka eða lækka gjaldskrá sína frá viðmiðunargjald- skránni. „Ég tel nauðsynlegt að færa ábyrgðina meira yfir á hafnirnar sjálfar,“ sagði Sturla. Samkvæmt Morgunblaðið/Kristján Siglryggur Benediktsson frá Siglingastofnun ræðir við Árna Þór Sig- fússon, formann Hafnasambands sveitarfélaga, á ársfundi sambandsins. frumvarpinu er gert ráð fyrir að stæi-ri hafnir landsins hafi möguleika á að tryggja sér nægar tekjur til að standa á eigin fótum en um leið verð- ur dregið verulega úr ríkisstyrkjum til þeirra. Þegar frumvarpið verður að lögum verður einungis heimilt að veita styrki til hafna á byggðasvæðum samkvæmt skilgreiningu Eftirlits- stofnunar EFTA. Ríkissjóði verður heimilt samkvæmt frumvarpinu að styrkja endumýjun og lagfæringar á skjólgörðum og einnig að viðhalda dýpi þeirra þar sem miklir efnisflutn- ingar eru. Greiðsluþátttaka ríkis- sjóðs verður þó aldrei meiri en 75%. Loks má geta þess að gert er ráð fyr- ir því að framkvæmdir á vegum lítilla hafnasjóða í byggðarlögum sem byggja afkomu sína á sjávarfangi verði styrktar. I frumvarpinu er tekið undir það sjónarmið að hafnir á sama atvinnu- svæði taki upp samstarf sín á milli til að styrkja svæðið í heild. Dagbók = olJFf) Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands 16.-22. október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Islands. ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjom/ sam/dagbok.html Rannsóknarmálstofa í félagsráð- gjöf Mánudaginn 16. október kl. 12- 13.30 verður önnur rannsóknarmál- stofan í félagsráðgjöf á haustmisseri haldin í fundarherbergi félagsvís- indadeildar 1. hæð í Odda. Þar munu Sigrún Júlíusdóttir og Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafar flytja erindi sitt: Rannsókn um sam- eiginlega forsjá: Kynning á niður- stöðum samanburðarrannsóknar um hagi skilnaðarbarna. Málstofurnar em opnar áhuga- mönnum um þróun félagsráðgjafar jafnt innan Háskólans sem utan. Hádegisfundur Sagnfræðingafé- lags íslands Þriðjudaginn 17. október kl. 12.05-13.00 í Norræna húsinu mun Sigríður Þorgeirsdóttii- flytja erindi sem nefist: Sagan, minnið og gleymskan. Fyrsta íslenska líkindafræðiráð- stefnan Efnt verður til líkindafræðiráð- stefnu á vegum Raunvísindastofn- unar Háskólans þriðjudaginn 17. október, 8:40-16:00, í húsi Endur- menntunarstofnunar, Dunhaga 7 (bak við Tæknigarð), Sal 1 (Elju). Fundarstjóri verður Ottó J. Björns- son, prófessor við stærðfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands. íslensk fræði í Skólabæ Miðvikudaginn 18. október kl. 20.30 í Skólabæ mun Jón Yngvi Jó- hannsson flytja erindi sem hann nefnir: Jöklens Storm svalede den kulturtrætte Danmarks Pande. Um upphaf dansk-íslenskra bókmennta. I erindinu verður fjallað um fyrstu skáldverk Gunnars Gunnarssonar, Jóhanns Sigurjónssonar, Guðmun- dar Kambans og Jónasar Guðlaugs- sonar á dönsku og viðtökur þeirra í Danmörku. Málstofa sálfræðiskorar Miðvikudaginn 18. október flytur Urður Njarðvík, Ph.D., sálfræðing- ur á barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, fyrirlesturinn: Foreldraþjálfun of- virkra barna: Áhrif eignana á með- ferðarsamþykki. Málstofa sálfræðiskorar er haldin alla miðvikudaga í vetur kl. 12.00- 13.00 í Odda, stofu 202. Málstofan er öllum opin. Meistaraprófsfyrirlestur í um- hverfísfræðum Fimmtudaginn 19. október heldur Heiðrún Guðmundsdóttir fyrirlest- ur um verkefni sitt til meistaraprófs í umhverfisfræðum. Verkefnið ber heitið: Grunnvatnsrennsli austan Mývatns. Umhverfisstofnun og líf- fræðiskor raunvísindadeildar boða til fyrirlestrarins, en Heiðrún er fyrsti nemandinn sem útskrifast með meistaragráðu í umhverfis- fræðum frá Háskóla Islands. Umhverfisstofnun HI er um- sjónaraðili með meistaranáminu, en Heiðrún er nemandi í raunvísinda- deild og vann lokaverkefnið innan líffræðiskorar. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu G-6, Grensásvegi 12, kl. 16.00. Málstofa f læknadeild Fimmtudagur 19. okt. Eyþór Kristjánsson, sjúkraþjálfari og doktorsnemi: Stöðu-hreyfiskyn hálshryggjar: mat á áreiðanleika prófa. Læknadeild Háskóla íslands, rannsóknanámsnefnd. Mástofan fer fram í sal Krabbameinsfélags Is- lands, efstu hæð, á hverjum fimmtu- degi og hefst kl. 16:15, en kaffiveit- ingar eru frá 16:00 Rannsóknastofa í kvennafræðum Rabb hjá Rannsóknastofu í kvennafæðum í Odda, stofu 201, kl. 12:00-13:00. Allir velkomnir. Fimmtudaginn 19. okt. Hólmfríður Garðarsdóttir bókmenntafræðing- ur: „Tvær greinar á sama meiði: Is- lenskar og argentískar kvennabók- menntir." Málstofa efnafræðiskorar Föstudaginn 20. október kl. 12:20 í stofu 158, VR II mun dr. Hákan Emteborg, LECO Corporation Svenska ÁB, flytja fyrirlestur sem nefnist: Inductively coupled Plasma time-of-flight Mass Spectrometry (ICP-TOFMS). Theory and practice. Erindið er 30-40 mínútur að lengd. Allir velkomnir og nem- endur eru sérstaklega hvattir til að mæta. Kristni á íslandi Málþing 21. okt. 2000 Á síðastliðnu vori gaf Alþingi út ritsafnið Kristni á Islandi. Var það liður í að fagna 1000 ára kristni í landinu. Er hér um fjögurra binda ritverk að ræða sem bætir úr brýnni þörf fyrir aðgengilegt lesefni um trúarmenningu þjóðarinnar frá upp- hafi og fram á þennan dag. Til að skapa vettvang fyrir fræði- lega umræðu um verkið mun rit- stjórn þess gangast fyrir málþingi laugardaginn 21. okt. nk. Verður það haldið í Þjóðarbókhlöðunni og hefstkl. 13:15. Á málþinginu munu Gunnar Karlsson prófessor, Kristján Valur Ingólfsson lektor og Arnfríður Guð- mundsdóttir lektor fjalla um verkið í heild út frá sjónarhornum sagn- fræði, guðfræði og kvennafræða. Þá mun Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur meta myndefni þess. Loks munu Orri Vésteinsson forn- leifafræðingur og prófessoramir Sveinbjörn Rafnsson, Helgi Þor- láksson og Guðmundur Hálfdánar- son fjalla um einstök bindi Kristni á íslandi. Ennfremur verða almennar um- ræður. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Námskeið Endurmenntunar- stofnunar HÍ: Að semja lag. Kennari: Sigfríður Bjömsdóttir tónlistarkennari. Mán. 16. okt.-27. nóv. kl. 18:00-21:00 (sjö skipti). Viðtalstækni - meðferðarviðtalið. Kennari: Sigtryggur Jónsson, yfir- sálfræðingur við Félagsþjónustuna í Reykjavík og sjálfstætt starfandi sálfræðingur sl. 14 ár. 16., 17. og 18. okt. kl. 8:30-12:30, 13. nóv. kl. 14:00-19:00 og 20. nóv. kl. 9:00- 12:00. Unix 1: Kennari: Sveinn Ólafsson, ráðgjafi hjá Teymi hf., 16. og 17. okt. kl. 8:30-12:30. Gerð gæðahandbókar. Kennari: Haukur Alfreðsson, rekstrarverk- fræðingur hjá Fyrirtaki ráðgjafar- þjónustu ehf., 16. og 17. okt. kl. 8:30-12:30. ísland fyrir íslenska ferðamenn: Jarðfræði og jarðsaga. Kennarar: Dr. Helgi Torfason, sérfræðingur á Orkustofnun, og dr. Hreggviður Norðdahl, sérfræðingur við Raun- vísindastofnun HÍ. Fyrirlestrar: 16., 18., 19., 23. og 25. okt. kl. 20:15- 22:15. Fræðsluferð (8 klst): 28. okt. Að skrifa kynningar- og auglýs- ingatexta. Kennari: Guðrún J. Bachmann, kynningarstjóri hjá Þjóðleikhúsinu. 17., 19. og 24. okt. kl. 20:15-22:15. Geðheilsa og geðrækt: Það er engin heilsa án geðheilsu. Umsjón: Héðinn Unnsteinsson og Steinunn A. Björnsdóttir, fræðslufulltrúar Geðhjálpar. Aðrir kennarar: Engil- bert Sigurðsson og Þórður Sigmundsson geðlæknar, Eiríkur Örn Amarsson og Gylfi Ásmun- dsson sálfræðingar, dr. Hreinn Stef- ánsson og dr. Þorgeir Þorgeirsson lífefnafræðingar, Sigríður Bjarna- dóttir geðhjúkranarfræðingur og Elín Ebba Asmundsdóttir, lektor í iðjuþjálfun. Þri. 17. okt.-28. nóv. kl. 20:15-22:00 (sjö kvöld). Einkaleyfi og alþjóðlegt verndar- kerfi einkaleyfa (PCT-kerfið). Kennari: Gunnar Örn Harðarson, sérfræðingur hjá A.P. Árnasyni. 17. okt. kl. 16:00-19:00. íslenski þroskalistinn. Kennarar: Einar Guðmundsson sálfræðingur, forstöðumaður Rannsóknastofnun- ar uppeldis- og menntamála, og Sig- urður J. Grétarsson sálfræðingur, dósent við Háskóla Islands. Mið. 18. okt. kl. 9:00-16:00. Að skrifa vandaða íslensku. Hvemig auka má færni við að rita gott íslenskt mál? Kennari: Bjarni Ölafsson, íslenskufræðingur og menntaskólakennari. 18. og 25. okt. og 1. nóv. kl. 17:00-19:30. Vefsmíðar II. Þróaðri vefsmíði og myndvinnsla. Kennari: Gunnar Grímsson, viðmótshönnuður og vefsmiður hjá Engu ehf. Gestafyrir- lesari: Heimir Þór Sverrisson, verk- fræðingur hjá Teymi hf., 18., 20., 23. og 25. okt. kl. 8:30-12:30. Verðbréfaréttur. Helstu reglur á verðbréfamarkaði Kennari: Helga Hlín Hákonardóttir, lögfræðingur hjá Íslandsbanka-FBA hf., 18. og 19. október kl. 16:00-19:00. Gagnaflutningur eftir raforkulín- um, ljósleiðurum og örbylgju. Kenn- arar: Þorsteinn Sigurjónsson, að- stoðarframkvæmdastj. sölusviðs Orkuveitu Reykjavíkur og verkefn- isstj. hjá Línu.Neti, Ásbjörn E. Torfason, forstöðumaður gagna- flutningssviðs Línu.Nets, og Þor- valdur Sigurjónsson, RT-rafagna- tækniráðgjafi hjá sama fyrirtæki. 18. okt. kl. 9:00-16:00. Áhrifameiri málflutningur - betri árangur. Kennari: Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi. 19., 23. og 25. okt. kl. 20:05-22:30. Uppbygging og stjórnun þjónustumála. Kennari: Pála Þóris- dóttir, forstöðumaður einstakl- ingssviðs EUROPAY ísland. 19. og 20. okt. kl. 8:30-12:30. Stjórnun fræðslu og símenntunar starfsmanna. Kennarar: Randver Fleckenstein, ráðgjafi hjá Forskoti, og Ámý Elíasdóttir, fræðslustjóri Eimskips. 19. og 20. okt. kl. 9:00- 12:15. Áhrifameiri málflutningur - betri árangur Kennari: Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi, 19., 24. og 26. okt. kl. 20:05-22:30. Mat á verðmæti fyrirtækja og rekstrareininga. Kennari: Davíð Björnsson, forstöðumaður hjá fjár- festingabanka Landsbanka íslands hf„ 19. okt. kl. 15:00-19:00. AtvinnuLífsinsSkóli (hópur 1). Kennarar: Kristján Jóhannsson, lektor við viðskipta- og hagfræði- deild HÍ, Þórður Víkingur Frið- geirsson, verkfræðingur og CPM, starfsmaður Corporate Lifecycles á íslandi, Pála Þórisdóttir, forstöðu- maður einstaklingssviðs EURO- PAY ísland, Gylfi Dalmann Aðal- steinsson, lektor við viðskiptadeild HI og ráðgjafi hjá Gallup, Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við við- skipta- og hagfræðideild HÍ, og Sig- urbjörn Kristinsson, kennari við Tölvufræðsluna Akureyri. 19.-23. okt. og 16.-20. nóv. (2x5 dagar). Rætt um söguna, minnið og gleymskuna SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir heldur þriðjudaginn 17. októ- ber nk. fyrirlestur í hádegis- fundarröð Sagnfræðingafélags íslands sem hún nefnir „Sag- an, minnið og gleymskan?" Fundurinn hefst kl. 12.05 í stóra sal Norræna hússins og honum lýkur stundvíslega kl. 13. Hann er opinn öllu áhuga- fólki um sögu og menningu. Sigríður Þorgeirsdóttir er dósent í heimspeki við Há- skóla íslands. Doktorsritgerð hennar um heimspeki Friedr- iehs Nietzsche, sem hún varði við Humboldt-háskólann í Berlín 1993, var gefin út í Þýskalandi 1996. Hún kenndi heimspeki við háskólann í Rostock 1993-97 en frá árinu 1997 hefur hún kennt við HÍ. Von er á greinasafni um fem- iníska heimspeki eftir hana innan tíðar, „Kvenna megin“, og birtist það í ritröð Hins ís- lenska bókmenntafélags, „Is- lensk heimspeki". Upprani íslendinga. Umsjón: Eiríkur Sigurðsson líffræðingur, upplýsingadeild íslenskrar erfða- greiningar. Fyrirlesarar: Ýmsir sérfræðingar á sviði erfðafræði, mannfræði, siðfræði og heimspeki. 20. og21. okt. kl. 9:00-16:00. Fíkniefni: Verkun, einkenni og út- lit. Vísbendingar um neyslu og við- brögð við henni. Umsjón: Aldís Yngvadóttir, deildarsérfræðingur hjá Námsgagnastofnun og afbrota- fræðingur. Fyrirlesarar: Þorkell Jó- hannesson, prófessor £ lyfjafræði, og Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- ráðgjafi við Fjölbrautaskóla Garða- bæjar. 21. okt. kl. 10:00-17:00. V ísindavefurinn Hvers vegna? - Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spum- ingum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérf- ræðingar og nemendur í framhalds- námi sjá um að leysa gáturnar i máli og myndum. Slóðin er: www.vis- indavefur.hi.is Sýningar Arnastofnun Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handrita- sýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí, og kl. 11-16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst. Þjóðarbókhlaða Tvær kortasýningar: Forn íslandskort og Kortagerðarmaður- inn Samúel Eggertsson era í Þjóð- arbókhlöðunni. Sýningarnar era opnar almenningi á afgreiðslutíma safnsins og munu þær standa út árið 2000. Sýningin Forn íslandskort er á annarri hæð safnsins og er gott úr- val af íslandskortum eftir alla helstu kortagerðarmenn fyrri alda.^ Sýningin Kortagerðarmaðurinn Samúel Eggertsson er í forsal þjóð- deildar á fyrstu hæð. Ævistarf Sam- úels (1864-1949) var kennsla, en kortagerð, skrautskrift og annað því tengt var hans helsta áhugamál. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eft- irtöldum orðabönkum og gagna- söfnum á vegum Háskóla Islands og stofnana hans. íslensk málstöð. Orðabanki. Hef- ur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér- greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn íslands - Há* skólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnfr.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þró- unarstarfs: http://www.ris.is ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.