Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 E 13 REYKJANESBÆR SíM 1 42 I 6700 Nýr leikskóli Hjallatún við Vallarbraut Leikskóli er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á fjölbreytt starf með fólki á öllum aldri. Áætlað er að leikskólinn Hjallatún taki til starfa í desem- ber nk. Hefur þú áhuga á að vera með frá byrjun og taka þátt í að skapa starfs- * anda og vinnubrögð í nýjum leikskóla? Þá er þetta tækifærið fyrir þig. Auglýst er eftir: • Aðstodarleikskólastjóra. • Leikskólakennurum með deildarstjórn. • Leikskólakennurum. • Leikskólakennara, þroskaþjálfa eða starfsmanni með aðra uppeldis- menntun vegna sérkennslu. • Matráði og aðstoðarmanni í eldhús. Æskilegt er að aðstoðarleikskólastjóri geti hafið störf 15. nóvember nk. en eigi síðar en 1. desember. Ráðið verður í aðrar stöður um miðjan desember. Heimilt er að greiða leikskólakennurum með full réttindi, sem ráða sig í 100% stöðu við leikskóla Reykjanesbæjar og flytjast þangað búferlum, fiutningsstyrk kr. 300.000. Skilyrði er að leikskólakennarar geri samning til minnst 2ja ára. Upplýsingar veitir Gerður Pétursdóttir leikskólastjóri og Guðríður Helgadóttir leikskólafulltrúi í síma 421 6700. Umsóknarfrestur er til og með 27. október nk. Umsóknir berist Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 230 Keflavík, Reykjanesbæ. Vakin er athygli á því að fáist ekki leikskólakennarar, verða ráðnir starfsmenn með aðra uppeldismenntun eða starfsmenn með brennandi áhuga á barna- og leikskólauppeldi í stöður leikskólakennara. Launakjör skv. kjarasamningi Félags íslenskra leikskóla- kennara eða viðkomandi stéttarfélags. Starfsmannastjóri. s_______________________________________________________________________- Sölu- og markaðsstjóri ferðaþjónustu Sölu- og markaðsstjóri hefur umsjón með sölu- og markaðsmálum fyrir baðstaðinn við Bláa lónið á innlendum og erlendum markaði jafnframt því að hafa umsjón með auglýsinga- og kynningarmálum, vöruþróun, verkefnastjórnun og er hann auk þess virkur þátttakandi í stefnumótun og markmiðasetningu. Víð leitum að drífandi, metnaðarfullum og áhugasömum markaðs- manni, sem er tilbúinn að taka þátt í ört vaxandi starfsemi á sviði heilsutengdrarferðaþjónustu. Viðkomandi þarf að hafa menntun á sviði markaðsmála og/eða marktæka reynslu af sambærilegu. Starfsreynsla og þekking á sviðiferðamála eráhugaverðurkostur. Áhersla er lögð á fagmennsku, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góða samstarfshæfileika. Enskukunnátta er nauðsynleg sem og kunnátta í einu Norðurlandamáli. Þýsku- og/eða frönskukunnátta er kostur. Bláa lónið hf. er traust, metnaðarfullt og ört vaxandi fyrirtæki, sem gegnirforystu á sínu sviði hérlendis. Umsóknarfrestur ertil og með 23. október n.k. Gengið verðurfrá ráðningu fljótlega. Allar umsóknir verða meðhcndlaðar sem trúnaðarmál. Guðný Harðardóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir veita nánari upplýsingar, en viðtalstímar eru frá kl. 10-13. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem er opin frá kl.l 0-16. Einnig er hægt að nálgastumsóknareyðublöðá heimasíðu www.stra.ls Með starf fyrir þig STRA|||eM. M*l WORLDWIDE Mörklnnl 3-108 Rnykjavlk - afml 588 3031 - brófsfmi 588 3044 Q GRUNNSKÓLAR SELTJARNARNESS Lausar stöður við Valhúsaskóla é Seltjarnarnesi í Valhúsaskóla er 7.-10. bekkur með 290 nemendur. Skólastjóri Sigfús Grétarsson, vs. 595-9250, netfang: sigfus@ismennt.is Staða sérkennara eða kennara til að starfa með fötluðum nemanda í skóianum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af kennslu mikið fatlaðra nemenda., Laun eru greidd sam- kvæmt kjarasamningum K( og HÍK við Launanefnd sveitarfélaga. 2 stöður stuðningsfuiltrúa í hlutastörf til að starfa með sama nemanda. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu og áhuga á ao vinna með fötluðum nemendum og æskííegt er að þeir hafi uppeldisfræðilega menntun t.d. menntun í uppeldisfræði eða sálfræði. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannaféíags Seltjarnarness við Launanefnd sveitarfélaga. Umsóknir berist til skólastjóra sem veitir allar nánari upplýsingar um stöðurnar. I Umsóknarfrestur er | til 27. október 2000. 1 1 Grunnskólafulltrúi Seltjarnarnesbær Lyfjatæknir Lyfja Setbergi, Hafnarfirði, óskar að ráða Lyfjatækni í hlutastarf, starfssvið lyfjaskömmtun. Afgreiðslumaður Starfsmann í afgreiðslu, starfssvið alm. afgreiðsla. Reynsla úr apóteki æskileg. Nánari upplýsingar veitir Árni Vésteinsson í síma: 555 2306 Þegar fyrsta Lyfju verslunin var opnuð í Lágmúla árið 1996 olli það straumhvörfum á lyfja- markaðnum. Lyfja er brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs en lyf á lágmarksverði hafa verið einkunnarorð fyrirtækisins frá upphafi. j Lyfju hefur verið bryddað uppá ýmsum nýjungum í faglegri þjónustu. Heilsuvefur Lyfju á Vísi.is var settur á laggirnar s.l. nóvember. Á heilsuvefnum fá neytendur beinan aðgang að Lyfjubókinni og geta einnig lagt inn spurningar til lyfjafræðings um hvaðeina er tengist lyfjum og lyfjameðferð. Cb LYFJ A - Lyf á lágmarksveröi SAMKEPPNISSTOFNUN Laus staða Samkeppnisstofnun óskar eftir aö ráða fulltrúa til starfa m.a. við verðkannanir og eftirlit með verðmerkingum. Æskilegt er að umsækjandi hafi verslunarpróf eða sambærilega menntun og starfsreynslu. Umsækjandi þarf að hafa bíl- próf. Laun eru samkvæmt launakerfi Starfs- mannafélags ríkisstofnana. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Samkeppnis- stofnun, Rauðarárstíg 10, pósthólf 5120,125 Reykjavík, fyrir 26. október nk. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 552 7422 frá kl. 10 til 12 og kl. 14 til 16. Sam keppn isstof n u n.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.