Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MDRGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Framhaldsráðstefna aðildarríkja loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna í Haag hafín
ímsmmmam
Losun gróðurhúsalofttegunda frá
iðnríkjum mun fram til ársins 2010
aukast um 18% frá því sem var árið
1990 ef ekkert verður að gert
Helstu losendur kol-
tvísýrings (C02), 1995
Milljónir tonna
(eldsneytis-
brennsla eingöngu)
LOFTSLAGSSATTMALI SÞ
Stjórnarerindrekar, sérfræðingar og fulltrúar hagsmunahópa eru saman
komnir í Haag í Hollandi i því skyni að reyna að brúa ágreining um
það hvernig draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.
Að minnsta kosti 55 ríki sem undirritað hafa Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna
verða að staðfesta Kyoto-þókunina frá 1997 áður en sett markmið um minni losun
slíkra lofttegunda frá iðnríkjunum komast til framkvæmda. Fram að þessu hafa aðeins
30 ríki, sem öll eru þróunarlönd, staðfest bókunina.
URKOMAI HEIMINUM
K
Gróðurhúsa-
lofttegundir
Koltvísýringur
Metan
Nituroxíð
CFC-12
HCFC-22
Perflúormetan
Brennisteinshexaflúorið
Þéttleiki C02 í
lofthjúpi jarðar
Einingar á
hverja milljón
/
1860 1870 1880 1890 1900 1910 1920 1930 1940 1950 1960 1870 1980 1990 2000
Reiknilíkön gera ráð fyrir hækkun meðalhita á jörðinni um 1 -3,5°C fram til ársins 2100
Heimild: United Nations Environment Programme / GRID-Arendal
SJAVARBORÐ
1880-1980
Meðalhæð sjávarborðs í heiminum
hækkaði á þessu tímaþili um
10-25 sm. Mestan þátt í cm
þessu átti hækkun
yfirborðsmeðalhita
um 0,3-0,6°C
— Meðal-
sjávarborð
^-^1980
1960
1940
1880
2000-2100
Reiknilíkön gera ráð fyrir að sjávarborð
hækki um 15-95 sm til viðbótar fram
til ársins 2100. Varmaútþensla
sjávar og bráðnun jökla mun
valda þessu.
/| 118
— Meðaltalsáætlun
— Hæsta áætlun / / - 60
Varlegasta áætlun
I I Milljónir manna
sem verður
fyrir raski
2020
'2000 REUTERS
Úrslitatilraun til að leysa
djúpstæðan ágreining
Haag. AFP, AP.
URSLITATILRAUN til þess að
brúa djúpstæðan ágreining um
hvernig draga skuli úr losun gróð-
urhúsalofttegunda í heiminum
verður gerð á tveggja vikna fram-
haldsráðstefnu aðildarríkja lofts-
lagssáttmála Sameinuðu þjóðanna
sem hófst í Haag í Hollandi í gær.
Þar eru saman komnir um 10.000
embættismenn, vísindamenn og
fulltrúar hagsmunasamtaka um-
hverfísverndarsinna og atvinnulífs-
ins frá um 160 löndum. Undir yfir-
skriftinni „Ljúkum verkinu" (e.
„Work it out“) munu fram til loka
næstu viku standa yfir harðar
samningaviðræður um hvernig
staðið skuli við þau markmið
Kyoto-bókunarinnar frá 1997 að
dregið verði það mikið úr losun
svonefndra gróðurhúsalofttegunda
að heildarlosunin verði orðin minni
árið 2010 en hún var árið 1990.
Óvenjumikil flóð í Bretlandi og á
meginlandi Evrópu á síðustu vik-
um, sem sumir vísindamenn telja
að megi rekja m.a. til gróðurhúsa-
áhrifanna, hafa skerpt vitund þátt-
takenda í ráðstefnunni um afleið-
ingar veðurfarsbreytinga og
mikilvægi þess að samkomulag ná-
ist.
Ráðstefnugestir fylgdust enn-
fremur nákvæmlega með fram-
vindu mála í kringum forsetakosn-
ingarnar í Bandaríkjunum þar sem
ólík viðhorf demókratans Als Gore
og repúblikanans George W. Bush
til aðgerða gegn gróðurhúsaáhrif-
unum vega að þeirra mati þungt.
Gore er yfirlýstur stuðningsmaður
þess að Bandaríkjamenn, sem losa
mjög stóran hluta þess magns
gróðurhúsalofttegunda sem ratar
út í lofthjúp jarðar, taki þátt í slík-
um aðgerðum, en Bush hefur sett
mikla fyrirvara við slíkt.
Robert Watson, yfirmaður milli-
ríkjanefndar SÞ um loftslagsbreyt-
ingar (IPCC), lýsti við opnun ráð-
stefnunnar því verkefni sem fyrir
þátttakendum liggur með því að
fara yfir loftslagssögu jarðar frá
síðustu ísöld, en hann sagði lofts-
lagið hafa verið stöðugt að mestu
frá þeim tíma og vel fram á 20. öld.
„Niðurstöður vísindalegra rann-
sókna benda flestar í þá átt, að
þær breytingar sem orðið hefur
vart á loftslagi á jörðinni stafa - að
hluta til að minnsta kosti - af at-
höfnum mannanna,“ sagði hann í
ávarpi sínu.
Sagði hann að á næstu hundrað
árum myndu eyðimerkur verða
enn þurrari, uppskera dragast
saman á svæðum eins og í Afríku
og Rómönsku-Ameríku, skógar
yrðu viðkvæmari fyrir sjúkdómum
og öðrum skaðvöldum, kóralrif
dæju og hækkandi sjávarborð
hrekti tugi milljóna manna frá
heimkynnum sínum.
Fyrir þremur árum, í japönsku
borginni Kyoto, komu stjórnvöld
ríkja heims sér saman um mark-
mið og grófa áætlun um hvernig
draga skyldi úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda eins og koltvísýringi.
Var markið sett á að árið 2010
skyldi 5,2% minna magni slíkra
lofttegunda sleppt út í andrúms-
loftið en var gert á árinu 1990.
Evrópusambandsríkin samþykktu
að minnka útblásturinn hjá sér um
8%, Bandaríkin um 7% og Japan
um 6%. Engin slík ákveðin tak-
mörk voru sett við losun frá þróun-
arríkjum.
Bandarfkin og ESB takast á
Var fastlega reiknað með harðri
togstreitu milli fulltrúa Bandaríkj-
anna og ESB-ríkjanna um lykila-
triði varðandi hugsanleg viðskipti
með losunarkvóta, sem myndu
draga úr þrýstingnum á viðkom-
andi land að það minnkaði losun
hjá sér með því að kaupa losunar-
kvóta frá öðrum ríkjum sem fengju
úthlutaðan meiri losunarkvóta en
þau hefðu þörf fyrir að sinni. Full-
trúar ESB vilja að þær hömlur
verði settar á slík viðskipti að engu
landi verði leyft að kaupa eða selja
meira en 50% af úthlutuðum losun-
arkvóta sínum.
Kom í gær strax fram gagnrýni
á Bandaríkjamenn þess efnis, að
þeir reyndu að leita allra leiða til
þess að komast hjá því að axla
skuldbindingar sínar um að draga
úr loftmengun.
Annað mikið deilumál er að hve
miklu leyti megi reikna skógrækt -
og aðrar aðgerðir sem hjálpa til við
að binda koltvísýring - til mótvæg-
is við aukna losun gróðurhúsaloft-
tegunda.
Islenzk stjórnvöld hyggjast á
Haag-ráðstefnunni vinna að því að
fá hið svokallaða „íslenzka ákvæði"
Kyoto-bókunarinnar frekar útfært,
en það gengur út á að tekið skuli
tillit til lítilla hagkerfa þar sem
einstök verkefni, eins og t.d. stór-
iðjuver, auka losun gróðurhúsaloft-
tegunda hlutfallslega mjög mikið.
Ingiríður drottnmgarmóðir í Danmörku lögð til hinstu hvflu í Hróarskeldu í dag
Elskuð drottn-
ing kvödd
Kaupmannahöfn. Morgunblaðiú.
Reuters
Þúsundir Dana hafa lagt leið sína í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll í
Kaupmannahöfn til að líta líkkistu Ingiríðar drottningarmóður fyrir
jarðarför hennar í dag.
BUIST er við að um 100.000 manns
muni fylgjast með er kista Ingiríðar
drottningarmóður verður flutt frá
Kristjánsborgarhallarkirkju og til
Hróarskeldu, þar sem útför hennar
fer fram í dag. Talið er að allt að
30.000 manns hafi gengið fram hjá
kistu drottningar sem hefur staðið
frammi í hallarkirkjunni frá því á
laugardagsmorgun. Varð að lengja
tímann sem ætlaður var almenningi
og urðu þó margir frá að hverfa en
þúsundir manna biðu 1 röð timunum
saman til að votta virðingu sína.
Ingiríður drotting varð elst allra
danskra drottninga en hún var ní-
ræð er hún lést. Hún naut geysi-
legra vinsælda og virðingar og hef-
ur verið sögð konunglegust allra
konunglegra. Hún þótti einkar
glæsileg kona og yfirveguð og
gegna hlutverki sínu af dugnaði.
Drottningin var sögð hafa búið
yfir járnvilja og einstaklega góðri
tilfinningu fyrir stöðunni hveiju
sinni. Til dæmis vakti það aðdáun
Dana hvernig hún dró sig í hlé við
lát ciginmannsins en veitti dóttur
þeirra, Margréti drottningu, nauð-
synlegan stuðning. Virðing Ingi-
ríðar var þó slík að lögum var
breytt svo að hún gengi Margréti
næst að völdum eftir lát Friðriks 9.
Sýndi ekki tilfinningar
opinberlega
Ingiríður Viktoría Soffía Lovísa
Margrét var dóttir Gústafs 6.
Adolfs Svíakonungs og Margrétar
Bretaprinsessu. Hún missti móður
sína er hún var aðeins tíu ára og
hafði það mikil áhrif á hana þar sem
hún tók á sig auknar skyldur við
hlið fóður síns þar til hann kvæntist
að nýju. Ingiríði samdi ekki við
stjúpmóður sína og sagði hún síðar
að barnæska sín hefði ekki verið
dans á rósum.
Barnæskan setti sitt mark á
hana, hún sýndi aldrei tilfinningar
opinberlega, kvaðst hafa úthellt öll-
um sínum tárum er móðir hennar
lést. Hins var hún sögð skapmikil,
þótt hún missti afar sjaldan stjóm á
skapi sínu, sagt var að það gerðist
fimmta hvert ár.
Sjálf sagði Ingiríður að hún dygði
ekki til annars en að giftast og það
gerði hún árið 1935 er hún varð
krónprinsessa Dana. Hún setti sér
að læra málið hratt og talaði óað-
finnanlega, nokkuð sem Danir virtu
hana mikils fyrir, þótt þeim þætti
hún í fyrstu kuldaleg og fjarlæg.
Hún vann þó hug og hjarta þeirra
meðan á hemámi Þjóðveija í heims-
styrjöldinni seinni stóð en þá sáust
krónprinsinn og kona hans oft á
hjóli, eða með barnavagn á götum
Kaupmannahafnar. Þau þóttu
glæsileg hjón, hann var opinn og í
góðu sambandi við almenning, hún
virðuleg og ákveðin.
Friðrik 9. varð konungur árið
1947 og sex áram síðar var lögum
breytt svo að Margrét, elsta dóttir
hans, gæti tekið við völdum að hon-
um látnum. Er talið að Ingiríður
hafi staðið að baki þeirri breytingu
þótt hún hafi ævinlega neitað því.
Jarðsett við hlið eiginmannsins
Ingiríður drottning verður jörð-
uð í Hróarskeldu, útför hennar fer
fram frá dómkirkjunni en hún verð-
ur siðan lögð til hinstu hvílu við hlið
eiginmanns síns, Friðriks 9., en
hann lést árið 1972. Hann óskaði
þess að verða jarðsettur utan
kirkjunnar en ekki inni eins og for-
feður hans.
Kista Ingiríðar, sveipuð fána, og
helstu orður og viðurkenningar
drottningar hafa staðið framini í
Kristjánsborgarhallarkirlqu frá því
á laugardagsmorgun og átta for-
ingjar úr landher, sjóher og flugher
standa við kistuna. Rúm 200 ár eru
liðin frá þvf að lík drottningar stóð
síðast frammi fyrir almenningi í
Danmörku og er það til marks um
vinsældir hennar að hefðin er rofin
nú. Er fullvíst talið að Margrét
drottning hafi metið það svo að ekki
væri annað hægt en að verða við
eindregnum óskum almennings um
að fá að votta drottningarmóður-
inni virðingu sína á þennan hátt.
Sagnfræðingar segja þessa stað-
reynd til marks um að áhugi Dana á
konungsfjölskyldunni og konungs-
hollusta hafi aukist á síðustu ámm.
Fyrir hálfri öld hafi fjöhnargir ver-
ið andvígir konungsveldinu og það
hafi orðið til þess að konunglegar
útfarir urðu látlausari. Nú þyki hins
vegar ekkert að því að undirstrika
sérstöðu konungsfjölskyldunnar,
raunar sé það nauðsynlegt ef kon-
ungsveldið eigi að eiga sér framtíð.
i
i
t
1