Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 27 hefðu mútað heimilislausu fólki í Milwaukee-sýslu til að kjósa Gore ut- an kjörstaðar með því að dreifa sígar- ettupökkum á meðal þess. Gore fékk fleiri atkvæði en Bush í öllum Bandaríkjunum en munurinn á samanlögðum kjörmannafjölda for- setaefnanna er svo lítill að sá sem sigrar í Flórída er nánast öruggur um að hreppa forsetaembættið. Bush þyrfti að fá alla kjörmenn Oregon, Iowa, Nýju-Mexíkó og Wisconsin til að tryggja sér forsetaembættið án þess að fá 25 kjörmenn Flórída. Ólík- legt þykir þó að þetta gerist þar sem forysta Gores er að minnsta kosti 5.000 atkvæði í öllum þessum ríkjum nema Nýju-Mexíkó. Bush er nú með 246 kjörmenn og Gore 255 þegar niðurstaðan liggur ekki fyrir í þremur ríkjum, Flórída, Oregon (sjö kjörmenn) og Nýju- Mexíkó (fimm). Til að ná kjöri þurfa frambjóðendurnir að fá að minnsta kosti 270 kjörmenn. „Svartur blettur á lýðræðinu“ James A. Baker III, fyrrverandi utanríkisráðheira sem fer fyrir lög- fræðingum og öðrum fulltrúum repúblikana í Flórída, sagði að deilan um handtalninguna væri „svartur blettur á lýðræði okkar og kosninga- fyrirkomulagi“. Warren Christopher, íyrrverandi utanríkisráðherra í stjórn Clintons, sagði hins vegar að handtalningin væri nauðsynleg í þágu lýðræðisins. „Ef Bush verður með fleiri atkvæði en við þegar upp er staðið játar Gore varaforseti sig örugglega sigraðan," sagði Christopher. Samkvæmt nýjustu upplýsingum AP-fréttastofunnar um niðurstöðu enduitalningarinnar í Flórída er for- ysta Bush aðeins 288 atkvæði af um sex milljónum. Ólíklegt er að lokaúr- slitin liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á fostudaginn kemur þegar atkvæði kjósenda sem búa erlendis þurfa að hafa borist. Samkvæmt lögum Flór- ída verða atkvæðin geymd í öryggis- geymslum í sýslunum þar til frestur- inn rennur út og kjörstjórnir sýslnanna eiga að ákveða hvenær þau verða talin. Að sögn dagblaðsins Miami Her- ald voru rúmlega 7.000 kjörseðlar sendir frá Flórída til kjósenda sem dvelja erlendis. Ekki er þó vitað hversu margii’ þeirra voru send til baka. Dönsk fjölskylda í Óðinsvéum skýrði frá því í gær að hún hefði feng- ið tvo kjörseðla fyrir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum fyrir mistök. Kjörseðlarnir hefðu verið í pakka sem fjölskyldan hefði fengið frá bandarísku fyrirtæki og merkt hefði verið við nafn Bush á þeim báðum. stjórnarskrána með því að láta um 180 millj. kr. af opinberu fé renna til sjóðs, sem kona hans stýrir. Þá er hann sakaður um að hafa skipað toll- yfirvöldum að láta forsetaembættið fá 52 glæsibifreiðar, sem smyglað var til landsins, og deila þeim síðan út meðal ráðherra og háttsettra embættismanna, og að hafa skipað suma ráðherra og aðstoðarmenn þeirra í annað opinbert embætti samhliða. Estrada hefur raunar viðurkennt, að hátt í 350 millj. kr. af fyrrnefndu mútufé hafi verið lagðar inn á banka- reikning á vegum forsetaembættis- ins en heldur því fram, að hann hafi ekki hreyft við fénu. Það sé því sönn- un fyrir því, að hann sé saklaus af mútuþægni. Efnahagslífið í uppnámi Estrada, sem er fyrrverandi kvik- myndastjai’na, var kjörinn 13. forseti Filippseyja með rneiri atkvæðamun en nokkur annar. Er hann enn vin- sæll meðal margra, einkum lægri stéttanna, en kirkjan, kvennasam- tök, ýmis verkalýðsfélög og fjár- málalífið í landinu vilja hann burt. Hneykslismálin sem hann er bendl- aður við hafa haft mjög slæm áhrif á efnahagslífið, valdið mikilli gengis- lækkun pesósins og hruni á verð- bréfamarkaði. Sum verkalýðsfélaganna höfðu boðað til verkfalls í dag til þess að leggja áherslu á kröfuna um brott- rekstur Estrada. ERLENT Skúringakona kafnaði 1 Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞRIR ungii- menn hafa verið hand- teknir vegna morðs á tvítugri skúr- ingakonu, sem fannst látin í kæli heildsölufyrirtækis í Slagelse í Dan- mörku um helgina. Mennirnir hafa viðurkennt að hafa brotist inn í fyr- irtækið en talið er að skúringakon- an hafi komið að þeim og þeir lokað hana inni í kælinum þar sem hún kafnaði. Mennirnir stálu vindlingum að verðmæti um 10 milljónum ísl. kr. í innbroti sl. föstudagskvöld. Er lög- reglan rannsakaði innbrotið á laug- kæliskáp ardagsmorgni fannst lík stúlkunnar í kælinum. Engir áverkar voru á því og nú er ljóst að hún kafnaði í loft- þéttum kælinum. Mennirnir neita allir að vera valdir að dauða stúlkunnar en hann hefur vakið hörð viðbrögð á meðal samtaka skúringafólks sem segja að endurskoða verði vinnufyrirkomu- lag, svo að skúringafólk starfi á daginn eða snemma kvölds og að það sé ekki eitt að störfum, heldur sé annar fulltrúi viðkomandi fyrir- tækis viðstaddur. Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí! TAHNVERHDARKÁB Foreldrar og börn athugið að tennurnar eru jafn- viðkvæmar í desember og aðra mánuði. Byrjum ekki daginn á neysiu súkkulaðis eða annarra sætinda - bað er slæmur siður á öiium árstímum! Ertu með eitthvað d heilanum? Taíaðu við sérfræðing! Glitnir er sérfræðingur í fjármögnun atvinnutækja Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostnað við fjárfestingu. Glitnir býður fjórar ólfkar leiðir við fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt þegar nauðsynleg gögn liggjafyrir. Hafðu samband við ráðgjafa Glitnis eða heimsæktu heimasíðu okkar www.glitnir.is ogfáðu aðstoð við að velja þá fjármögnunarleið sem best hentar. Glitni getur þú treyst. Það sem sagt er stendur. Glitnir Kirkjusandi, 155 Reykjavfk, sími 560 8800, www.giitnir.is -hluti af Islandsbanka-FBA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.