Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 262. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR14. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stiórnvöld á Flórída hyggjast stöðva talningu í einstökum sýslum í kvöld Baráttan færist inn á valdsvið dómstóla Reuters A1 Gore, forsetaframbjóðandi demókrata, ræðir við fjölmiðla í gær. Chicago, Tallahassee. AP, AFP. Reuters. KRÖFU repúblikana um að hand- talning í nokkrum sýslum í Flórída- ríki verði stöðvuð var hafnað í alríkis- dómstóli Flórída í gær. Dómarinn Donald Middlebrooks féllst á kröfu demókrata um að málið heyrði ekki undir alríkisdómstóla. Líklegt þykir að repúblikanar áfrýi úrskurðinum. Lögfræðingar George W. Bush höfðu krafist þess að fallið yrði frá handtalningu. Middlebrooks sagði að þrátt fyrir að þær fullyrðingar repúblikana að handtalning í nokkr- um sýslum mismunaði kjósendum íyrir lögum væru um margt réttar þættu sér það þó ekki nægileg rök til að stöðva handtalningu. Skömmu áður en Middlebrooks úr- skurðaði í íyrsta en ekki síðasta dómsmáli tengdu bandarísku forseta- kosningunum kvað innanríkisráð- herra Flórídaríkis, sem er æðsti emb- ættismaður ríkisins, Kathrene Harris, upp þann úrskurð að sam- kvæmt lögum Flórídaríkis yrðu sýsl- ur ríkisins að vera búnar að skila sín- um niðurstöðum viku eftir kosningar. Höfðuðu demókratar í gærkvöldi mál til að reyna að fá þeirri ákvörðun hnekkt af dómara. Demókratar segja Harris hlutdræga í skriflegri yfirlýsingu sem Harris sendi frá sér í gær kemur fram að frestur sýslnanna renni út klukkan fimm í dag að staðartíma, klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Yfii-lýsing Harris kemur í kjölfar beiðni emb- ættismanna Volusia-sýslu um lengri frest til að ljúka talningu og höfðu fleiri sýslur haft hug á svipuðum að- gerðum. Kjörmenn Flórída, sem eru 25 tals- ins, munu ráða úrslitum í forseta- kosningunum en úrslit eru heldur ekki ráðin í Nýju-Mexíkó, þar sem mjög mjótt er á munum og 370 utan- kjöretaðaratkvæði ótalin, og í Oreg- on. Gore hefur tryggt sér 255 kjör- menn og Bush 246 fyrir utan þessi ríki. Warren Christopher, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem fer fyrir lög- fræðingum Als Gores, gagnrýndi ákvörðunina harðlega og sagði Harris hlutdræga vegna pólitískra skoðana sinna og tengsla við Jeb Bush, bróður GeorgeW. Bush. A1 Gore sagði í samtali við frétta- menn að hann vildi ekki vinna forseta- embættið með nokkurra atkvæða mun sem hefðu verið „greidd vegna misskilnings eða mistúlkuð". Hann hvatti landa sína til að sýna þolin- mæði þar til hvert atkvæði hefði verið talið og talið rétt. Því hefðu demó- kratar talið nauðsynlegt að fara með málið fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að handtalning yrði stöðvuð. Samkvæmt skoðanakönnun CNN/ USA Today og Gallup, sem birt var í gær, er mikill meirihluti Bandaríkja- manna tilbúinn til að samþykkja hvorn keppinautinn sem er á forseta- stól, Bush eða Gore. Könnunin sem var gerð um helgina sýnir að um helmingur Bandaríkjamanna h'tur á enduitalninguna sem alvarlegt vandamál. Eingöngu 15% hta þó svo á að um stjómlagakreppu sé að ræða. Bandaríkjamenn ósáttir við umQöllun fjölniiðla Um helmingur aðspurðra er sáttur við hvemig fulltrúar flokkanna hafa haldið á málum. Rúmur helmingur er hins vegar óánægður með umfjöllun fjölmiðla. Stjórnmálaskýrendur eru á því að þrátt fyrir að almenningur virðist nokkuð þolinmóður nú geti það breyst dragist mál á langinn. Stjóm- málaskýrendur benda einnig á að ver- ið geti að ímynd Bandaríkjanna sem homsteins lýðræðis í heiminum hafi beðið varanlegan hnekki. Fréttastjóri á dagblaði í Kenýa segir t.d. að í aug- um Afríku hafi þeir tapað sem séu baráttumenn lýðræðis og telji Banda- ríkin fyrirmyndarríki. Sigurvegar- arnir séu aftur á móti harðstjórar á borð við forseta Zimbabwe, Robert Mugabe, sem hafi þegar lýst yfir ánægju sinni með þróunina í Flórída. ■ Barist um Hvíta húsið/26 Loftslagsráðstefna SÞ Deilt á fyrsta degi Haag. Reuters, AP, AFP. STRAX á fyrsta degi tveggja vikna framhaldsráðstefnu aðildarríkja loftslagssáttmála SÞ í Haag í Hol- landi kom upp ágreiningur milh full- trúa Evrópulanda og Bandaríkjanna um það hvemig staðið skuh að því að hamla gegn gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu. Fyrir ráðstefnulok í næstu viku er stefnt að því að búið verði að ná samkomulagi um fram- kvæmd Kyoto-bókunarinnar frá 1997, en í henni var kveðið á um skuldbindingar iðnríkja heims um að draga með markvissum hætti úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Um 10.000 ráðstefnugestir em samankomnir og munu ræða ófagrar spár um hækkandi sjávarborð og vax- andi tíðni skaðræðisfellibylja sem gætu máð út byggð á smáeyjum og í strandhéruðum víða um heim, ef iðn- ríkjunum tekst ekki að grípa til árangursríkra aðgerða. Fulltrúar ESB lýstu því yfir í gær, að þeir vildu að iðnríki heims breyttu skipulagi samgöngu- og orkumála hjá sér þannig, að þeim tækist að standa við að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Fulltrúar Bandaríkjanna krefjast hins vegar hámarkssveigjan- leika til að stunda viðskipti með los- unarkvóta, svo að unnt sé að kaupa slíkan kvóta af löndum sem ekki þurfa á honum að halda. Náist ekki málamiðlun renna út í sandinn vonir um að Kyoto-bókunin komist til framkvæmda, en sam- kvæmt henni er stefnt að því að á tímabilinu 2008-2012 verði iðnríkin búin að sjá til þess að losun gróður- húsalofttegunda í heiminum verði orðin að minnsta kosti 5% minni en var á árinu 1990. ■ Úrslitatilraun/28 Fjórir Israel- ar falla í skotárásum Lestarslysið í Austurríki Ýfir60 lík fundin Kaprun. AP, The Daily Telegraph. RANNSÓKNARMENN í Austur- ríki reyndu í gær að bera kennsl á líkamsleifar skíðafólks sem fórst í eldsvoða í toglest við fjallið Kitz- steinhorn á laugardag. Vitað er með vissu að 159 fórust en talið líklegt að þeir séu um 170. Aðstæður þeirra sem vinna við að ná í líkin eru afar erfiðar. Líkin sem þegar hafa fundist eru um 60, eru mörg þeirra svo illa brennd að ekki er hægt að greina andlitsdrætti. Notuð voru lífsýni úr persónulegum munum til að bera saman við DNA-erfðaefni úr líkun- um. Talið er að hitinn hafi farið yfir 1.000 stig á celsius sem dugði til að bræða plötur og annað efni í lestar- vagninum. Upplýst hefur verið að ekki hafi verið slökkvitæki um borð í lestinni þar sem engin hætta hafi verið talin á eldsvoða. ■ Engin slökkvitæki/25 Jerúsalem. AP, AFP. SKOTIÐ var úr launsátri að ísra- elskum bilum á Vesturbakkanum og Gaza í gær. Þrír létust í skothríðinni á Vesturbakkanum og einn á Gaza- svæðinu og nokkrir særðust. Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, for- dæmdi árásirnar. Tilkynnti ísraelski herinn í gær að hann hefði einangrað alla bæi á hemumdu svæðunum í kjölfar árásarinnar. Mjög óvenjulegt er að Palestínu- menn skjóti á ísraela í dagsbirtu. Vegna þessa þykir flest benda til að árásirnar hafi verið mjög vel skipu- lagðar. Heldur hefur dregið úr árásum palestínskra hópa á ísr- aelska herinn undanfarið en árásim- ar em skæðari en fyrr. Tveir palestínskir unglingar létust í átökum við ísraelska herinn. Alls hafa því rúmlega 200 manns látist í átökum ísraela og Palestínumanna sem staðið hafa á sjöundu viku. Talsmaður ísraelska hersins, Moshe Fogel, sagði í gær að herinn myndi bregðast við árásum Palest- ínumanna af meiri hörku en áður í lqölfar skotárása Palestínumanna undanfarið á hersveitir og borgara. Fogel sagði ekki lengur hægt að tala um aðgerðir Palestínumanna sem uppreisn heldur líktust þær meira hernaði og því þyrfti að endurskoða þær reglur hersins sem kveða á um viðbrögð hersins. Nú er hermönnum bannað að skjóta nema á þá sé skot- ið. Barak átti fund með Bill Clinton, AP Israelskir hermenn særðust í árás palestínskra Ieyniskyttna í dag. forseta Bandaríkjanna, í Washing- ton á sunnudagskvöldið. Haft var eftir ísraelskum embættismanni að Clinton hefði krafist þess af Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, að verulega yrði dregið úr ofbeldinu á hemumdu svæðunum. leitunum á milli ísraela og Palestínu- manna eftir að eiginmaður hennai- var myrtur og sögðu ísraelsk stjórn- völd að Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, væri velkomið að vera viðstaddur útförina. Leah Rabin látin Leah Rabin, eiginkona Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra ísraels, lést af völdum krabbameins á sunnudag. Leah Rabin, sem var 72 ára, tók mjög virkan þátt í friðarum- MORGUNBLAÐIO 14. NÓVEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.