Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
V^ANUKV-
COUNT''0
. MEANS . u
mmpuuvTioi
Konur í Bradenton í Flórída krefjast þess að handtalningin í nokkrum sýslum ríkisins verði stöðvuð.
Barist um Hvíta húsið
fyrir dómstólum
Miami. AP, Reuters, Washington Post.
EFTIR harða kosningabaráttu í
rúmt ár, sem kostaði andvirði rúmra
260 milljarða króna, og látlaus ferða-
lög frambjóðendanna um Bandaríkin
þver og endilöng hefur baráttan um
Hvíta húsið færst yfir í alríkisdóm-
stól í Flórída. Lögfræðingar George
W. Bush, forsetaefnis repúblikana,
vilja að dómari stöðvi handtalningu,
sem gæti ráðið úrslitum um hver
verði 43. forseti Bandaríkjanna, á
þeirri forsendu að hún gangi í ber-
högg við bandarísku stjómarskrána.
Lögfræðingar Als Gore varaforseta,
frambjóðanda demókrata, halda því
hins vegar fram að endurtalningin sé
í samræmi við lög Flórída og málið
heyri ekki undir alríkisdómstóla.
Kjörstjórnin í Palm Beach-sýslu í
Flórída samþykkti með tveimur at-
kvæðum gegn einu að telja 462.000
atkvæði, sem greidd voru í sýslunni, í
þriðja sinn, en í þetta skipti með
höndunum. Áður höfðu atkvæðin
verið endurtalin með talningarvélum.
Handtalning hófst einnig í Volusia-
sýslu við Atlantshafsströndina. Taln-
ingarmenn í Broward-sýslu hófu úr-
takshandtalningu sem gæti orðið til
þess að öll atkvæðin í sýslunni, alls
550.000, yrðu handtalin. Gert er ráð
fyrir að kjörstjórnin í Dade-sýslu
ákveði í dag hvort hefja eigi hand-
talningu.
Demókratar hafa verið með mildð
fylgi í þessum sýslum og fulltrúar
beggja forsetaefnanna telja að hand-
talningin geti orðið Gore í hag.
Segja að kjósendum
sé mismunað
Bandaríski umdæmisdómarinn
Donald Middlebrooks samþykkti að
taka málið fyrir eftir að lögfræðingar
Bush kröfðust þess að handtalningin
yrði stöðvuð. Hver sem niðurstaða
dómarans verður er hugsanlegt að
henni verði áfrýjað, jafnvel alla leið
til hæstaréttar Bandaríkjanna.
Repúblikanar urðu fyn-i til að leita
til dómstólanna þótt þeir hefðu áður
gagnrýnt demókrata fyrir að hóta
málaferlum í deilunni um kosning-
amar í Flórída. Þeir þurfa meðal
annars að sanna að kjósendurnir
yrðu fyrir „óbætanlegum skaða“ ef
handtalning yrði leyfð í sýslunum.
Aðalröksemd repúblikana er að
handtalning, sem einskorðist við fjór-
ar sýslur, sé óréttlát gagnvart öðrum
kjósendum í ríkinu og gangi í ber-
högg við stjórnarskrárákvæði um að
allir Bandaríkjamenn séu jafnir fyrir
lögunum.
Demóki’atar vörðu hins vegai’
stjórnlagalegt í’éttmæti handtalning-
arinnar. Lögfræðingar þeirra, með
Laurence Tribe, lagaprófessor við
Harvard-háskóla, í broddi fylkingar,
sögðu einnig að krafa Bush græfi
undan rétti yfirvalda í Flórída til að
ákveða hvernig talningunni væri
hagað.
Samkvæmt lögum Flórída er hægt
að hefja handtalningu ef einhver
frambjóðendanna krefst hennar inn-
an tíu daga frá kosningunum og ef
kjörstjórn viðkomandi sýslu sam-
þykkir kröfuna. Repúblikanar segja
hins vegai’ að lögin séu svo óljós að
ekki sé réttlætanlegt að mismuna
kjósendunum.
Dæmi eru um að kjósendur hafi
ekki gert nógu stór göt á kjörseðlana
til að talningarvélarnar gætu numið
þau og demókratar óskuðu eftir
handtalningu í sýslunum fjórum til
að talningarmennirnir gætu skorið
úr um hvern þessir kjósendur hefðu
ætlað að kjósa.
Talningarmennirnir í Palm Beach-
sýslu héldu kjörseðlunum upp að
Ijósi til að leita að götunum en
repúblikanar sögðu að talningin væri
handahófskennd og byði heim hættu
á svikum og mistökum.
„Talning sömu atkvæðanna aftur
og aftur leiðir ekki til nákvæmari nið-
urstöðu, heldur til meiri tafa og rugl-
ings,“ sagði Dick Cheney, varafor-
setaefni repúblikana, í málshöfðun-
arskjali sem lagt var fram á
laugardag.
Endurtalningar krafíst
í öðrum ríkjum?
Verði kröfu Bush hafnað er hugs-
anlegt að hann óski eftir handtaln-
ingu í nokkrum sýslum í Flórída þai’
sem fylgi repúblikana er mikið. Bush
gæti einnig krafist endurtalningar í
ríkjum þar sem Gore fékk nauman
meirihluta í kosningunum, svo sem
Iowa og Wisconsin, og í Oregon og
Nýju-Mexíkó þar sem talningu er
ekki enn lokið. Samkvæmt nýjustu
tölum í Nýju-Mexíkó er forysta Bush
í ríkinu aðeins fjögur atkvæði, að
sögn Eeuters-fréttastofunnar.
Repúblikanar segjast ætla að óska
eftir rannsókn á nokkrum hugsanleg-
um brotum á kosningalöggjöfinni í
Wisconsin. Þeir sögðu að La.rn. hefði
einn kjósendanna greint starfsmönn-
um kjörstaðar síns frá því að hann
hefði fengið tvo kjörseðla en þeir
hefðu sagt honum að fást ekki um
það og kjósa. Þá sögðust repúblik-
anai’ hafa fengið upplýsingar um að
sjálfboðaliðar á vegum demókrata
Fulltrúadeild Filippseyjaþings samþykkir að höfða mál til embættismissis á hendur Estrada
Stuðningsmenn for-
setans enn í meiri-
hluta í öldungadeild
Manila. AFP, Reuters.
FULLTRÚADEILD Filippseyja-
þings samþykkti í gær að höfða mál á
hendur Joseph Estrada, forseta
landsins, með það fyrir augum að
svipta hann embætti en hann er sak-
aður um margvíslega spillingu.
Munu réttarhöldin í máli hans fara
fram í öldungadeild þingsins en þar
hafa stuðningsmenn forsetans verið í
meirihluta og því óvist, að embættis-
sviptingin nái fram að ganga.
Estrada er sakaður um spillingu,
að hafa þegið andvirði rúmlega 700
milljóna íslenskra króna í mútur frá
ólöglegum veðmálafyrirtækjum; um
að hafa brugðist trausti almennings
og brotið ýmis ákvæði stjórnar-
skrárinnar. Estrada reynir þó að
bera sig vel og segist alsaklaus en
stjórnmálaskýrendur eru sammála
um, að hann sé í raun búinn að vei’a
sem forseti.Manuel Villar, forseti
fulltrúadeildarinnar, lýsti því yfir
strax í upphafi þingfundar í gær, að
115 af 218 þingmönnum deildarinnar
hefðu undirritað samþykki við því,
að málinu yrði strax vísað til með-
ferðar í öldungadeildinni en til þess
þurfti þriðjung þingmanna eða 73.
Kom það stuðningsmönnum Estrada
í opna skjöldu því að þeir höfðu ætlað
sér að reyna að svipta Villar forseta-
embættinu fyrir að hafa yfirgefið
stjórnarflokkinn og gengið til liðs við
stjórnarandstöðuna fyrir 11 dögum.
Andstæðingar Estrada í fulltrúa-
deildinni fögnuðu yfirlýsingu Villars
ákaflega en stuðningsmenn Estrada
brugðust ókvæða við og sökuðu hann
um að hafa brotið þingsköp með því
að bera málið ekki formlega undir
þingheim. Villar svaraði því til, að í
þessu máli vægi stjórnarskráin
þyngra en þingreglur.
Líklegt er, að málið gegn Estrada
verði tekið fyrir í öldungadeildinni
síðar í mánuðinum en deildin er skip-
uð 22 mönnum og þar þarf aukinn
meirihluta til að svipta forsetann
embætti. Estrada hefur enn mikinn
stuðning i öldungadeildinni eins og
sýndi sig í gær þegar hún samþykkti
með tólf atkvæðum gegn sjö að
svipta Franklin Drilon forsetaemb-
ættinu í deildinni. Gekk hann til liðs
við stjórnarandstöðuna á sama tíma
og Villar. I hans stað var kjörinn
Aquilino Pimentel en í fréttaskeyt-
um er hann ýmist sagður óháður eða
hallur undir Estrada.
Sakarefnin mörg og alvarleg
Sakargiftirnar í máli Estrada eru
margvíslegar. Eins og fyrr segir er
hann sakaður um að hafa þegið rúm-
lega 700 millj. kr. í mútur frá ólög-
Al>
Luis Singson héraðsstjóri, sem fyrstur skýrði frá því, að Estrada forseti
hefði þegið hundruð millj. kr. í mútur. A kröfuspjöldunum er hvatt til
hreinsunar í æðstu stjórn ríkisins.
legum veðmálafyrirtækjum; að hafa
stungið í eigin vasa um 234 millj. kr.
eða obbanum af fjárframlagi stjóm-
valda til tóbaksræktenda í landinu;
að stunda fasteignabrask fyrir milli-
göngu fjölskyldufyrirtækis og að
hafa rakað saman óútskýrðum auði
og gerst sekur um meinsæri vegna
þess, að hann, kona hans, hjákonur
og börn eigi eignir, sem hvergi var
getið í yfirlýsingu hans á sínum tíma.
Einnig er hann sakaður um að hafa
reynt að hafa áhrif á rannsókn á inn-
herjaviðskiptum vinar síns; að hafa
reynt að tryggja einu fyrirtæki
einkarétt á beinlínutengdu bingói; að
hafa hunsað réttarkerfið er hann
taldi sig þurfa að greiða úr vandræð-
um sona sinna tveggja; að hafa svikið
þau heit er hann gaf við embættis-
töku að hygla hvorki ættingjum sín-
um né kunningjum og að hafa brotið