Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 78
78 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLKí FRÉTTUM
MYNPBÖND
Einfölduð
2001
Björgun á Mars
(Mission to Mars)
Vísindaskáldsaga
★★
Leikstjóri: Brian De Palma. Hand-
rit: Jim Thomas, John Thomas og
Graham Yost. Aðalhlutverk: Tim
Robbins, Gary Sinise, Connie Niel-
sen, Don Cheadle, Jerry O’Connel.
(120 mín) Bandaríkin. Myndform,
2000. Myndin er öllum leyfð.
2020 fer fyrsta mannaða geim-
farið til Mars. Jim McConnell
(Gary Sinise) átti að vera leiðang-
urstjórinn en
vegna persónulegs
harmleiks varð
Luke Graham
(Don Cheadle) lát-
inn taka við af
honum. Allt virð-
ist ganga vel hjá
leiðangrinum og
ganga rannsóknir
á rauðu plánet-
unni mjög vel þar
til að einn daginn að leiðangurs-
menn telja sig hafa fundið vatn
samkvæmt mælingum sínum. Þau
fara að upptökum mælinganna og
ræðst þá hvirfilbylur á þau, drepur
þrjú en Graham kemst til baka og
nær að senda út neyðarkall. Sá
sem á að stjórna björunarleiðangr-
inum er Woody Blake (Tim Robb-
ins) og biður hann um að fá
McConnell sér til aðstoðar þar
Íem McConnell skrifaði reglurnar
um björgun á Mars. Það er eins og
hugmyndin að handriti þessarar
myndar hafi sprottið upp úr sam-
tali um andlitið á Mars. Síðan til
að búa til einhverja sögu í kring-
um það hafa handritshöfundarnir
lesið aftan á spólu af 2001, nýtt sér
vandamál Appolo 13 áhafarinnar
og fórnfýsi „Armageddon" hetj-
anna. Utkoman er algjör vitleysa
en nær þó meðallaginu vegna tón-
; listar Ennio Morricone sem er ein
sú besta sem snillingurinn hefur
samið um langt skeið.
Ottó Geir Borg
*. t
HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ
*
*
í
Símonarson
sýn. fim. 16. vöj. örfá sæti laus
sýn. fös. 17. ncw. uppselt
sýn. lau. 18. nóv. uppsett
fös 24. nóv. uppsett
lau 25. nóv. uppsett
fös 1. des. örfá sæti laus
lau 2. des. örfá sæti laus
fös 8. des. örfá sæti laus
Jólaandakt fnjmsvnd lau 2. des kl. 14.00
Sýnlngar hefjast kl. 20
Vitleysingarnir enj hluti af dagskrá Á mörkunum,
LeikJistarhátiðar Sjálfstæðj leikhúsanna.
Miðasala i síma 555 2222
og á www.visir.is M
pOljc I mÉTTUii,
| mUt Qrrtr »Uf. j
)
TDPP PO
Vinsældalisti þar sem
þú hefur áhrif!
Eddan
er til
frambúðar
SUNNUDAGINN 19. nóvember
verða Eddu-verðlaunin afhent í
Þjóðleikhúsinu. Húsið verður
opnað gestum kl. 19, en bein út-
sending hefst í Sjónvarpinu kl. 20.
Edduverðlaunin eru nú veitt í
annað sinn af IKSA, Islensku
kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunni. Þau voru stofnuð í
fyrra í þeim tilgangi að kynna
með jákvæðum hætti það starf
sem unnið er innan kvik-
mynda- og sjónvarpsgeirans
hér á landi og vera hvatning
til þeirra sem í geiranum
starfa að leggja sig fram tii allra
góðra verka.
Ásgrímur Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Eddu-verðlaunanna,
segir ekki nokkra spurningu að
verðlaunin séu strax orðin hluti
af ísienska sjónvarps- og kvik-
myndaheiminum.
„Hátíðin gekk mjög vel í
fyrra og áhuginn á henni er
enn meiri nú í ár og verður því
mun glæsilegri og viðameiri. Ég
held að það sé ekki nokkur vafi á
að hátíðin er komin til að vera.“
Ásgrímur segir aðstandend-
ur verðlaunanna hafa
orðið vara við keppn-
isskap 1 kringum
kosningar. „Geirinn
er allur mjög
áhugasamur um
þetta og þátttak-
endum er mjög í
mun að fóik kjósi.
Okkur finnst mjög
mikilvægt að leyfa almenningi að
taka þátt og leggjum mikið upp úr
því að þeir kjósi, en vægi þeirra er
■
MorgunbJaðið/Jim Smart
» 30% amoti 70% vægi fag-
t manna. Og viljum sérstak-
I lega benda á að eingöngu al-
f menningur fær að kjósa
f sjónvarpsmann ársins, en
kosningarnar fara fram á
mbl.is fram til 17. nóvember.
Einnig finnst okkur nauðsynlegt
að minna á að almenningur get-
ur keypt sér miða á hátíðina.
Margir halda að hún sé bara fyr-
ir fólk úr bransanum, en við
tag^^^ viljum endilega fá á
tatiYr1*' _ hátíðina sem
fjölbreyttastan
hóp áhorfenda."
Áðstandend-
ur Eddu-
verðlaunanna
eru mjög
ánægðir með
árangurinn,
enda hafa allir
sýnt þessum fyrstu íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsverðlaunum
áhuga; fagmenn innan geirans, al-
Edduverðlaunin eru hönnuð af
Magnúsi Tómassyni og gefin af
Morgunbiaðinu, aðalstyrktar-
aðila hátíðarinnar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingvar E. Sigurðsson var valinn
besti leikarinn fyrir myndina
Slurpinn og Co. í fyrra, og er til-
nefndur í ár til sömu verðlauna
fyrir hlutverk sitt í Englum al-
heimsins.
Friðrik Þór, María Ellingsen,
Halldóra Geirharðsdóttir, Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir, Krist-
in Jóhannesdóttir og Markús
Örn Antonsson glöddust á góðri
stund á fyrstu Eddu-vcrðlauna
afhendingunni.
mcnningur og auðvitað allir þeir
sem koma að verkerfninu sem sam-
starfs- eða stuðningsaðilar. Eins og
eðlilegt er sker reynslan úr um ým-
is framkvæmdar- og fyrirkomulag-
satriði, en í ár hafa bæst við þrenn
ný verðlaun sem eru kona og karl í
aukahlutverki og sjónvarpsmaður
ársins.
„Við vorum ánægð með hvernig
hátíðin rúllaði í fyrra og formið á
hátíðinni verður svipað í ár, en ef
eitthvað er þá verður léttara yfir
henni í ár. Við erum enn að þreifa
fyrir okkur með rétta tóninn, en há-
tíðin er bara í eðlilegri þrúun,“ seg-
ir Ásgrímur að lokum.
Sveitaballa-
A
stemmning í Is-
lensku óperunni
Tónlist
ÍJ tgáfutón I ei kar
ÍSLENSKA ÓPERAN
Utgáfutónleikar hljómsveitarinnar
Buttercup I ísiensku óperunni
fimmtudagskvöldið 9. nóvember
2000 kl. 211 tilefni af útkomu plöt-
unnar Buttercup.is.
SÍÐASTLIÐINN fóstudag hélt
hljómsveitin Buttercup tónleika í ís-
lensku óperunni, vegna útgáfu nýrrar
plötu frá sveitinni, Buttercup.is. Það
verður nú eiginlega að segjast að
nafngift nýju plötunnar er ekki ýkja
frumleg, þar sem eitthvað.is hefur
flætt hömlulaust yfir landann um dá-
gott skeið. Ég bjóst við að á tónleik-
unum yrðu áheyrendur fyrst og
fremst unglingar, en raunin var önn-
ur. Fjölskylda, vinir og velunnarar
Buttercup, á öllum aldri, fylltu húsið.
Andrúmsloftið var afslappað og
heimilislegt. T.d. sögðu söngvaramir
stöðuga brandara sem allur salurinn
hló að, brandara sem í mínum eyrum
voru með öllu óskiljanlegir. Á vondri
íslensku mætti segja að stemningin
hafi verið „lókal“. Enda minntist Iris
(söngkona) oftar en einu sinni á
hversu vænt henni þætti um alla í
salnum. Að loknum tónleikunum var
svo hersingunni boðið að þiggja léttar
veitingar á Sportkaffi.
En svo við snúum okkur að tónlist-
inni sjálfri, þá fannst mér lögin öll
mjög grípandi en um leið fyrirsjáan-
leg. Stíllhm er samt breyttur frá því
sem ég hef áður heyrt frá hljómsveit-
inni. Tónvefnaðurinn er þynnri og út-
setningamar auðveldari í eyru.
Reyndar má hugsanlega rekja þynnri
tónvefnað nokkuð til vöntunar á raf-
hljóðum í tónleikaútgáfunum (sem
söngvaramir minntust á). En eins og
íris tjáði mér sjálf, þá er stefnan á
Taktu þátt í vali Topp 20 á mbl.is fyrir 16. nóv.
Vinnur þú helgarferð fyrir tvo til Edinborgar?
© ik XYis mbl.is
i
'irfMnttNw tmitrrhi
Morgunblaðið/Björg
Það var mikil og vinaleg stcmmning í íslensku óperunni.
nýju plötunni að draga aðeins úr
rokkinu, svo platan fái einhverja spil-
un í útvarpi, en þannig geti krakkam-
ir lært lögin og „fríkað“ síðan út með
þeim á böllum þar sem hljómsveitin
rokki miklu meira. Mér þykir þessi
stefna vera bara mjög heiðarleg og í
fullu samræmi við hversu vel hljóm-
sveitin skemmtir sér á sviði. Það er
sko ekkert stress eða tilgerð í gangi.
Sjálfri finnst mér tónlistin þeirra
ekki vera skemmtileg, enda hef ég
aldrei og mun sennilega aldrei á ævi
minni stíga fæti inn á sveitaball. En
mér finnst það virðingarvert hvað
hljómsveitin er hrein og bein í því að
skemmta sér og öðrum. Þess fyrir ut-
an mátti ekki heyra annað en að tón-
leikadagskráin væri vel æfð. Lögin
voru öll nokkuð vel til þess fallin að
verða verslunarmannahelgarslagar-
ar, enda var það með ólíkindum
hvemig smám saman fór að myndast
sveitaballastemning í íslensku óper-
unni! Hámarkinu var þó náð þegar
hljómsveitin hafði lokið við að kynna
lögin á plötunni og var kiöppuð upp til
að spila fjögur lög. Þá sungu áhorf-
endur og klöppuðu með gömlum slög;
urum eins og t.d. „meira dóp“. í
minningunni styður það reyndar
mjög við það sem íris sagði sjálf um
að fólk lærði lögin og „fríkaði“ síðan
út með þeim á böllum. Mér þótti það
nokkuð til lýta að ekld heyrðist nægi-
lega vel í söngvurunum sem annars
skiluðu sínu af miklum krafti. Á köfl-
um lá það nefnilega við að allt
drukknaði í trommunum. Ég gat
glögglega heyrt að þegar kom að
aukalögunum var samspilið betra hjá
hljómsveitinni. Söngurinn heyrðist
betur og textaframburðurinn var líka
skýrari hjá söngvurunum. Best væri
að segja að nýju lögin hefðu verið vel
æfð, en eigi eftír að verða kraftmeiri
eftir svolítinn tíma. Um flutning
þeirra vil ég helst segja að hann hafi
verið næsta hnökralaus en því miður
vantaði svolítið broddinn í hann.
Sennilegast er þetta útsetningar-
atriði en það bara gerðist aldrei neitt í
hljóðfæraleiknum sem beinlínis heill-
aði, aldrei neitt krassandi.
Buttercup-meðlimirnir eru leynt
og ijóst atvinnuskemmtikraftar. Oft
þurfa atvinnuskemmtíkraftar að
fóma ýmsu fyrir bransann, eins og
t.d. rokkinu. Þess ber t.d. að geta að
tveir meðlima Buttercup voru í
rokksveitinni Dos Pilas. En ef at-
vmnuskemmtikraftar geta heillað
fólk með sér og átt eftirminnilegar
stundir á sviði þá er það kannski þess
virði.
Ólöf Helga Einarsdóttir