Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 1 5 Um 600 íbúar í Lindahverfí eru á mdti nýju deiliskipulagi við Lindir IV Bæjaryfírvöld samþykkja að lækka stórhýsi um 3 hæðir Kópavogur UNDIRSKRIFTALISTI með nöfnum um 600 íbúa í Lindahverfi í Kópavogi hef- ur verið sendur bæjaryfir- völdum en íbúarnir eru að mótmæla deiliskipulagstil- lögu fyrir svæðið Lindir IV, sem afmarkast af Reykja- nesbraut að vestan og norð- an, Lindavegi að austan og Fífuhvammsvegi að sunnan. Samkvæmt tillögunni átti að reisa um 25 þúsund fermetra og tólf hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði á svæðinu. Birgir Sigurðsson skipulags- stjóri sagði að í kjölfar mót- mælanna hefði tillögunni verið breytt að því leyti að nú væri gert ráð fyrir níu hæða byggingu en ekki tólf. Hann sagði að um helgina hefði verið auglýst eftir áhugasömum aðilum til þess að byggja upp svæðið. I bréfi sem fylgdi undir- skriftalistanum segir: „Við íbúar Lindahverfis í Kópa- vogi mótmælum harðlega til- lögu að þeirri gríðarstóru byggingu með risaturni sem ætluð er fyrir verslun og þjónustu." V erslunarferlíki „Við íbúar teljum að það verslunar- og þjónusturými sem nú er í byggingu vestan Reykjanesbrautar og einnig það verslunarrými sem kom- ið er á svæðið austan megin sé yfirdrifið nóg. Bílaumferð og mengun frá þessum svæðum sé og verði í fram- tíðinni það mikil að ekki sé á bætandi að byggja annað eins verslunarferlíki og það sem tekið er fram í tillög- unni með tilheyrandi aukn- ingu á hljóð- og loftmengun auk bílaumferðar. Það er því krafa okkar íbúa að deiliskipulag sem liggur fyrir vegna Lindar IV verði dregið snarlega til baka. Jafnframt óskum við eftir því að svæðið verði gert að grænu svæði með tilheyr- andi aðbúnaði fyrir íbúa Lindahverfis, enda aðstaða Morgunblaðið/GoUi Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir 25 þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði á níu hæðum á svæðinu austan Reykjanesbrautar við Lindarveg. fyrir Lindabúa m.t.t. grænna svæða og íþróttaiðkunar óviðunandi.“ Ibúarnir gera það að til- lögu sinni að svæðið verði gert að alhliða útivistarsvæði og þannig tengt útivistar- svæðinu í dalnum vestan Reykjanesbrautar. Einnig leggja þeir til að byggð verði sundlaug á svæðinu. Birgir sagði að bæjar- stjórnin hefði tekið málið fyrir og ákveðið að breyta stærð hússins úr tólf hæðum í níu hæðir. Hann sagði að svæðið yrði samt áfram verslunar- og þjónustusvæði enda hentaði staðurinn vel fyrir slíka starfsemi og hefði verið skilgreindur sem slíkur á aðalskipulagi í langan tíma. ftarleg athugun á umferðarflæðinu Að sögn Birgis var gerð ít- arleg athugun á umferðar- flæðinu og sagði hann að tekið yrði tillit til þess þegar svæðið yrði byggt, þ.e. að uppbygging svæðisins og gatnakerfísins myndi haldast í hendur. Hann sagði að mik- il vinna væri enn eftir hvað varðaði skipulagsvinnuna og að framkvæmdir myndu því ekki hefjast fyrr en eftir ár eða meira. Birgir sagði að nóg væri af grænum svæðum í ná- grenni Lindahverfisins, t.d. yrði svæðið ofan við Linda- skóla áfram opið. Þá sagði hann að ekki væri langt í Kópavogsdalinn og að fyrir ofan Salahverfið yrði stórt grænt svæði. Morgunblaðið/ Sverrir Tónlistarskóli Bessastaðahrepps vígir nýtt húsnæði Bessastaðahreppur TÓNLISTARSKÓLI Bessa- staðahrepps hefur tekið til starfa í nýju húsnæði í norðausturhluta íþrótta- miðstöðvar sveitarfélagsins. Formleg vígsla húsnæðisins fór fram á laugardaginn, þegar haldnir voru tónleik- ar í nýja húsnæðinu. Aðstaða tónlistarskólans breytist mikið við þetta og hefur hann nú yfir að ráða þremur nýjum einkakennslustofum og hópkennslustofu, sem m.a. nýtist í kennslu í tónfræði, þá hefur aðstaða kennara verið bætt. Samkomusalur- inn á efri hæð íþróttamið- stöðvarinnar mun áfram nýtast skólanum til kennslu og tónleika. Borgar- bókasafn í Arbæ Menningarmálanefnd hefur samþykkt að stefna að því að opna borgar- bókasafn í Árbæ árið 2002. Það var Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði tillöguna fram, og er því beint til borgar- bókavarðar að hafa vak- andi auga með hentugri staðsetningu. í tillögu Júlíus Vífils segir m.a.: „Borgarbókasafn hefur útibú í Breiðholti og Grafarvogi. Árbæjar- hverfið virðist hafa orðið útundan í þessum efnum enda þótt það hverfi sé t.d. mun eldra en Grafar- vogshverfið. í Árbæjar- hverfínu, Ártúnsholtinu og Seláshverfinu búa um 8.700 manns og fer fjölg- andi. Þaðan heyrast margar óánægjuraddir um mjög ófullnægjandi þjónustu Borgarbóka- safnsins í hverfinu." Borgaryfírvöld koma til móts við óskir íbúa Gripið til aðgerða vegna umferðar við Ofanleiti Kringlan BORGARYFIRVÖLD hafa ákveðið að grípa til aðgerða vegna umferðaröngþveitis við Ofanleiti og koma þannig til móts við óskir íbúa á svæðinu, en þeir kvörtuðu undan því að námsmenn við Verslunarskól- ann og Háskólann í Reykjavík legðu bílum sínum í götunni. „Þegar ástandið er verst er erfitt að koma björgunarbif- reiðum, slökkvi-, sjúkra- eða lögreglubifreiðum um göt- una,“ segir í bréfi sem fylgdi undirskriftarlista sem 95 íbúar við Miðleiti, Neðstaleiti og Ofanleiti, skrifuðu undir. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri sagði að skipulags- og umferðarnefnd hefði samþykkt að láta mála miðlínur á götuna, sem og að setja stöðubann á báða kanta Ofanleitis milli Listabrautar og Efstaleitis. Hann sagði að skiltin væru þegar komin upp og að á næstu dögum yrðu miðlínurnar málaðar. Auk þess að óska þess að Ofanleiti verði akreinaskipt gata, vildu íbúarnir láta skoða þann möguleika að loka göt- unni við skólana og gera þar bflaplan, en borgaryfirvöld féllust ekki á það. Á næstu dögum verður máluð miðli'na á götuna Ofanleiti en ibúar í ná- grenninu hafa kvartað mikið undan því að lagt sé upp á kanta og gatan þannig þrengd. Þegar hafa verið sett upp skilti sem banna bifreiðastöður. Vilja hraða- hindrun við Gautavík Grafarvogur ÍBÚAR í Gautavík í Grafarvogi hafa sent borgaryfirvöldum und- irskriftarlista með 95 nöfnum, þar sem farið er fram á að sett verði upp hraðahindrum í götunni vegna mikils umferðarhraða. Skipu- lags- og umferðarnefnd borgarinnar hefur tek- ið erindið fyrir og vís- aði nefndin því til um- ferðaröryggisnefndar og samkvæmt upplýs- ingum frá borgarskipu- lagi er það enn í vinnslu þar. I bréfi íbúanna kem- ur fram að við Gauta- vík búi margar barna- fjölskyldur og því sé mikið af börnum að leik um allt svæðið og sérstaklega við götuna þar sem enginn leik- völlur sé nálægt. „Bílar koma oft á miklum hraða upp göt- una,“ segir í bréfinu. „Börnin leika sér mikið á og aðallega meðfram götunni. Þau hlaupa milli húsanna og skjót- ast þá fram á milli kyrrstæðra bíla. íbúar við götuna átta sig á þessari hættu, en öðru máli gegnir um marga gestkomandi ökumenn. Þeir aka margir tilfinn- - anlega hraðar. Gefa verður til kynna þá hættu sam stafar af þessum hrað- akstri. Draga verður skilyrðislaust úr um- ferðarhraða við húsin með einhverjum hætti. Mál þetta snertir vel- ferð barnanna og mun því verða fylgt fast eft- ir.“ Enginn á biðlista eftir leik- skóla- plássi Seltjarnarnes EKKERT barn er á bið- lista eftir leikskólaplássi á Seltjarnarnesi. Sigur- geir Sigurðsson bæjar- stjóri sagði að leikskól- arnir tækju árlega við 70 til 75 börnum, þ.e. einum nýjum árgangi og að síð- ustu ár hefði tekist að anna eftirspuminni. Að sögn Sigurgeirs hefur leikskólabörnum reyndar lítið fjölgað í bænum síðustu ár, þar sem íbúafjöldinn hefur nánast staðið í stað. Hann sagði að næstu ár- um, samfara uppbygg- ingu á Hrólfsskálamel- um, mætti búast við því að íbúum fjölgaði því gert væri ráð fyrir 90 til 100 nýjum íbúðum á svæðinu. Hann sagði að bærinn væri vel í stakk búinn til að takast á við fjölgun barna á skóla- skyldualdri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.