Tíminn - 19.11.1965, Side 5
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 1965
Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af-
Igreiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Askriftargjald kr 90.00 á mári. Innanlands — í
I lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA bf
„Vísað úr embætti“
Séra Garðar Þorsteinsson birtir í Mbl. í fyrradag svar
v:j þeim furSulegu ásökunum, að andstaðan gegn emb-
æ: i:. eitingunni í Hafnarfirði sé aðeins sprottin af and-
legum kölduflogum. Sér Garðar játar, að hann sé einn
af sjúklingunum, og gerir hann eftirfarandi grein fyrir
sjúkdómi sínum:
„Eg skal strax taka það fram, að ég tel það vítavert,
að steini sé kastað að þeim manni, sem skipaður hefur
verið í bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði. Hann á það
ekki skilið að dómi þeirra, sem bezt þekkja. En hitt má
hver lá okkur sem vill, þótt okkur virðist sá maður hart
leikinn, sem „vísað er úr embætti" eftir að hafa í nærri
áratug haft alla ábyrgð þess á hendi og rækt embættis-
störf sín öll með þeim ágætum, að vakið hefur aðdáun og
virðingu hvers manns.
Og um almennar vinsældir hans þurfa þeir ekki að
^pyrja, sem fylgzt hafa með því, sem nú að undanförnu
hefur gjörzt í sambandi við þetta mál.
Formlega var hann ekki skipaður í embættið af gildum
og kunnum ástæðum. En af því hér var orðið um allt
annað að ræða en venjulega setningu í embætti til bráða-
birgða, hlaut almenningur að líta svo á, að skipun hans
í embætti væri formsatriði eitt, sem hlyti að koma til
framkvæmda, þegar fyrirrennari hans segði starfinu
lausu formlega. En í stað þess var honum þá „kastað
út á gaddinn“.
í niðurlagi greinar sinnar farast séra Garðari þannig
orð:
„Það hefur ekki farið dult, að um langt árabil hafa
önnur sjónarmið oft ráðið í embættisveitingum en hæfni
umsækjenda og rétt mat á verðleikum þeirra. Þjóðmála-
skoðanir og tengdir við forráðamenn hafa ekki ósjaldan
skipt meira máli. Þessi misbrestur er sízt til þess fall-
inn að hvetja starfsmann til að rækja starf sitt af kost-
gæfni, því hvaða tryggingu hefur hann fyrir því, að það
yrði nokkurs metið, ef hann skyldi síðar sækja um betra
starf?
Þetta er alvarleg meinsemd, sem hefur fengið að grafa
um sig í næði fyrir skort á „andlegu kölduflogi‘“ þegar
nauðsyn bar til.“
Alþýðuflokkurinn
Alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði eiga þakkir skilið
fyrir það, hve vasklega þeir hafa brugðizt gegn hinni
hneykslanlegu veitingu bæjarfógetaembættisins. Sæmd
ráðherra flokksins hefur hins vegar hrakað að sama
skapi. Þeir þykjast að vísu hafa lagt nokkra áherzlu á
það í ríkisstjórninni, að Björn Sveinbjörnsson fengi emb-
ættið, en því hafi ekki verið anzað. Sést á því, að ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins þykjast ekki þurfa að taka
mikið tillit til Alþýðuflokksins.
Af augljósum ástæðum, sem.óþarft er að rekja hér,
bar Alþýðuflokknum sérstö'k skylda til að afstýra því, að
níðzt væri á Birni Sveinbjörnssyni í sambandi við þetta
mál. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hefðu áreiðanlega
tekið tillit til þess, ef þeir hefðu ekki talið sig örugga um
stuðning Alþýðuflokksins til hvers sem væri. Það er
eins og forsætisráðherrann hafi viljað nota þetta mál til
að sýna, svo að ekki yrði um villzt, hver hefði öll ráð
á stjórnarheimilinu.
TÍMINN
Stefnir de Gaulle aö stóraukinni
samvinnu Frakka og Rússa?
Það mun skýrast betur eftir forsetakosningarnar
UTANRÍKISRÁÐ H E R RA
Frakba Couve de MurvHle fór
í heimsókn til Rússlands í byrj
un þessa mánaðar og var tek-
ið með kostum og kynjum. Ráð
herrann ferðaðist frá Moskvu
til Soohi og átti ekki aðeins
langar viðræður við hinn rúss
neska embættisbróður sinn,
Gromyfco, heldur einnig við
Mikoyan forseta, Kosygin for-
sætisráðherra og Brezhnev
flokksleiðtoga- Rússnesku blöð
in lögðu sig fram um að bá-
súna mikilvægi heímsóknarinn
ar. Samt var það svo, að í
fréttatilkynningunni, sem birt
var við brottför ráðherrans, var
ekkert að sjá, sem vakið gæti
verulegan ugg í Washington
eða Bonn.
í þessarri fréttatílkynningu
kom í raun og veru ekkert ó-
vænt fram um skoðanir eða
viðhorf leiðtoga þessara
tveggja viðkomandi ríkja. Lýst
var, eins og venjulegt er,
ánægju yfir bættum samskipt
um og látin í Ijós von um enn
frekari framfarir á Því sviði,
en framsetningin bar þó annan
blæ en venjulegast er um slík
ar tilkynningar.
Breytingar á fransk-sovézk-
um samskiptum hafa verið eitt
hið merkilegasta í framvindu
þeirra mála á árinu 1965. Að-
dáendur de Gaulles hershöfð
ingja lofa hann fyrir framsýni
og samkvæmni í utanríkis-
stefnu. Er efcki trútt um, að
þeir hafi sér til hægðarauka
dregið gleymskuhulu yfir kulda
leg viðbrögð Frakka við för
Macmillans til Moskvu árið
1959 og friðkaupaásakanir, sem
þá heyrðust í herbúðum gaull
ista- En mínna langminni þarf
þó til að gleyma nýlegri full-
yrðingu de Gaulles sjálfs um
„einræðisveldi" Rússa og varan
lega ógnun við Evrópu. En nú
eru aðstæður breyttar og
stjórnkænska de Gaulles hefir
sýnt einstaka aðlögunarhæfni.
EIGI að gera sér rétta grein
fyrir eðli þess nýja tilhugalífs
þarf að huga að fortíðinni, eða
fyrri fjandskap. Þegar de
Gaulle kom aftur til valda árið
1958 gerði hann undir eins tíl-
kall til sætis á bekk með
helztu forustumönnum heims.
Þegar yfirlýsing hans í septem
ber Það ár leiddi ekki til þrí-
stjóravalds í vestrænum sam-
tökum, eíns og hann hafði gert
sér vonir um, sneri hann sér
að Evrópu sem líklegri vogar-
stöng. í vitund de Gaulles átti
,,Evrópa“ að byggjast á fransk-
þýzku bandalagi.
Fyrirætlunum de Gaulles
stafaði á þessu stigi helzt ógn-
un af horfum á gagnkvæmum
skilningi leiðtoganna í Moskvu
og Washington, eða samkomu-
lagi, sem endurvekti þá rússn
esk-bandarísku samdrottnun,
sem orðið hafi til í Yalta.
Ætti Frökkum að takast að
koma í veg fyrir þetta, yrðu
Þeir að koma fram sem harð-
snúnir verjendur vesturþýzkra
hagsmuna.
Satt er, að de Gaulle hers-
höfðingi viðurkenndi árið 1959
að austurlandamæri Vestur-
Þýzkalands fylgdu Oder/Neiss.
En þessi víðurkenning var tengd
voninni um endursameiningu í
fjarlægri framtíð. Jafnframt er
satt, að hershöfðinginn setti
fram þá hugmynd, sem nú nýt
ur almennrar viðurkenningar,
eða að áleitni af hálfu Kínverja
yrði til þess að knýja Rússa til
að leita eftir nýjum viðhorf
um í vestri. En Krustjoff
snóri sér til valdhafanna í
Washington en ekki í París.
Hann leit svo á, að samtök
Vestur-Evrópu, sem de Gaulle
hershöfðingi stefndi að, hlytu
að lúta forustu Þjóðverja og
yrðu því enn óviðfelldnari en
ríkjandi samtök, sem lutu valdi
Bandaríkjamanna.
,,ÞÝZKA SKEIÐIÐ" í utan
ríkísstefnu de Gaulle náði há-
marki í september 1962, þegar
hann fór sigurför sína um
Vestur-Þýzkaland. í kjölfar
hennar fylgdi leikjaröð, sem
enn studdi að framkvæmd hins
mikla áforms. Bretar voru of
„Atlantshafssinnaðir" og of
miklir keppinautar. Því varð
að halda þeím frá meginlands
samtökunum og aðild þeirra
var felld í janúar 1963, eins
og áformað var. Fransk-þýzki
samningurinn var undirritaður
í sama mánuði.
Fimm mánuðum síðar neit
uðu Frakkar að undirrita
Moskvusamninginn um tak-
markað bann við kjarnorkutil
raunum. Stórveldin tvö, Kína
og Frakkland, sem stóðu utan
þeirra samtaka, tóku svo upp
stjórnmálasamband í janúar
árið 1964. En nýtt tímabil var
þá þegar hafið í utanríkisstefnu
de Gaulles.
Þegar hér var komið sögu
var de Gaulle orðið ljóst, að
Vestur-Þjóðverjar voru enn síð
ur til þess fúsir en
Bretar að verða bandaþjóð
Frakka við að bjóða banda-
rískri forustu birginn. Hann
komst ennfremur að raun um,
að þarna stafaði hann ekki með
óæðri eða vanmáttugri félaga,
heldur var um að ræða efna
hagslega sterkara og aflmeira
ríki en Frakkland. Vinda varð
bráðan bug að því að koma í
veg fyrir, að Þýzkaland næði
einnig hernaðarlegri forustu.
Þegar hershöfðinginn vakti
upp frá dauðum hinn forna
franska ótta við afl Þjóðverja
varð honum einnig hugsað tíl
fomra úrræða, eða liðveizlu úr
austri til jafnvægis. Stefnu-
breytingin varð opinber í febr
úar í ár, þegar de Gaulle lýsti
yfir, að Þýzkaland ætti ekki
um aðra leið að velja til endur
sameiningar en samninga við
nágranna sína, eða samkomu-
lag, sem kvæði ekki aðeins á
um landamæri Þýzkalands,
heldur einníg takmörkun á
hernaðarmætti þess.
Áhugi Rússa var loksins vak
inn. Þeir höfðu látið sér hægt
um deilur de Gaulles -:.ð valda
menn í Washington, franska
þvergirðingin innan Atlants-
hafsbandalagsins og deilumar
innan Efnahagsbandalagsins,
eða meðan stefna hershöfðingj
ans virtist hvíla á möndlinum
Bonn-Paris. Nú sáu Rússar
hilla undir hugsanleg kjara-
kaup.
ÓFRIÐURINN í Víetnam
hlaut að minnsta kosti að gera
hlé á rússnesk-bandarískum
samkomulagsumleitunum og ef-
laust hefir þetta auðveldað
eftirkomendum Kmstjoffs á-
kvörðunina. En umskiptin í
afstöðu Frakka til Þýzkalands
réðu úrslitum. Og þegar febrú
armánuður var liðinn tóku at-
burðurnir að gerast með meiri
hraða en áður. Moskvumenn
Framhald a bls 12.
Þessl mynd var tekln ( Moskvu af þelm Couve de Murville, utanríklsráðherra Frakka, (t. v.) og Mikojan.