Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1892, Page 20

Skírnir - 01.01.1892, Page 20
20 Frá íslendingum í Ameríku. skýrslur þessar voru næsta óáreiðanlegar, þar sem sumir voru jafnvel tald- ir eiga miklar eignir, er vitanlega voru öreigar o. s. frv. Vorið var fremur þurt og gróðurlítið lengi fram eptir, en þó rættist úr því fremur öllum vonum. í Nýja-íslandi og Álptavatnsnýlendu varð gras- vöxtur góður og heyskapur mikill og árferð yfir höfuð góð. í Minnesota og Suður-Dakota og víðar skemdust akrar í ágústmán. af stormi og hagli og mistu sumir við það alla uppskeru sína, en í Norður-Dakota var upp- skera í betra lagi víðast hvar. Hveitiverð var hvervetna afarlágt, svo að hveitiræktin hefir naumast orðið nokkur gróðavegur þetta árið. Af kirkjumálum íslendinga verður fátt eitt ritað að þessu sinni. Hið 8. ársþing kirkjufélagsins var haldið á Garðar í Norður-Dakota 24.—29. júní. í kirkjufélaginu voru þá alls 22 söfnuðir eða rúmar 5000 manna og því lítið eitt fjölmennara en árið áður, en prestarnir voru að eins 4 eins og að undanförnu. Við skólamálið var eigi annað átt, en ákveðið að halda samskotunum áfram; var sjóðurinu þá orðinn um 1200 dollarar. Deilan milli presta kirkjufélagsins og utanfélagsmanna (síra Magnúsar Skaptason- ar, únítara og presbýteríana) voru engu vægari en árið áður, enda virð- jst svo sem fjöldi manna sé Iítt fylgjandi ýmsum þeim trúaratriðum, er prestar kirkjufélagsins halda fastast fram og gera að kappsmáli; sýnir þetta meðal annars yfirlýsing sú, er kom fram á kirkjuþinginu, frá einum söfnuði, að hann tryði ekki „að allar hinar kanónisku bækur gamla og nýja testamentisins séu guðs opinberaða orð“. Dessi „grikkur11 var auð- vitað óþægilegur fyrir stjórn kirkjufélagsins og samþykti þingið að fela forseta sínum „að skrifa söfnuðinum, ef ske mætti, að hann fyrir bróður- legar leiðbeiningar sæi að sér og héldi svo áfram að vera trúr við ját- ning hinnar lútersku kirkju". Að öðru leyti sýnist svo sein andstæðingar kirkjufélagsins beiti meiri hógværð í deilum sínum við þá, sem eigi hafa sömu skoðanir í trúarefnum; en eigi er kunnugt, hve mannmargir þeir söfnuðir eru, sem njóta reglulegrar prestþjónustu utan kirkjufélagsins, eða hver flokkurinn þar er öflugastur. Söfnuðir þeir, er síra Magnús Skapta- son þjónar, nefna sig „Fríkirkjufélag íslendinga í Vesturheimi"; í ráði var undir árslokin að hann tæki að gefa út blað á stærð við „Sameininguna": skyldi það heita „Dagsbrún11 og vera málgagn þess flokks íslendinga vest- ur þar, er hallast að skoðunum hans í trúarmálum. Djóðhátíð íslendinga í Winnipeg (íslendingadagurinn) var haldinn 1. ág. og fór vel fram að vanda. Dar voru sýndir ýmiskonar fimleikar og veitt verðlaun fyrir bæði hlaup og stökk þeim, sem þóttu bera af öðrum. Að öðru leyti voru ræðuhöld, svo sem vant er, og kvæði sungin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.