Skírnir - 01.01.1892, Qupperneq 47
Bókmenntir.
47
ar var hún í langri kúgun og kvöl orðin vön við að hræsni og illmennska
yrði ofan á, orðin vön við að lifa í andlegu rökkri, en hún trúði á ókomna
birtu. Og nú sá hún hana allt í einu, fyrst glætu, svo geisla, svo loga,
svo alian sjóndeildarhringinn, eins langt og auga eygði í blossandi báli.
í fyrsta sinni heyrði hin unga kynslóð háar, hvellar raddir kalla frelsið
rétt þjóðanna, án þess andæpt væri“.
Brandes skýrði frá skoðunum sínum í fyrsta fyrirlestrinum, sem hann
hélt við Kaupmannahafnarháskóla 3. nóv. 1871, hér um bil á þessa leið:
„Jeg verð að biðja afsökunar á því, að jeg, óreyndur maður, með ó-
nægar gáfur og þekkingu, voga að koma hér fram. En ég bið engrar
vorkunnar á skoðunum sínum, meiningum eða hugmyndum. Jeg tel það
skyldu mína og sæmd mína við liggja, að jeg haldi fram þeim skoðunum,
sem jeg lýsi yfir að ég hef. Jeg trúi á rétt hinnar frjálsu rannsóknar.
Jeg trúi á, að hugsunarfrelsið muni sigra að lokum“.
Því næst sýndi hann, að danskar bókmenntir hefðu aldrei legið í jafn-
miklum doða og þá og að „vorar“ bókmenntir væru ekki annað en bók-
menntir feðra vorra. „Ekki þær bókmenntir, sem maður erfir frá liðnum
tíma og les, heldur þær bókmenntir, sem maður sjálfur framleiðir, eru eign
manns. Hina uppvaxandi kynslóð verður sjálf að framleiða eitthvað, ef
hún vill sýna að hún lifi. Hver einstaklingur verður að berjaBt áfram
eins og mannkynið hefir barizt áfram, ef hann vill vera sannur maður.
Að hugsa er ekki annað en að berjast áfram gegnum hið sama og mann-
kynið hefir barizt gegnum, náttúrlega ekki í þeim skilningi, að maður skuli
vera settur eins og sá fyrsti maður á jörðunni; en þannig, að hver ein-
stakur reyni með sínum eigin heila að vinna sér sina persónulegu, upp-
runalegu og eðlilegu sannfæringu, án þess að líta til hægri eða vinstri,
eða fara eptir þeim, sem ríki og kirkja ábyrgjast að geymi sannleikann“.
í febrúarmánuði 1872 stofnuðu lærisveinar Georgs Brandes félag, sem
kallaðist „Litteraturselskab“. Gekk staflaust um bæinn, að allir sem vildu
ganga i félagið, yrðu að lýsa yfir hátíðlega, að þeir ekki hefðu neina trú
og að þeir vildu vinna að því, að kirkja og ríki væru skilin sundur, og
að kvennfólk yrði sett jafnhliða karlmönnum (sjá „Dagens Nyheder“ 16.
marz 1872). Margt ljótara var samt sagt um þetta félag, t. d. að ungur
blaðamaður gætti dyra öll fundarkvöld, til þess að spyrja hvern, sem kom
inn, hvort hann tryði á persónulegan guð og ódauðleik sálarinnar. En
„Litteraturselskabet“ var meinlaust félag, og aðalmark þess var, að gefa
út frjálslynd rit, sem enginn ella myndi gefa út. En þess þurfti ekki