Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1892, Page 47

Skírnir - 01.01.1892, Page 47
Bókmenntir. 47 ar var hún í langri kúgun og kvöl orðin vön við að hræsni og illmennska yrði ofan á, orðin vön við að lifa í andlegu rökkri, en hún trúði á ókomna birtu. Og nú sá hún hana allt í einu, fyrst glætu, svo geisla, svo loga, svo alian sjóndeildarhringinn, eins langt og auga eygði í blossandi báli. í fyrsta sinni heyrði hin unga kynslóð háar, hvellar raddir kalla frelsið rétt þjóðanna, án þess andæpt væri“. Brandes skýrði frá skoðunum sínum í fyrsta fyrirlestrinum, sem hann hélt við Kaupmannahafnarháskóla 3. nóv. 1871, hér um bil á þessa leið: „Jeg verð að biðja afsökunar á því, að jeg, óreyndur maður, með ó- nægar gáfur og þekkingu, voga að koma hér fram. En ég bið engrar vorkunnar á skoðunum sínum, meiningum eða hugmyndum. Jeg tel það skyldu mína og sæmd mína við liggja, að jeg haldi fram þeim skoðunum, sem jeg lýsi yfir að ég hef. Jeg trúi á rétt hinnar frjálsu rannsóknar. Jeg trúi á, að hugsunarfrelsið muni sigra að lokum“. Því næst sýndi hann, að danskar bókmenntir hefðu aldrei legið í jafn- miklum doða og þá og að „vorar“ bókmenntir væru ekki annað en bók- menntir feðra vorra. „Ekki þær bókmenntir, sem maður erfir frá liðnum tíma og les, heldur þær bókmenntir, sem maður sjálfur framleiðir, eru eign manns. Hina uppvaxandi kynslóð verður sjálf að framleiða eitthvað, ef hún vill sýna að hún lifi. Hver einstaklingur verður að berjaBt áfram eins og mannkynið hefir barizt áfram, ef hann vill vera sannur maður. Að hugsa er ekki annað en að berjast áfram gegnum hið sama og mann- kynið hefir barizt gegnum, náttúrlega ekki í þeim skilningi, að maður skuli vera settur eins og sá fyrsti maður á jörðunni; en þannig, að hver ein- stakur reyni með sínum eigin heila að vinna sér sina persónulegu, upp- runalegu og eðlilegu sannfæringu, án þess að líta til hægri eða vinstri, eða fara eptir þeim, sem ríki og kirkja ábyrgjast að geymi sannleikann“. í febrúarmánuði 1872 stofnuðu lærisveinar Georgs Brandes félag, sem kallaðist „Litteraturselskab“. Gekk staflaust um bæinn, að allir sem vildu ganga i félagið, yrðu að lýsa yfir hátíðlega, að þeir ekki hefðu neina trú og að þeir vildu vinna að því, að kirkja og ríki væru skilin sundur, og að kvennfólk yrði sett jafnhliða karlmönnum (sjá „Dagens Nyheder“ 16. marz 1872). Margt ljótara var samt sagt um þetta félag, t. d. að ungur blaðamaður gætti dyra öll fundarkvöld, til þess að spyrja hvern, sem kom inn, hvort hann tryði á persónulegan guð og ódauðleik sálarinnar. En „Litteraturselskabet“ var meinlaust félag, og aðalmark þess var, að gefa út frjálslynd rit, sem enginn ella myndi gefa út. En þess þurfti ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.