Skírnir - 01.01.1892, Page 48
48
Bókmenntir.
þegar til kom og var félagið því skammært. E>að hafði líka sett sér það
mark, að vinna að því, að frjálsri rannsókn væri leyft að skera úr, hvað
satt væri og ósatt, og að því, að breiða út almenna menntun.
Þó að Brandes sé brugðið um það, að hann vilji svívirða hókmenntir
Dana, þó hafa samt margir hinna helztu eldri manna verið kunningjar
hans eða vinir. Chr. Winther og H. C. Andersen hafa farið fögrum orð-
um um gáfur hans og Ludv. Bödtcher og F. L. Liebenberg voru góðir
vinir hans. Bröohner, Hauch og Fr. Paludan-Muller studdu hann á marg-
an hátt kringum 1870. Seinna gerðust þeir Hinrik Ibsen og Björnstjerne
Björnson vinir hans. Þegar Brandes fór til Berlínar 1877, færðu visinda-
menn og rithöfundar í Höfn honum ávarp. Sendi Björnstjerne honum þá
opið bréf. Segir hann í þvi, að fyrstu áhrif af ritum Brandesar á sig
hafi verið, að hann lærði að bera virðingu fyrir þeim, sem höfðu aðra trú
en hann. „Með hverri nýrri bók, sem hann hofir gefið út, hefir hann aukið
þekkingu mína, knúð hugsun mína áfram og — sem nú varðar mestu fyr-
ir mig — með sinni opt ágætu lýsingu á æfi manna, er halda fast við
sína sannfæringu, hefir hann styrkt vilja sinn. Honum er að þakka, að
ég vinn með meiri trú og trausti í þeirri andans samkundu, sem ég held
ég eigi heima í“.
Brandes skýrir t. d. þannig frá því, hvernig á því stendur, að Heine,
frelsismaðurinn, unni Napoleon mikla og orti svo margt um hann:
„Heine elskaði frelsið heitt. Hann fann til hungurs og þorsta í sálu
sinni eptir frelsi. Hann var svo gerður, að hann elskaði öll mikilmenni,
en hafði viðbjóð á stjórn allra hálfnýtra manna, miðlungsmanna.
1 blóði Hinriks Heine var enginn apturhaldsdropi. Blóð hans var
uppreistarmannsblóð. En það var heldur enginn skrilveldismanns blóðdropi
í blóði hans. Blóð hans var höfðingjablóð. Hann vildi láta stórmenni
drottna og ríkja.
Þegar vesali keisari eða konungur er höggvinn í draumum eða lýs-
ingum hans, þó fagnar hann því. En hann vill gefa keisaranum það,
sem keisarans er, eins og þar stendur. Þó frelsið væri þannig, að allt
frelsi, sem enn hefir sézt á jarðríki, væri barnaglingur í samanhurði við
það, þá hræðist hann það ekki, en hann telur ómögulegt, að hugsjónir
broddborgara beri frelsið i skauti sér. Hann hatar allt hálfkarrað, hvort
sem það nefnist framfara eða þjóðveldis nafni. Því það er fjandi hins
mikla manns og hins mikla frelsis.
Ekki trúir hann á frelsi Bandaríkjanna, „frelsisbásinn með jafnaðar-