Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1892, Page 63

Skírnir - 01.01.1892, Page 63
Bókmsnntir. 68 Fjórði þáttur, 9. atriði (Bengt hefur flosnað upp af skuldum og flýð hurt, og sjást þau nú aptur eptir langa stund). Bengt (illa til reika, í vondum klæðum, nemur staðar í dyrunum höggdofa). Margit (kemst við er hún sér Bengt); Komdu inn, riddari. Bengt: Ekki riddari. Margit: Setjizt þér niður, herra Bengt. Bengt: Nei, frú mín, ég er ekki verður þess að sitjaí viðurvistyðar. Margit: Tölum um það sem yfir stendur; það, sem liðið er, er ekki til fyrir okkur. Bengt (litur nú fyrst upp á Margit, honum bregður, er hann sér, hve þreytt hún er): Fyrirgefið er — það? Fyrirgefið mér. Ég ætlaði að tala um málefni okkar. Dér vitið, að við erum fátæk. Margil: Ég veit það nú, en ég hefði átt að fá að vita það ári fyr. Bengt: Dað er ekki þitt að ávíta mig fyrir það; það á ég sjálfurað gjöra. Ég elskaði yður og vildi hlífa yður. Margit: Þér vilduð eiga hest til að ríða á dýraveiðar með og vild- uð ekki beita honum fyrir vagn. Bengt: Ég þekkti ekki kjark yðar. Margit: Þér vilduð ekki þekkja hann, því það mundi hafa lækkað í yður rostann. Til hvers er að veita hvort öðru átölur? Bengt: Lofið mér að halda áfram átölunum gegnsjálfum mér. Þeg- ar allt fór á höfuðið, missti ég hugann, en þér höfðuð þá vit fyrir okkur. Þér liöfðuð bjargað því, sem bjargað varð; þér hafið borgað vinnufólkinu kaup þess; þér hafið sami við þá, sem eiga hjá okkur — og allt þetta meðan ég faldi mig í sorg og svivirðu. Erindi mitt er fyrst og fremst að biðja yður fyrirgefningar . . . (fellur á kné). Fyrirgefið mér, að ég ekki virti yður eins og har, að ég hélt að þér væruð fagur fugl til að sitja í búri og sýna friðleik sinn og ekki annað. Fyrirgefið mér að ég varð reiður, er þér neyttuð réttar yðar, sem ég sjálfur hafði gefið yður, réttarins til að unna blómum meir en grasi; fyrirgefið mér, að ég hef rænt æsku yðar og bakað yður sorg. Margit: Þér þurfið ekki að biðja mig fyrirgefningar á því að þér ekki hafið virt mig eins og skylt var, því þegar við töluðum síðast saman, átti ég ekki í eigu minni þá kosti, sem þér nú metið svo mikils. Jeg var þá vesalingur, rétt eins og þér vilduð hafa mig. Að þér hafið bakað mér sorg er ekki yður að kenna, og við skulum ekki lasta sorgina okkar, því hún hefur verið okkur til gagns. Búsið þér upp herra, Bengt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.