Alþýðublaðið - 08.01.1960, Side 3
Garðar Guðmundsson.
Björn Antoniusson.
Vilhjálmur Ásmundsson.
Magnús Berentsson.
Þessir
fórust
Jón Björgvin Sveinsson.
MENNIRNIB, er fórust
með vélbátnum Rafnkeli
GK 510, voru allir á bezta
aldri og er mikill skaði að
fráfalli þeirra. Þeir voru
flestir kvæntir og létu eft-
ir sig 16 börn. Aðstand-
endur hinna látnu sjó-
Ólafur Guðmundsson.
manna eiga því um sárt að
binda. Leitað var mjög
ýtarlega að Rafnkeli og
áhöfn hans, en sú leit varð
árangurslaus, utan hvað
nokkurt brak fannst úr
bátnum, er benti ótvírætt
til, að hann hefði farizt.
Hannibalsokinu
verður aflétt
Ný reglugerð
um íbúðalán
EMIL JÓNSSON félagsmála
ráðherra skýrði Alþýðublaðinu
frá því í gær, að hann hefði í
undirbúningi ýmsar brc.vting-
ar á þeirri reglugerð um úthlut
un lána í húsnæðismálastjórn,
sem Hannibal Valdimarsson
setti í ráðherratíð sinni. Sam-
kvæmt reglugerð Hannibals
ríkir allt að sextíufaldur mis-
munur milli þeirra byggðar-
laga, sem mest fá, og hinna sem
minnst fá, ef miðað er við þörf,
eins og hún kemur fram í um-
sóknafjölda. Er ætlunin að létta
af þessu Hannibalsoki.
Emil skýrði frá þessu ag því
tilefni, að ungur framsóknar-
þingmaður hefur í Títhanum
skorað á hann, Alþýðuflokksráð
herranna, að „bæta . . . úr ára
l.ngu misrétti, sem húsbyggj-
endur víða um land búa við“,
án þess að geta þess, að misrétt
ið skapaði Hannibal í ráðherra
tíð sinni, en grundvöll að þessu
kerfi lagði Steingrímur Stein-
þórsson, er hann var húnæðis-
málaráðherra.
MEIRA FJÁR
VERÐUR AFLAÐ.
Þá skýrði Emil Jónsson
einnig frá því, að það 15
milljón króna lán, sem Seðla
bankinn hefur veitt húsnæð-
ismálastjórn, sé aðeins byrj
unin á þeirri fjárútvegun,
7 ogararnir
Framhald af 1. síðu.
arsson & Co. eiga von á. Hafn
arfjarðartogarinn og þessir þrír
síðast nefndu togarar eru allir
smíðaðir í Bremerhaven. Geta
má þess, að lokum, að það var
ríkisstjórn Alþýðuflokksins er
kom því til leiðar að unnt var
að smíða hina nýju togara.
sem fyrirhuguð er á þessu
ári. Þetta lán á að vísu að
greiðast af föstum tekjum
húsnæðismálastjórnar, sem
eru um 40 milljónir, en ætl-
unin er að auka tekjur stofn
unarinnar um þessar 15
milljónir og meira til.
ÓRÉTTLÁT SKIPTING.
Samkvæmt reglugerð Hanni-
bals skiptir húsnæðismála-
stjórn lánsfé fyrst milli sveitar
félaga eingöngu eftir íbúafjölda
án tillits til umsóknarfjölda og
síðan milli umsækjenda innan
hvers sveitarfélags. Það er í
skiptingunni milli sveitarfé-
laganna, sem mikið óréttlæti
ríkir, og hefur fulltrúi Alþýðu
flokksins í húsnæðismála-
stjórn oft hafið máls á þessu
og óskað leiðréttinga.
Samkvæmt upplýsingum
húsnæðismálastjórnar um á-
standið 1. september síðastl.
er skiptingin milli sveitarfé-
laganna þannjg, og er fjölda
EYJABÁTAR
TlNAST ÚT
Vestmannaeyjum, 7. jan. —
FÓLKIÐ er nú tekið að
streyma hingað til vertíðar-
vinnu, eins og undanfarin ár.
Hafa um 80 manns komið með
„Herjólfi“ á hverjum degi und-
anfarið.
Mest af þessu fólki eru sjó-
menn á bátana. Fjölgar alltaf
bátunum, sem byrjaðir eru að
róa. í dag eru tólf bátar á sjó,
en fleiri eru senn tilbúnir.
Ekki gengur e;ns vel að fá
mannskap til starfa í frysti-
húsunum enn sem komið er. Er
þó ekki ástæða til að ætla, að
vandræði skapist af þeim sök-
um.
í GÆZLUVARÐHALDI.
Kaupfélagsstjórinn, Halldór
Örn Magnússon, var í gær úr-
skurðaður í gæzluvarðhald.
Rannsókn á máli hans er þó
hvergi nærri lokið, enda mjög.
umfangsmikið, en þegar hefur
sannazt á hann nálega Vz
millj. kr. fjárdráttur úr bæjar-
sjóði, eins og áður hefur komið
fram í fréttum. — P. Þ.
Afkost Fiskiðju-
versins tvöfoEd
VINNSLUAFKÖST hafa tvö-
faldazt í hinu gamla fiskiðju-
veri ríkisins, síðan Bæjarútgerð
Reykjavíkur keypti það og tók
við rekstri þess. Hafa forráða-
menn Bæjarútgerðarinnar látið
gera ýmsar breytingar og end-
urbætur á fiskiðjuverinu, og
liafa á annað hundrað manns
haft vinnu við fyrirtækið, þeg-
ar fiskur hefur verið fyrir
hendi. Bæjarútgerðin hefur að
sjálfsögðu mikið fiskmagn til
vinnslu, þar sem hún er stærsta
togaraútgerð landsins, og lögðu
skip hennar til dæmis á land
1340 lestir milli jóla og nýárs.
Forráðamenn Bæjarútgerðar
innar hafa nú ákveðið að fisk-
iðjuverið hætti að flytja út af-
urðir sínar sjálft, eins og það
hefur gert. Telja þeir, eins og
þróun 'framleiðslu og markáðs-
mála er háttað í heiminum, að
slíkur útflutningur eigi heima í
öflugum samtökum framleið-
enda, en það kerfi vera úrelt, er
einstök fyrirtæki með einhæfa
framleiðslu fluttu sjálf út vöru
sína. Er raunar langur tími lið-
inn síðan fslendingar hurfu í
aðalatriðum frá því gamla fyr-
irkomulagi og hættu að leyfa
einstökum íslenzkum fyrirtækj
um að keppa — jafnvel hvert
Framhald á 16. síðu.
Sigga Vigga
,ÍJ'0RÍ>A HVER7 BARN IAUSALeÍKSBARn \ ÍS-
LANDl? VíTlEYSa/ ÉGr VAR ANNAÐ BARNVP
HENNAR MÖMMU"
Alþýðublaðið — 8. janúar 1960 J