Alþýðublaðið - 14.01.1960, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 14.01.1960, Qupperneq 4
V ALEG tíöindi berast nú ut- an úr hinum þýzka heimi og reyndar víðar að. Rétt um Jbað leyt., sem hinn kristru heimur bjóst til þess að hefja jólahald sitt, blossaði upp ó- tiróðurs- og hatursherferð gegn Gyðingum; fyrst í Vest- ur-Þýzkalandi, en síðan einn- ig í mörgum öðrum löndum ■austan og vestan Atlantshafs. Enda þótt ástæða sé til að ætla, að utan Þýzkalands sé hér um að ræða handáverk unglinga á glapstigum og ein- stakra ofstækismanna, er öðru máli að gegna um Þýzkaland. Það er svo stutt síðan Hitler cg hans menn slátruðu mill- jónum Gyðinga á hryllileg- asta hátt, að' mann óar við þs rfi tilhugsun. að upp skuli rísa Gyðingahatur á nýjan l'eik með þeirri þjóð. — Það er athyglisvert í þessu sam- fcandi, að Hitler fékk völdin í hendur frá farlama gamal- rnenni, Hindenburg mar- skálki, sem kominn var hátt á níræðísaldur. Nú heldur um st.iórnvölinn annar gam- áíl maður, Adenauer kanzlari sem varð 84 ára í síðustu viku. Hitler vann það afrek, að setja á þýzku þjóðina þann smánarblett, sem seint verð- ur af henn: þveginn. Aðfarir lians við Gyðinga eiga sér énga hliðstæðu í sögunni, nema ef vera skyldi hin óg- oirlega herferð Timur Lenghks í vesturátt á fjórtándu öld. Þá komst grimmdin og mannvonzkan hæst í veraldarsögunni, eða fcar til Hitler og nazistar hans luku hinum vitskerta ferli sínum fyrir röskum 15 árum. Tíin'r villtu Mongólar höfðu þó það sér til afbötunar, að -þeir voru villimenn og menn- ingarsnauðir drápsmenn. Hitler og nazistar hans voru á hinn bóginn sprottnir upp úr jarðvegi einnar. mestu menningarþjóðar á Vestur- löndum á síðari öldum. Ollum mönnum ætti að vera það hin mesta aufúsa, áð fordæma þessar nýju of- sóknir og votta Gyð ngúm sámúð sína; þessari merku fcjóð, sem hefur orðið að þola meiri hörmungar og pínu en tiokkur önnur á sinni alda- .gömlu píslargöngu. HGGNI TORFASON fréttamaður fluttf erindi „um daginn og veginn“ í ríkisútvarpið á mánudagskvöldið. Kom hann víða við og var ómyrkur í máli, enda vakti erindið gífurlega athygli, aðdáun sumra en hneyksl- un annarra. Af þessum sökum þótti Alþýðublaðinu rétt að biðja um erindið til birtingar, og veitti Högni góðfúslega leyfi til þess. f>að er augljóst, að skoðanir eru skiptar um þau sjónarmið, sem fram er haldið í spjallinu, og er Alþýðublaðinu ljúft að taka til birt- ingar bréf og greinar, er því kunna að berast út af því. í SLENDINGAR geta státað af því, að kynþáttahatur hef- ur aldrei áti upp á pallborðið hér. En vér getum verið lið- tækir á öðrum sviðum og fylgjumst vel með öllum nýj- ungum. Og nú hefur skríl- mennskan haldið innreið sína á áhrifamikinn hátt hiá þess- ári miklu menningarþjóð, sem „í .þúsund ár hefur setið við sögur og ljóð“. Það gerðist á síðustu klukkustund hins ný- liðna ars; á þeirri stundu, -^am menn líta vfir farinn veg 07 hugsa vonglaðir til betri tíða. Skrílmennskan fékk útrás á fcann hátt, að sprengd var í lofi upp Hafmeyjan í Reykja- 14. jan. 1960 — Alþýðublaðið víkurtjörn. í Þýzkalandi fær ofstopi útrás í Gyðingahatri — héf í listaverkahatri. Menn ræða mjög um það, hver vald- ur sé að þessum verknaði. Margir viljá halda því fram, að hér hafi unglingar verið að verki. Já, víst er gott að hafá barn til blóra. Það er æði algengt nú á dögum að Um daginn og veginn, og meðal annars um kenna unglingum margt, sem miður fer, og vilja menn þá tíðum gleyma því, að hvað ungur nemur gamall temur. Mér þykir ekki mestu varða hér hver það var, sem bar eld að tundurþræðinum að sprengiefninu. Hitt er miklu þyngra á metunum, hvernig skapazt hefur það andrúms- loft í þjóðfélaginu, sem hvet- ur menn til svona níðings- verka. Hvernig stendur á því, að einmitt þessi stytta varð fyrir valinu, en ekki til dæm- is að taka styttan af Ingólfi Arnarsyni, Kristjáni IX, Járnsmiðnum: eða þá þara styttan Móðurást, sem einnig er gerð «f Nínu Sæmundsson? Hverjir vorU' það, sem efldu þennan seið gegn Hafmeyj- unni? Það kemur mjög fram í umræðum manna á meðal, að stýttan hafi verið umdeild og ekki. síður staðarvalið. En ef hið síðarnefnda var mönn- um svo mikill þyrnir í aug- um, því þá ekki að sprengja í loft unp þá sjö ágætismenn, sem völdu henni stað? En styttan var umdeild, segja fnenn. Hverjir hófu þær deil- ur? Var það almenningur? Nei, almenningur á hér engan hlut að máli. Þessu vígi verð- ur aldrei lýst á hendur al- menningi. Hin siðferðilega á- byrgð hvílir á listamönnum vorum sjálfum. Það voru þeir, en ekki almenningur, sem upphófu deilurnar um þessa styttu. og klykktu út með samþykkt nú í lok nóvember- mánaðar, sem hefst svo: „Að- alfundur Félags íslenzkra myndlistarmanna telur, að svo hörmulega hafi tekizt til að undanförnu um ráðstafan- ir á því fé, sem Reykjavíkur- bær veitir til listaverkakaupa, að draga beri í efa að nefnd sú, sem þau kaup hefur með höndum, sé starfi sínu vaxin. Nægir í þessu sambandi að myndhöggvara í Bandaríkjun um, og eiga Bandaríkjamenn þó yflrleitt kost á því bezta í allri list. En ef íil vill er sk.ýr- ing á þessu umburðarlyndi listbræðra hennar hér heima fólgin í því, að Nína Sæ- mundsson aðhyllist ekki þá list, sem tjáir sig í skakk- skældum strikum, hringum og þríhyrningum, eða stein- steyptum björgum og log- soðhu járnarusli af haugun- um. En ef þetta er sú auðmýkt gagnvart listinni og það um- burðarlyndi, sem þessir'menn sýna þessari listakonu, við hverju bú.ast þeir þá gagn- vart sjálfum sér og sínum verkum, sem tvímælalaust eru umdeild, og það af al- menningi og jafnvel ungling- um, sem kunna að eiga tund- urþráð og dynamít í fórum sínum. Má nú ekki búast við því, að í kjölfar þessa verkn- • aðar hefjist bókabrennur, myndastyttur, sem fara í fín- ar listtaugar mannia, verði sprengdar f loft upp um hver nýstárlegu kröfu Bandalags íslenzkra listamanna, og hafi talið eðlilegt að Þjóðgarðs- vörður og Þingvallaklerkur væri einn og sami maðurinn, svo sem verið hefur undan- farin ár. Sá hefur án efa ver- ið skilningur bandalagsins, því að það belð ekki boðanna að reyna að koma klámhöggi á kirkjuna. Það var svo sem ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur. Nei, sjálf Dómkirkjan í Reykjavík var borin þeim sök um að hafa slegið eign sinni á og ranglega haldið hinum fræga skírnarfonti Thorvald- sens. Minna mátti ekki gagn gera. Hinn aldni sómaklerkur dr. Bjarni Jónsson vígslu- biskup tók þessa pilta til bæna og kvað frumhlaups- menn gjörsamlega í kútinn, svo að unun var á að hlýða. Þessar aðfarir listamanna- samtaka, sem hér hefur verið drepið á, hljóta að vekja menn til umhugsunar um það, hvort taka beri slíka menn alvarlega. Hitt er sýnu verra, benda á hlut þann, sem kom- ið hefur verið fyrir í Tjörn- inni í Reykjavík“. s VO mörg eru þau orð. Þetta er þá það umburðarlyndi, sem íslenzkir myndlistarmenn Högni Torfason sýna systur sinni í listinni. Ég ætla mér ekki þá dul, að dæma um list Nínu Sæmunds son, það hafa mér færari menn gert, og má til að mynda minna á, að fyrir all- mörgum árum varð hún hlut- skörpust í alþjóðasamkeppni áramót hér eftir, eða jafnvel við önnur hátíðleg tækifæri, menn gangi paeð hnífa á mál- verk, rífí nótur og brjóti hljómplötur? Snemma í síðustu viku var forseti Bandalags íslenzkra listamanna, sem að auki er myndlistarmaður, spurður á- lits á þessu spellvirki á gaml- árskvöld. Hann vítti það ekki með einu orði, heldur hamp- aði bessari samþykkt, sem ég las áðan. Það er svo kapítuli út af fvrir sig, sem þó er ástæða til að drepa lauslega á í þessu sambandi. hverjar samþykkt- ir Bandalag íslenzkra lista- manna hefur verið að gera undanfarna mánuði. Þær upphófust í vor þegar staða Þjóðgarðsvarðar var auglýst laus til umsóknar. Þá kómst þetta bandalag. skyndi- lega að þeirri niðurstöðu, að enginn væri hæfur til þess að gegna þessu starfi nema lista- maður. Hóf það nú að skjóta skeytum sínum á ríkisvaldið og þióðkirkjuna, og var ekk- ert til sparað í áróðrinum. Þegar staðan var svo veitt merkum klerki og æskulýðs- leðtoga, brást bandalagið mjög illa við og bölsótaðist yfir skilningsleysi valdhaf- anna á listinni, sköpunar- mætti hennar og listamönn- um í heild, þó fæstir fái nú séð. hvað þetta kemur starfi Þjóðgarðsvarðár við. Mér er nær að haida, að það hafi ver- ið þjóðk rkjan, sem þybbaðist við og stóð fast gegn þessari að hér munu vera að verki ör- fálr en harðsnúnir áróðurs- menn, en obbinn af lista- mönnum þjóðarinnar á hér engan hlut að máli, annan en þann, að hafa látið fjöregg sitt í hendur ofstopamanna. Má í þessu sambandi nefna það, að útvarpið spurði ann- an listamann álits um spell- virkið á gamlárskvöld, eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, og stóð ekki á fordæmingu hans. Nóg um það. rÁ VIL ég minnast á eitt mál, sem að margra dómi er tæpast nógu mikill gaumur gefinn. Á ée þar við hina sí- auknu fjáröflun þeirra stóru samtaka, sem fengið hafa leyfi til þess að reka stór og mikil happdrætti. í. okkar þjóðfélagi er gert mikið að því, að sækja fé í vasa al- mennings t l líknarmála, og mörg eru þess dæmi, að hið opinbera hefur beinlínis látið undir höfuð leggjast að sinna skyldum sínum í þeim efnum í trausti þess, að líknarfélög og samtök faki af því ómakið. Á undanförnum árum hefur Samband íslenzkra berkía- sjúklinga unnið aðdáunarvert starf í þágu berklasjúklinga og lyft þar Grettistaki. Tíl sinna miklu framkvæmda hafa samtökin notið einstaks góðvilja og skilnings almenn- ings. Þá er að nefna sjó- mannasamtökin og Dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Framhald á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.