Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1847, Page 77

Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1847, Page 77
barnið er úngt, að {>ví gefist sem fæst tækifæri eður tilefni tíl óhlýðni; því að þess optar sem þarf að banna barninu, |>vi helrlur er hætt við, að það meti lítils aðfinníngar og venjist á þrá. Varast skaltu að hræða börn (jín til hlj'ðni nieð álfum, vofum, grýl- um, bolum, ókenðum mönnum eður nokkurskonar öðrum heimskulegum hótunum; er slikt. ílls viti og unrlirrót: fyrst lýsir það því, að barnið hefir ekki hinn rétta ótta eður elsku til þín; í annan stað kem- ur jni inn lijá því hræðs’u við það, sem ekki þarf að hræðast, gjörir það bæði myrkfælið og mannfæl- ið, og getur það, ef til vill, borið menjar j>ess til dauðans; í þriðja lagi venur þú það á brigðmælgi og óþægð, því barnið fer fljótt að hafa vit á, að ekkert af þessu kemur, þó að það fari sínu fram. Varast áttu að beita við barn þitt ofsa eður ógnunum, sér- lynfii eður kahllyndi, ónotasemi eður ofmikilli hörku og ónærgætni, né sýna því nokkurt ógeð, hverju nafni sem nefnist. Lát barnið aldrei komast að því, að ykkur hjón- unum lítist sitt hvoru með vanann á því. Jafnvel þó að svo beri við, að öðru hvoru ykkar verði eitt- hvað á í téðu efni, eða sitt sýnist hvoru, þá eigið þið ekki að gjöra það uppskátt í áheyrn barnsins. Aldrei hefi eg Ijótara séð, né skaðvænna fyrir góð- an vana á börnum, heldur en þegar annað h jónanna hannar það barninu, er hitt býður; þegar hvort um sig mælir upp í barninu og álasar hinu, er finnur að við j>að eða liirtir, þó tekur yfir, þegar illdeilur og rifrildi rísa út af slíku. Hjónin eiga einslega að segja livort öðru það, sem þeim þykir hvoru um sig ábótavant, og tala sig niður á því, hver aðferð sé hentugust til að venja svo börnin, að þau geti orðið geðþekk guði og góðum mönnum; eiga hjón- in þá aldrei að láta sér gleymast að biðja drottinn

x

Ársritið Gestur Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Gestur Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/70

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.