Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1849, Blaðsíða 120
120
ekki rar kveöskapur hans ávalt svo snotur og galla-
laus, aö ljóÖametendur, jieir er nú gjörast, hefðu ei
fundið á honuin mörg lýti og vansmíði. Mun jþetta
liafa verið fremur að kenna tíðaranda og venju, en
gáfnaskorti skáldsins, því öllum þeirn, er til þekkja,
er ljóst, live kveðskapur margra, jió skáld hétu, var
um þær mundir óvandaður bæði að orðfæri og efn-
islögun. Gáfnaflug hans var líka tiðum svo fljótt1,
að það var eins og hann hefði ekki ráðrúm til að
athuga vandlega hvert eitt stef eða hendíngu, en
hvorki tíðska né sérleg hvöt fyrir hann, að taka Ijóð-
mæli sín á eptir undir nákvæmt mat og endurlögun.
Já er Bjarni orkti í skáldskaparanda þeim, er víð-
ast tíðkaðist liér á landi fram eptir æfi hans, mátti
hann heita talandi skáld; því ekki var hann seinni
að yrkja ferskeyttar vísur, en menn inæla daglegt
mál, og væri hann í skemtilegum samræðum hjá
kunningjum sínurn, gathann mikinn liluta dagshald-
ið tafarlaust áfram, að tala í Ijóðum alt það umtals-
efni, er bar á góma.
Nú er að geta þess, er liggur eptir Bjarna í
ljóðum, og liann ritaði mest á laus hlöð, er hann
smám saman sendi vinum sínum:
Pópes tilraun um manninn, lögð út eptir ensk-
unni, lireinskrifuð með vandaðri hönd, að bón skálds-
ins, af enum lærða presti Gísla Einarssyni að Sel-
árdal, síðan endurskoðuð og Iöguð sumstaðar af
skáldinu; segja svo lærðir menn, þeir er séð hafa
útleggíngu þessa, að hún sé auðveldari en sú, er
þjóðskáldið Jón jþorláksson gjörði, með því líka að
1) j?að, er helzt mátti finna að gáfnalagi Bjarna, var það, að
hann var heldur fljótfærinn og óstöðugur við efnið. har eink-
anlega á þessu í daglegu tali.