Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1865, Blaðsíða 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1865, Blaðsíða 4
4 Fyrst þessn er nú þannig varið, fyrst gnð heíir skipað þt;r að biðja sig, fyrst þú heflr svo margar þarfir, daglegar þarfir, þarflr, senx euginn getur bætt úr nema guð einn, og fyrst guð heflr lofað að bænheyra þig Krists vegna; heflr þú þá gætt skyldu þinnar í þessu efni? Ilefir þú beðið í dag? Þú ættir að hafa beðið. Áður en þú byrjaðir verk og umsvif dagsins, ættir þú að hafa beygt »holdsins og hjartans kné» fyrir skapara þínum og drottni. Hafir þú ekki þegar beðið í dag, þá biddu nú. Ef til vill, getur þú nú sem stendur ekki »beygtliolds- ins kné», en þú getur þó að minsta kosti beðið í hj a r l a þínu. líiddu standandi, biddu sitjandi, biddu gangandi, biddu vinnandi, biddu á livern hátt, sem þér er hæg- ast, heldur en að biðja ekki. Láttu ekki meira af deg- irium líða bænarlaust. Það er of rnikið af horruin búið að líða þaunig. Lyptu nú þegar hjarta þínu í hæðirn- ar, og segðu við guð þinn: »Guð, vertu mér syndugum líknsamur! Fyrirgefðu mér að eg hefl vanrækt að biðja þig. Fyrirgefðu mér allar syndir mínar. Afplánaðu þær með hinu dýra blóði lausnara míns. Gef mér þinn heilaga anda. Gef mér nýtt hjarta. Iíendu inér að biðja. Vak þú yflr mér í dag, og forða mér öllu illu, allri synd og svívirðing. Blessaðu mig á líkama mínum, og blessaðu mig á sálu minni. Gjörðu mig að þínu elskulega barni, og vertu faðir minn fyrir Jesúm Krist. Bænheyr mig, guðminn, vegna þíns elskulega sonar, Jesú Krists».

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.