Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1865, Blaðsíða 13

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1865, Blaðsíða 13
13 þeirra sagöi: Þegar hvessir aptur, er úti um oss. Að lítilli stundu liðinni réðum vér það af, að lialda hœgt og hægt áfram. Sumir af oss báðust fyrir; því í hásk- anum er manninum það eðlilegt, að leita hælis lijá guði, og á slíkum skelfingarstundum sendir kristinn maður ekki einungis neyðaróp upp lil liimins, heldur snýr hann þá öllu hjarta sínu með sonarlegu trausti til lians, sem heyrir hænir vorar. Yér vorurn staddir í slíkum liáska, senr guð af gæzku sinni lætur oss menn- ina stundum komast í, til þess að vekja oss af svefni andvaraleysisins, og knýja oss til að liugsa um hagi sálna vorra. Dauðakyrð var alstaðar umhveríis oss. Náttúran var myrk og þögul, og hættan óx á hverju augabragði. Vér gátum ekki dulið það fyrir oss, að vér höfðum með ofdirfsku, og að óþörfu stofnað lífi voru í hættu. Þetta gat ekki liughreyst oss, heldur lilaut það að gjöra oss enn órólegri, þegar vér hugs- uðum til dauðans, sem vér sáum opinn fyrir. Að leggja líf sitt í sölurnar af hlýöni við guðs boð, það er fag- urt og háleitt; en að deyja upp á þessum eyðiljöllum, af því að vér af óþarfa ákefð vildum ekki láta ferð vora dragast, og af einþykkni ekki fara aðra leið, var það ekki eins syndsamlegt og það var sorglegt? Alt í einu sleit liávært undrunar- og gleðióp liina myrku þögn vora. Sá fylgdarmaðurinn, sem á undan var, varð í einu vetfangi frá sér numinn af gleði, og bergmálið endurtók víðsvegar köll hans: "Krossinn, krossinn, hérna er krossinnU »Þarna er krossinn, oss er borgið!» kölluðu báðir fylgdarmennirnir með sama fögnuði. — Það er alltítt, að hitta á ijallveguin þessum upp á klettasnös eöa á gljúfurbarmi liáan tré- kross, sem þar er reistur upp, bæði til að vekja guð-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.