Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1865, Blaðsíða 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1865, Blaðsíða 12
KROSSINN. Undir árslok 1827, segir ferðamaður nokkur, lagði eg ásamt nokkrum vinum mínum yflr Mundíufjðll. í smábænum Finistrelle fengum vér oss fylgdarmenn, múla til reiðar, og annað, sem þurfti til ferðarinnar, og liéldum síðan af stað, þó mjög væri áliðið árs, og rigning mikil, án þess að gefa gaum viðvörunum þeirra, sem vildu aptra oss frá þessari hættuferð. Þessarvið- varanir voru þó ekki ástæðulausar; um það sannfærðu oss brátt hinar óttalegu hyldýpis-gjár við bliðina á oss, gilja-niðurinn undir fótum voruin, og storma hvinurinn í hinum háu furutrjám, svo vér fórum að verða hræddir um, að vér mundum komast að keyptu fyrir dirfsku vora. Í>ví hærra sem vér komumst, því fleiri liættur og erflöleika sánm vér verða á vegi fyrir oss. Regnið varð að dimmu bleytu-kafaldi, og götuslóðinn, sem vér þrædduin, hvarf loksins alveg undir djúpum snjó! Vér vorum komnir út á óttalega eyðimörk. Ilver reið sín- um múl, og var í þykkri kápu, til að verjast kuldan- um, sem var hinn bitrasti, en allir vorum vér hjúpaðir fönn, eins og fjöllin, sem leið vor lá yflr. llugsið yð- ur þessa lest, sem þannig liélt, áfram liægt og hægt, hrædd og þögul, og gat á hverju augabragði búizt við að lirapa niður í hin geysi-djúpu gljúfur. Ilver horfði á annan með alvörusvip; en enginn talaði orð. Storminn lægði, en kafaldið syrti meir og meir, svo vér sáum ekki fótmál frá oss. líunnugleiki fylgdarmanna vorra virtist vera þrotinn. I'cir báðu oss að staldra við, og ráðguðust lengi hvor við annan; en loksins játuðu báðir, að nú rötuðu þeir ekki framar, og annar

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.