Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Síða 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1865, Síða 11
11 ógreiðan veg, þar sem þyrnir spruttu og smáhrís. Hann ojó sig vel undir liinn fyrri hluta leiðarinnar. Hann klæddist þunngerðum skrautklæðum, lét köku í vasa sinn, og fór með hraða leiðar sinnar yflr hinn troðna veg, er lá um grænu völluna. Þegar nokkur stund var liðin, gjörðist vegurinn ó- sléttur, og þegar að kvöldi leið, var ferðamaðurinn illa staddur. Hann liafði lokið nesti sínu, var gagndrepa inn að skinninu og hríslurnar höfðu sumstaðar riflð fötin utan af honum; hann tók nú mjög að gugna, og með því göngustafur hans var veikur og grann- ur, liafði hann lítinn stuðníng af honum, þegar hann var orðinn þreyttur; fyrir framan hann var straum- hart vatnsfall, en myrkur á allar hliðar. »Æ«, sagði hann, og barði sér á brjóst, »eg er hungraður og matarlaus; eg er holdvotur og hefi engin þur klæði; eg er þreyttur og liefl engan staf til stuðn- ings mér; eg á að fara yfir straumharða á, en vantar ferju; eg er villtur, en liefl engan leiðsögumann; það er dimmt, og eg er skriðbyttulaus. Heimskingi er eg, að eg skyldi ekki eins búamig undir enda ferðarinnar, eins og undir upphaf hennar«. Bræður mínir! tíminn líður fljótt; þér eruð ferða- menn. Lífið er upphaf ferðar yðar, en dauðinn endir hennar. Ef þérhafið búizt undir hvorttveggja, þá eruð þér sælir. En ef öðruvísi er, þá látið dæmi hins ófor- sjúla manns verða yður að varnaði. HVER ER GUÐ 1‘INN? Róbert HaU, nafnfrægur enskur maður, ritaði ein-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.