Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Page 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Page 5
0 hann ætti í einhverjum hlæilegum beyglum; hann sló þrívegis á lærið, því hann fann, hve mjög hann hafði hlaupið á sig, og tautaði í hálfum hljóðum, eins og áð- ur: ntað eru komnar fjórar krónur fram yfir, og þó verður hann Jónatan að fá eina, hann Jónatan minn, bezti lærisveinninn, sem eg á, og sem á að verða ept- irmaður minn, ef Guð lofar, og eg veit, að ef hann kemur ekki með krónu í mánaðarlokin, þá er hann faðir hans svo harðbýll, að hann skipar lionum út í haga, til að silja yfir gæsum. Æ, Friedefeld, þú sem átt að kenna reikning, hvaða klaufaskapur hefir þér viljað til? Það eru komnar svona margar krónurfram- yfir, og samt get eg ekki dregið neitt af. Hún Ursula gamla, ekkjan hans Seilers, Burtels, Staumann — nei, þau þurfa þess öll, þau hljóta að fá það. Og hanu Brown, nágranni minn, og mylnumaðurinn, og eg verð að hafa eitthvað að borða. Eg get ekki dregið neitt af, nema —. En það er vist, að eg þarf þeirra», bætti hann við, og dró það eptir sér, lækkaði röddina og leit niður á skóna sína og sokkana, sem báru það með sér, að þeir höfðu lengi haft kynni af heiminum, og voru mjög lélegir, «eg get ekki komizt af án þeirra». »Og því ekki það?» sagði liann eptir stundarþögn. «Þrír mánuðir líða fljótt, og ef eg vanda mig á því að bæta gömlu skóna, þá hljóta þeir að endast. Vesl- ings fólkið þarf þess fremur en eg. Mikill gikkur get eg verið, svo gamall og grár af hærum, að vera svona hégómlegur og vilja fara að halda mér til í ellinni. Taktu fljótt til verka, Friedefeld; sá gefur tvöfalt, sem gefur fljótt». Að svo mæltu tók liann pappírsörk, klippti liana í sjö parta, lagði eina krónu innan í hvern og skrifaði

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.