Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Blaðsíða 8
8 viövíkur, þá held eg að maður geti aldrei gjört of- mikið, til þess að geta gengið öruggur frammi fyrir Drottni». • Þér eruð ágætismaðum, sagði komumaður í hálf- um liljóðum, og hóf brýrnar eins og með furðu; en síðan sagði hann upp hátt: »Ef þér leyfið mér, þá ætla eg að vera hérna á meðan þér eruð að kenna. Eg skal ekki gjöra neitt ónæði. Eg sé þarna hentugan stað handa mér í króknum». Hánn settist niður á bak við bekkina, og kennar- inn tók til starfa viðstöðulaust. Iíennslan var ljós og einföld; börnin tóku vel eptir og svöruðu bæði fljótt og vel, og kennslustundin var nær því liðin, þegar gömul kona ruddist inn í stofuna og hélt fastlega við hönd sér ofur laglegum úngum pilti, sem bæði var sneypulegur og rauðeygður af gráti. »SkóIakennari, skólakennari», sagði hún másandi, með mesta reiðisvip, uóþokkinn þessi, óhræsis strákur- inn!» dró þá nokkuð niður í henni, en liún hélt á- fram að tauta hið sama: »óþokka strákurinn!» »Hvað*er að, maddama Barber? Hvað heíir hann dóttursonur yðar gjört? Iíomdu hingað, Vilhjáimur! Setjið þér yður niður, maddama Barber, þór hljótið að vera þreytt. Og þú, Vilhjálmur, hvað heflr þú gjört henni ömmu þinni? Segðu satt frá öllu». • Óþokkinn þessi», sagði amman, »liann rændi fuglshreiður. Eg hefl allt af sagt honum að það væri synd. Hann fékk hýðingu fyrir það einu sinni. Hann þarf að fá duglega hegningu strákurinn. Að ræna fuglshreiður! Svei, Vilhjálmur; hvílík synd, og það á sjálfum blessuðum sunnudeginum! En hvað börn skyldu nokkurn tíma vera fædd!»

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.