Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Page 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Page 9
9 »Er þetta satt, Vilhjálmur? »sagöi kennarinn, með alvörusvip. »Þa, þa, það er», stamaði drenghnokkinn, »ekki nema hún amma». »Það er nóg, Vilhjálmur, við skulum komast að, hvað satt er í þessu, þegar kennslulíminn er húinn. Og stattu nú þarna hjá púltinu — svona. Bíðið þér stund- arkorn, maddama Barber. Vilhjálmur er optastnær gott barn; en ef hann hefir brotið, skal honum verða hegnt. Nú, börn litlu»! Drengurinn stóð nú kyrr, og amma hans settist á bekk við gluggann, en kennslunni var haldið áfram með alvörugefni og eptirtekt. En þegar henni var lokið, og börnin voru komin út, sagði Friedefeld: »Nú, Vilhjálmur, segðu mér nú frá öllu um fuglshreiðrið. En láttu það vera satt, sem þú segir, því þú veizt, að mér er ekki eins illa við nokkurn hlut, eins og við lýgina; því að lýgin er synd, en »syndin er lands og lýða tjón», »eins og skrifað stendur. Manstu hvar það er skrifað, Vilhjálmur?» »í Salómons orðskviðabókar 14. kapítula, 34. versi». »Það er rétt svarað. En hvernig stóð nú á þessu með fuglshreiðrið?» »l>úfutitlingurinn hennar Elízabetar litlu Ritchie dó; og þér vitið að hún er veik. Hún grét og bar sig svo illa, og eg sagðist ætla að ná öðrum fugli handa henni. Eg leitaði þá um skógarrunnana og aldingarð- inn, þangað til eg fann hreiður með Qórum ungum í, og eg beið þangað til þeir voru orðnir fleygir, og — og þá —». »Ilvað þá, Vilbjálmur?» »Eg fór á fætur snemma i morgnn, til að ná fugl- L

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.