Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Page 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1867, Page 12
12 svo út», sagði bann, og sneri ser að fólkinu, «að ykkur þyki vænt.um skólakennarann ykkar» ? Það var eins og tekin væri stífla úr læk. Svo mikill orðastraumur kom viðstöðulaust frá hverjum munni. Það kom nú í ljós, hvernig með trúmennsku hafði verið unnið í ijörutíu ár, hvernig skólakennarinn hafði hjúkr- að hinum veiku, liuggað hina angruðu og dregið af sjálfum sér, til þess að seðja þá, sem hungraðir voru. Þetta fólk kvaðst ekki þekkja nokkurn jafnoka hans; það væri eins og sólskini brigði fyrir, þegar hann kæmi í hús þeirra; og þó hann væri svo lærður, þá væri hann lítillátur eins og jafningi þeirra; þau hefði ein- ungis langað til að koma til hans í dag, í þessu góða veðri, til að þakka honum fyrir alla manngæzku hans, og hcyra blessuð orðin, sem hann talaði um Drottinn Jesúm. Allir lofuðu hann í einu hljóði, en hann stóð eins og sneyptur og hengdi höfuðið eins og sakadólg- ur, kafrjóður, eins og ungstúlka; og loksins hljóp hann út úr herberginu og út í aldingarðinn, og gekk þar um gólf, í einhverju fáti. En á meðan hann var þarna, að lítilli stundu liðinni, þá heyrði hann til hliðar við sig blíða rödd er sagði: «Þú góði og trúi þjón, þú heflr verið trúr yfir litlu; eg vil setja þig yfir mikið». Ilann kipptist við, hálfhræddur, og sá ókunnugamanninn dökk- klædda, sem enn fremur sagði brosandi: oDrottinn hefir haft einhvern lilgang með að senda mig hingað í dag, og hann mun eflaust láta það orð rætast, sem hann hefir talað. Þér hafið með þolinmæði og í leynum sáð hinu góða sæði í mörg ár, án þess að líta á eigin hag. Verið getur, að Drottinn vilji nú launa yður, jafnvel í þessu lífi, og að uppskerutíminn sé kominn. Þér munuð fá fréttir frá mör aptur».

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.