Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Síða 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Síða 9
9 nema Danjel; hann talaði ekki orð, heldur réri í ákafa; nú kærði hann sig ekki nm allt það, sem honum 2 dögum áður fannst svo mikið um; nú hugsaði hann ekki um annað, en komast sem fyrst burt frá Ham- borg, og halda sem mcst áfram; þó kveið hann með sjálfum sér fyrir að koma heim; hversvegna? það vissi hann ekki sjálfur. Þegar skipið bar að landi á Ilelgu- kmdi, var móðir Danjels þar fyrir; hún hafði séð hann koma og gengið ofan að sjónum. Danjel heilsaði henni og spurði, hvernig föður sínum liði; sagði lnin lronum þá frá láti lians;fékk það Danjeli mikils og flýtti hann sér lieim; en er hann kom að banarúmi föður síns, varð hann yfirkominn af harmi. Móðir hans sagði honum greinilega frá viðskilnaði föður hans og hvernig hann í andlátinu hefði beðið fyrir honum; fékk það Danjeli því meiri ekka, því samvizkan ásakaði liann fyrir, hvernig hann hefði breytt á meðan og lítilsvirt inni- legustu óskir og ásfríkustu áminningar foreldra sinna um, að vera þeim til gleði og sóma með siðprýði og guðrækilegu framferði. Tómas var grafinn í kirkju- garðinum á Ilelgulandi. Iíveldið eptir að hann var jarð- settur, sátu þau mæðginin ein heima; tárin runnu öðru- hverju niður eptir kinnunum á ekkjunni og Danjel var í þungu skapi. «Nú verður þú að sjá fyrir mém, sagði hún við hann. «l'að skal jeg gjöra, móðir mín góð», mælti Danjel. «Vertu guðhræddur, eins og faðir þinn var», sagði hún». «Já, það vil jeg vcra», svaraði Danjel. Eptir litla þögn mælti Danjel: «Fyrirgefðu mér, móðir mín góð, fyrirgefðu mér». l'ví næst sagði Danjel henni allt, sem gjörzt hafði í Ilamborg. Hún sólti lær- dómskverið, fletti upp í því og sagði: «Danjel, hvað

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.