Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Qupperneq 10

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Qupperneq 10
 10 stendur þarna? n«Börnin eiga að heiðra og elska for- eldra sína og — vera þeim til gleði með góðu og sið- samlegu framferðij». Mundu eplir því, Danjel». «Já, elsku móðir», mœlti Danjel, «með guðs lijálp skal jeg aldrei framar gefa þér tilefni til, að vera óánægð með breytni mína». Eptir þelta var Danjel alvarlegri en áður; hann sinnti lítið félögum sínum og gjörði aldrei að gamni sínu; sögðu menn að hugsýki legðist á hann, en það var ekki þesslegt við róðrana; þar var hann hinn ötul- asti til hvers, sem vera skyldi. Á kveldin sat hann jafnan hjá móður sinni og las fyrir henni í einhverri góðri bók, ef hann hafði ekki annað að gjöra. Alls, sem hann vann sér inn, þess naut móðir hans; hann annaðist hana með svo miklu ástríki og umbyggjusemi, sem honum var framast unnt, og reyndi til að gjöra henni hverja slund gleðilega; enda var það eigi árang- urslaust, því ánægjan með son sinn gaf hinni rauna- mæddu ekkju frið og sinnisrósemi. Danjel fór líka smámsaman að verða glaðlyndari; en eitt var, sem hann aldrei gat gleymt, sjómaðurinn í Hamborg; hvert sinn sem hann hugsaði til hans, komst hann í geðshræringu. «Hvað gengur að þér», sagði móðir hans stundnm, þegar hann að raunarlausu barði saman hnefunum. «Ekkert», mælti Danjel; en hún vissi þó hvað það var. Þannig l.eið meira en 1 ár; þá var það eitt sinn um haustið, að veður var mikið og illt í sjóinn, svo engu skipi þótti fært, að leggja út; sást þá til skips nokkurs, er kom að norðan; mastrið var brotið og of- viðrið hrakti það app undir eyna; það var auðséð að skipið var statt í hinum mesta háska; enda var þess ekki langt að bíða, að það rakst upp á skerin norð- J

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.