Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 11
LANDSTJÓRN. 11 heimtulaunum á tollum og svo ritlaunum, er þeir skyldu lialda. l>á skyldu og afnumin lögþingisskrifaralaun og lögrjettumanna, svo og hundraðsfiskur (á Vestmannaeyjum). Sýslunum skyldi skipt í 3 flokka í launalegu tilliti. í 1. flokki skyldu vera 4 sýslur með 4000 króna árslaunum, í 2. flokki 9 sýslur með 3200 króna launum, og í 3. flokki 4 sýslur með 2400 króna launum, Bœjarfógetaembættinu í Reykjavík skyldi fylgja 4000 króna laun, en hinum (á Akureyri og ísafirði) 600 króna laun árlega. Enn fremur lagði nefndin það til, að jarðamatið yrði sem fyrst endurskoðað og lagfœrt, svo að það gæti orðið rjettlát und- irstaða undir hið nýja skattgjald, er á jörðum skal hvíla. Nefnd- in ætlaðist til, að öfl þessi rjettarbót á skattgjöldum yrði komin í kring á manntalsþingum 1879, og virðist hún hafa undirbúið máflð svo rœkilega, að það geti orðið, þó að sumt kunni að verða nokkuð á annan veg en nefndin hefur hugsað sjer. Svo sem við er að búast, líta menn misjafnlega á þetta mál, og kemur hagfrœðingum og skattfrœðingum vorum ekki saman um ýms veruleg atriði, en allir virðast á einu máli um það, að mál sje komið, að koma fram einhverri stórri endurbót í þessu efni, og hefur öll þjóðin gjört þetta mál að áhugamáli sínu, enda þótt það ekki að svo komnu nái nema yflr nokkurn hluta skatt- gjaldanna, eða gjöldin til landssjóðs. Landbúnaðarmálið var hið annað höfuðmál, er nú var í undirbúningi. Var það að því leyti umsvifaminna en skatta- málið, að eigi þurfti eins mikið að lagfœra, en aptur voru það miklu fleiri atriði, sem lijer koma til íhugunar. Lög þau, er hingað til liafa gilt í þessum cfnum, eru mestmegnis Jónsbók- arlög, og svo nokkrar síðari ákvarðanir; en um ýmisleg atriði hefur algjörlega vantað ákvarðanir. Til þess að semja ný lög um þetta efni, var því skipuð nefnd, og Jóni landsyfirrjettar- dómara Pjeturssyni, er var einn í nefndinni og talinn þessum málum kunnugastur allra manna, var falið á hendi að semja frumvarp til laganna, er nefndin síðar gæti lagt til grundvaflar, er hún kœmi saman. þ>etta gjörði hann og, og var að miklu leyti búinn með frumvarp sitt, er nefndin kom saman. En hinir 2 nefndarmennimir: Bergur amtmaður Thorberg og Jón alþingis- maður Sigurðsson frá Gautlöndum gátu ekki aðhyllzt frumvarp

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.