Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 34

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 34
34 ATVINNUVEGIK. tillögum landshöfðingja tíl að greiða úr þessu. — Frakkar voru og hjer við land að vanda a mörgum fiskiskipum; aflaðist þeim og vel. Eitt af skipum þeirra strandaði um veturinn á Suður- nesjum. Áleitnir þóttu Frakkar enn með að fara inn á fiski- mið landsbúa, og veittu sums staðar usla og yfirgang sem fyr. Eitt dœmi bar þó ljósastan vott um yfirgang þeirra. f>ilskip eitt úr Vestmannaeyjum, að nafni Olga, lá fyrir hákall suður af Ingólfshöfða aðfaranótt hins 10. marz. Voru 7 manns á skipi. Lopt var heiðskírt og tunglskin bjart, en sjór nokkuð úfinn. Um miðnætti sáu skipverjar skip koma siglandi af hafi, og stefna beint á Olgu. Olgumenn gátu eigi snúið skipi sínu frá, en kölluðu til hinna að þeir gætti sín, en þeir skeyttu því ekki, og sigldu á Olgu flata með fullri ferð, svo að hún brotnaði. Skipverjar gátu með naumindum bjargað sjer upp í hið aðkom- andi skip. J>að var frakknesk fiskiskúta. Höfðu Olgumenn þar hinn versta aðbúnað, og með naumindum fengu þeir að vera í skipinu. Tvisvar ætluðu Frakkar að losast við þá, með því að skjóta þeirn út í bát í dimmviðri og veltubrimi, þar sem trauð- lega var unnt að komast í land, en fyrir fortölur eins hinna frakknesku skipverja var því þó frestað. Loksins var þeim hinn 17. marz skotið út í bát IV2 mílu austur af Vestmannaeyjum, í úfnum sjó og mcð vindi á móti. Tjáði engin bón, og urðu þeir að fara. Komust þeir til lands með mesta lífsháska. Mjög hafa þeir við brugðið ómannúð og ódrengskap hinna frakknesku skip- verja, einkum skipstjóra, bæði í aðferð þeirra við þá og svo í öðru athœfi þeirra, er þeir sáu á skipinu. Tvísýnt þykir, að þeir, er hjer voru svo hart leiknir, fái nokkra uppreisn mála sinna, því ervitt hefur íslendingum gengið að ná rjetti sínum hjá hinni frakknesku stjórn að undanförnu, þá er líkt hefur að borið; og nú fyrir skemmstu hefur Frakkastjórn látið hin ís- lenzku stjórnarvöld vita, að liún eigi vildi láta ómaka sig út af smámunum; hjer sýnist nú raunar eigi vera um neina smámuni að gjöra, en vera má, að hinum erlendu stjórnarvöldum sýnist þó svo, og að hinir minni máttar verði enn sem optar að lúta í lægra haldi. pað hefur opt borið við hjer við land, þá er fiskur hefur verið fyrir, að hinir erlendu fiskimenn á þilskipum sínum hafa

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.