Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 23

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 23
LANDSTJÓRN. 23 lionum fyrst um sinn falið að gegna nokkrum hluta 10. læknis- hjeraðs (eða þeim 3 prestaköllum í SkagaQarðarsýslu, er getið var); 13. læknishjerað (Svalbarðs- og Sauðanessprestaköll í fing- eyjarsýslu og Skeggjastaða og Hofsprestaköll í Norðurmúlasýslu) kandídat Einari Guðjohnsen; 14. læknislijerað (hinn hluti Norð- urmúlasýslu og Vallaness- og Hallormstaðarprestaköll í Suður- múlasýslu) settum hjeraðslækni J>orvarði Kerúlf; 17. læknis- hjerað (Vestur-Skaptafellsýsla) settumhjeraðslækni Sigurði Olafs- syni, og var honuin einnig falið á hendi að gegna fyrst um sinn hjeraðslæknisstörfum í 18. og 19. læknishjeraði (Kangár- vallasýslu og Arnessýslu). Skyldi hann til skiptis dvelja í Hörgs- dal á Síðu í Vestur- Skaptafellssýslu og á Eyrarbakka í Arnes- sýslu, en milli þess vera á ferðalagi um Kangárvallasýslu. En með því að það var auðsætt, að þessi tilhögun var með öllu ó- nóg og mundi koma að litlum notum, þar sem um var að gjöra svo víðáttumikið hjerað með mörgum stórvötnum, var »prakti- serandi» læknir A. Tegner fenginn til að gegna hjeraðslæknis- störfunum í Árnessýslu, og skyldi hann taka við af hinum um nýár 1877. Lögtignan í 2. flokki var veitt amtmönnum á íslandi, og forstöðumanni prestaskólans í 4. flokki. — Heiðursmerki kommandöra í 2. flokki orðu Olafs helga var byskupi landsins, doktor Pjetri Pjeturssyni, voitt af konungi Norðmanna og Svía. — Heiðursgj afir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs níunda voru veittar Helga Magnússyni, sýslunefndarmanni og sjálfseignar bónda í Birtingaholti fyrir 25 ára ágætan búskap, og Jakobi Guðmundssyni, presti að Sauðafelli í Dölum, fyrir mjög vand- aðar og miklar húsa- og jarðabœtur á ábúðarjörð sinni 2 síðustu ár, — 160 krónur hvorum þeirra. Um dómsmál og annað, er þar að lýtur, er fátt til frá- sagna. Síðan dómasafnið hætti að korna út og blöðin hættu að birta flesta dóma landsyfirrjettarins, er fátt kunnugt um þess- konar öðrum en þeim, er eitthvað hafa verið við málin riðnir, eða sökum stöðu sinnar hafa haft fœri á að kynna sjer þau. Nú er í ráði, að farið verði að gefa út nýtt dómasafn, og annist landsyíirrjetturinn sjálfur um útgáfu þess. — í landsyfir- rjetti voru nú alls dœmd 43 mál. Af þeim voru 24 einka-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.