Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 35

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 35
ATVINNUVEGIR, 35 hlaðið, þar sem hinir íslenzku fiskimenn á smábátum sínum hafa varla orðið varír. Og þá er fiskur hefur verið á djúpmið- um, hafa þeir, sem báta hafa eingöngu eða smáskip íslenzk, opt eigi komizt þangað, en þilskipin hafa þá aflað vel. Sömuleiðis hafa þilskipin ein komizt í aðrar veiðistöður, þar sem afli hefur verið góður, og aflað vel á þann hátt, þar sem ekkert var að hafa heima fyrir. Svo var nú, þá er fiskilaust var í Faxaflóa; þá voru þilskip þaðan send austur fyrir land, þar sem fiskimergð var, og aflaðist þar ágætlega, en fæstir höfðu þilskip og gátu því eigi notið þessa. J>ó er þilskipum allt af að smáfjölga, og önnur sjómennska tekur að því skapi nokkrum framförum. Mál- ið um sjómannaskóla hefur þó farizt fyrir til þessa. par á mót hafa nokkrir lært sjómannafrœði á annan hátt. Nú tók íslend- ingnr einn, Jón Bjarnason að nafni, próf í sjómannafrœði við farmannaskólann í Kaupmannahöfn, og íjekk þar cinn hinn á- gætasta vitnisburð, sem þar hefur gefinn verið, eptir rúmlega eins árs nám. Ve r z I u n i n gekk nú nokkuð misjafnlega. Aðalverzlunin í kauptíð var þó víða fremur dauf, einkum í Keykjavík, þar sem þó mætti virðast að fjör og keppni væri mest í verzluninni, er Reykjavík er stœrsti verzlunarstaður á landinu, og liggur flestum stöðum fremur hjer í landi vel við verzlun. pað sem hjer hefur spillt fyrir, virðist einkum vera samtök, þau er kaup- menn hafa um verðlag á vörum, þó að þau sje misjafnlega hald- in. í þetta skipti hefur og óáran það, sem gekk í mörgum hjer- uðum þar í kring, nokkuð gjört til. Af fiskileysinu í Faxaflóa leiddi það, að sjóvara öll var mjög lítil, en í helztu landvörunni, eða ullinni, virtist þá eigi mikifl fengur, með því að hún var þá í lágu verði erlendis, og auk þess var töluvert af henni skemmt af hinum iðulegu böðunum íjárins á kláðasvæðinu. Ull var í kauptíð í Reykjavík metin 80 aura pundið (baðull minna); hún seldist illa erlendis, en er hún var nær uppseld, hækkaði hún þar aptur í verði að mun, svo að í reikningum kaupmanna varð hún á 90 aura pundið. Fiskur var nú aptur í háu verði, eink- um saltfiskur; í Reykjavík seldist hann almennt á 60 krónur skippundið, en harðfiskur 80 kr. Að því er aðrar íslenzkar vörur snertir, má geta þess, að mislit ull var á 60 aura pund- 3*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.