Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 20

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 20
20 LANDSTJÓRN. því er komustaði snerti, nema að því, að á leiðinni frá Reykja- vík til Kajipmannahafnar var skipið eigi látið koma við á Skaga- strönd (nje á Raufarhöfn). Yiðstaðan í Reykjavík átti í hvert skipti að vera rúmir 10 dagar, en á millistöðvunum 12 stundir á Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði, en að eins 6 stundir á Stykk- ishólmi, og 3 á Skagaströnd og Raufarhöfn. Farargjald er á- kveðið ýmislega, eptir því hvort farþegi býr í 1. eða 2. lyptingu eða á þilfari, og eptir því, hve löng er ferðin. pannig er t. d. farargjald milli Reykjavíkur og Akureyrar 27 kr. í 1. lyptingu, 18. kr. í 2. lyptingu, en 12 kr. á þilfari. Fyrir börn frá 2—12 ára greiðist hálft farargjald, fyrir yngri börn ekkert. Hver full- orðinn farþegi má ókeypis liafa með sjer 100 punda þunga, en börn 10 punda; en borga skal, er meira er flutt. Fœði kostar fyrir fullorðinn mann í 1. lyptingu 4 kr. 66 aura, í 2. lyptingu 2 kr. fessar fyrstu ferðir skipsins gengu að mestu greiðlega, og urðu að talsverðum notum. í fyrri ferðinni til Reykjavíkur var þó lítið bæði um farþega og vöruflutninga, er virðist eink- um hafa komið af því, að ferðaáætlun skipsins var þá eigi full- kunnug orðin, enda hafði og skipstjóri sums staðar af ofurkappi eða misskilningi tekið sig upp fyr en til stóð. Aptur voru í ferðinni frá Reykjavík margir farþegar. í síðari ferðinni voru farþegar fjölda margir báðar leiðir, svo að skipið hafði varla rúm fyrir þá. Aðbúnaður á skipinu þótti góður, en fœðið ó- þarflega dýrt. }>að hafa menn helzt fundið að póstferðum þess- um, að skipið skyldi eigi vera látið koma viðlS'orveg, þar sem Norð- menn eiga nú orðið nokkur verzlunarviðskipti við landsmenn og kunningsskapur milli þeirra og íslendinga er að fara í vöxt. Aptur hefur sumum þótt minni nauðsyn á, að láta skipið koma við Skotland. Hinar venjulegu 7 póstferðir milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur hjeldust sem áður, en sú breyting varð að eins á því, að gufuskipafjelagið í Kaupmannahöfn tók þær að sjer fyrir 5 ára tíma, gegn 40000 króna gjaldi úr ríkissjóði. Ekki þótti póstskip þetta fylgja vel áætlun sinni, og brá það út af því að koma á Seyðisfjörð, sem til var ætlazt. Til stendur og að leggja þá ferð niður, og sömuleiðis ferð þess til Stykkishólms. Embættaskipunin var áþessa leið: Tvær sýslur voru veittar á árinu: f>ingeyjarsýsla

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.