Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Side 25
ÁRFERÐ OG ATVINNUVEGIR.
25
Verzlunin var lík og áður í flestu ogjafnan í hinu sama öf-
uga horfi sem hún áður var. Innlendu fjelögin, t. d. Gránulje-
lagið, bætir lítið úr, enda má það og þau sín lítils, bæði á móti
rótgróinni venju landsmanna, og mótspyrnu hinna útlendu kaup-
manna, er leitast við að halda öllu sem fastast í gamla horfinn.
Verðlagið er eigi ákveðið á innlendu vörunni fyrr en seint og
síðar, og báðir málsaðilar þrjózkast sem lengst, tilþess að halda
sínu fram. Kaupmenn setja útlendu vöruna, einkum smávöru
og munaðarvöru, í geipihátt verð, þegar að vorinu, til þess að
tryggja sig móti verði því, er íslenzka varan Imnni að komast
í, en bændur draga að láta sína vöru fyrri en þeir eru búnir
að margrífast við kaupmanninn, og koma svo seinast í hópum
með nokkur þúsund pund af ull, eða mörg skippund af fiski,
og segja honum svo, að annaðhvort verði hann að láta þá fá
það, sem þeir setja upp fyrir vöru sína eða að öðrum kosti
verða a£ henni. Kaupmaðurinn ræður svo af að láta undan,
en árangurinn verður sá, að hvorugur ávinnur neitt. Svona
gekk það nyrðra; hvíta ullin komst eigi nema í 0,75 á Akur-
eyri, og átti að verða eins á Sauðárkrók og verzlunarstöðunum
í Húnavatnssýslu; svo lofuðu þeir því, að gefa 5 aurum meira
en eyfirzku kaupmennirnir. En ullarbændunum þar þótti þetta
eigi vera nóg gegnt því, sem var haft af þeim í ofurverði smá-
vörunnar («kramsins»)> og tóku sig því saman, og gjörðu þeim
heimreið með stóreflis ullarlest, og hjetu þeim því, að láta þá engan
lagð af því hafa nema því að eins, að þeir Ijetu almennt ullar-
verð vera 90 aura. Yarð þar svo eptir langa samninga verð
hennar 88 aurar, eða 80 a. og 10%, sem er hið sama. Al-
mennt verðlag á útlendu vörunni um Norður- og Vesturland var
hjer um bil þetta: líúg 100 pd 11,50—12,50, en mjöl 12,50
til 13,00, bankabygg 14,00—15,00, kaffi 0,80—0,90 pundið,
sykur 0,45—0,50, hveiti 0,18—0,30, salt 5,00—7,00 tn., stein-
kol 4,75—5,00, steinolía 0,25—0,40, o. s. frv. Vestra komst ull-
in aldrei hærra en 0,75, en á Akureyri hjá flestum í 0,80. Líkt
þessu var verðlag í Reykjavík, nema útlenda varan var ódýr-
ari, að minnsta kosti sumt af henni einkum þó smávaran. Svo
gefa og sumir kaupmenn í Reykjavík afslátt þegar goldið er
með peningum út í hönd. Saltfiskurinn komst í 62,00 syðra,
og þótti það gott verð, en nyrðra og vestra varð hann hæst