Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Side 20

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Side 20
20 ÁRFERÐ OG ATVINNUVEGIR. og vötn og fyrir kletta. Hitt var steypiregn mikið, er gjörði á Snæfollsnesi 10. dag maímánaðar. Fjellu þar víða skriður á tún og engjar manna og gjörðu allmikinn usla; þó gjörði ein þeirra mestan skaða; hún fjell á túnið og bæinn á Fjarðar- horni í Helgafellssveit; tók hún af mest allt túnið, sópaði burt fjósheyinu og fjósinu, og drap í því tvær kýr; svo tók hún og vegg undan baðstofunni; eigi er getið fieiti stórslysa af þeim. Nokkru fyrir jólin kom nokkur snjór í sveitunum fyrir norðan Öxnadalsheiði; og á aðfangadag jóla rak niður blotsnjó mikinn í Skaptafellssýslunum, og fraus síðan og gjörði haglaust og ó- færð mikla. Fyrir þetta mátti segja, að veturinn væri hinn bezti til ársloka. Grasvöxtur var lítill um land allt, sem eðlilegt var, þeg- ar kuldarnir voru svona miklir framan af sumrinu; að vísu var eigi illt útlit með grasvöxt fyrir hvítasunnuna, en þá hvítnaði upp öll jörð, og náði sjer aldrei upp frá því. f>að var eigi heldur von á að vel sprytti, því að víða fór klaki aldrei úr jörðu, einkum norðanlands, og viku fyrir rjettir var tæp alin ofan á klaka á bæ einum í Skagafirði; grasmaðkur var og víða afarmikill, og ruddist í stórröstum yfir allt, og skildi eigi optir grænt strá. Heyskapur manna varð því víða lítill, og fengu menn að jafnaði hjer um bil þriðjungi til helmingi minna af túnum sínum en í meðalári. Grasgefnustu túnasljettur voru víða graslausar, og ekkert upp úr þeim nema óþrifaarfi, einkum á Suðurlandi, því að þar rigndi aldrei, heldur voru sí og æ þurrakuldar af norðri Nyðra var mjög viða svo, að tún urðu eigi slegin nærri því til fulls, og sömuleiðis vestra, svo voru þau snögg, og svo var taðan smá, að víða varð hún eigi bund- in nema í hálfum sátum og sumstaðar í brekánum. Engjar voru eins, þar sem þær voru þurrar; en þar, sem votengi var mikið, var betra, og það sumstaðar allt að því í meðallagi. Nýting á heyjum manna mátti kallast góð, og náðust þau að mestu óhrakin í garð, nema það, sem var heyjað á Suðurlandi eptir höfuðdaginn, það var mest allt illa þurrt og hrakið, því að þá var gengið þar til rigninga. Má svo segja, að heyföng manna væru vel verkuð, en mjög svo lítil þegar bjargræðistím- inn var á enda. Grasávextir, kál, rófur og jarðepli spruttu illa um allt

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.